Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Qupperneq 12
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 200812 Fréttir Mannaskítur á kornakra Bændur eru farnir að nota skólp sem áburð á meira en þrjú þúsund akra í Bretlandi. Fram hefur kom- ið í fjölmiðlum að eftirspurn eft- ir úrganginum hefur stóraukist þar sem hann kostar einungis fimmt- ung á við áburð sem búinn er til úr úrgangi dýra. Þegar skólpið hef- ur verið unnið er það kallað „leðja“ og síðan notað á akra þar sem korn og maís eru ræktuð. Verslanakeðj- urnar Sainsbury’s og Waitrose hafa viðurkennt að sumar vörur þeirra innihaldi leðjuna en aðrar keðjur, eins og Tesco og Asda, hafa bannað vörur sem innihalda úrganginn af heilsufarslegum ástæðum. Mikil aukning á skólp sölu Vatnsveitan Severn Trent er eitt af þeim fyrirtækjum sem sjá um sölu á úrganginum sem kemur úr holræsakerfum Englands. Fyrir- tækið nýtur stuðnings bresku rík- isstjórnarinnar og kom talsmaður fyrirtækisins, Sophie Jordan, fram í fjölmiðlum og varði það að skólp- ið væri notað til þess að rækta akra. Hún segir fyrirtækið hafa séð mikla aukningu á sölu leðjunnar eða um 25 prósent síðan í byrjun árs 2008. Á ökrunum eru framleiddar mat- jurtir til manneldis en einnig fóð- ur fyrir dýr. Bent hefur verið á það í fjölmiðlum í Bretlandi að þá inni- haldi morgunkorn eins og kornflög- ur korn sem ræktað er með áburði sem búinn er til úr skólpi. Neytendur ekki sáttir Á sumum þessum ökrum er grænmeti framleitt sem síðar er selt í verslunum, eða notað sem dýrafóður. En það þýðir að mjólkin sem notuð er á morgunkornið gæti hafa komið frá kú sem hefur lifað á þessu sama fóðri. Fréttir þess efnis að mannaskítur og hland sé notað í sífellt meiri mæli af bændum á akra sína koma illa við breska neytendur. Þrátt fyrir að hafa verið leyft síðan 1998 hefur aðferðin aldrei verið vin- sæl og aðeins verið notuð af örsmá- um hluta bænda í landinu. Hækk- andi olíuverð hefur sett sitt mark á kostnað þess að búa til venjulegan áburð og hefur gert það að verkum að bændur snúa sér að vatnsveitum í leit að unnum úrgangi frá mönn- um. Severn Trent hefur í nógu að snúast við sölu á leðjunni og selur einungis til þeirra sem búa á svæði þess. Fyrirtækið er með teymi sem sér um sölu og skipulag á þeirri hlið fyrirtækisins sem snýr að skólpsöl- unni. Skiptar skoðanir En leðjan á sér sína andstæð- inga. Sumir bændur í Bretlandi sem hafa nær engöngu notað leðjuna á túnin sín hafa fengið kvartanir frá nágrönnum varðandi lyktina sem þykir vægast sagt slæm. Stóru versl- anakeðjurnar eru ósammála um málið. Verslanakeðjurnar Sains- bury’s og Waitrose hafa viðurkennt Úrgangur frá mönnum er tekinn úr holræsakerfum Bretlands og notaður til þess að búa til áburð. Bændur í landinu hafa í sí- fellt meiri mæli notast við áburðinn til að rækta korn, maís og grænmeti. Sumar verslanakeðjur landsins selja morgunkorn og aðrar vörur sem búnar eru til úr hráefnum sem ræktuð voru með þessum hætti. Aðrar keðjur neita að selja slíkar vörur af heilsufarsástæðum. JóN BJarki MagNúSSoN blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Holræsi Skólpi er nú dælt úr holræsakerfum Bretlands í þeim tilgangi að nota úrganginn í áburð sem síðan er dreift á akra í sveitum landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.