Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 200814 Neytendur Lof&Last n Lofið fær Rizzo pizza. Pantaðar voru pítsur í hádeginu og mikið var að gera á staðnum. Samt voru pítsurnar tilbúnar á örskotsstund og þjónustan var mjög liðleg og góð. Frábært að láta viðskiptavini ekki bíða of lengi sem eru í hádegishléi frá vinnu og hafa ekki mikinn tíma til þess að bíða. n Lastið fær BSÍ fyrir pítsurnar og pulsurnar. Þar eru pítsurnar mjög ólystugar, harðar og vondar. Viðskiptavinur fékk sér pylsu sem var mjög vond og fékk í kjölfarið mikinn magaverk. BSÍ mætti gera betur við ferðalanga sem streyma daglega um staðinn, hraktir og svangir. Neytendastofa undirbýr skoðun verðmerkinga hjá stórmörkuðum: Verðmerkingar kannaðar Neytendastofa hefur undanfar- ið verið með skoðun á ástandi verð- merkinga. Frá 19. júní hafa ísbúð- ir, húsgagnaverslanir og bakarí verið skoðuð. Þangað sem verðmerkingun- um er ábótavant eru sendar skriflegar athugasemdir og gefinn frestur til að koma þeim í lag. Eftir tíu daga er athug- að hvort bætt hafi verið úr verðmerk- ingum og ef ekki grípur Neytendastofa til aðgerða. „Núna erum við að kanna verð- merkingar í fiskborðum, en það verður sérstakt verkefni í ágúst að kanna verð- merkingar í stórmörkuðum sem við erum að undirbúa sérstaklega vel því þar er mesta brotalömin,“ segir Tómas Þóroddsson, starfsmaður Neytenda- stofu. „Þegar við framkvæmum kann- anir tökum við vörur í körfu og skrifum niður hvað þær kosta miðað við hillu- merkingar, setjum þær svo í gegnum kassakerfið og berum saman hvort það standist merkingar á hillum. Að auki er athugað hvort verðmerkingar séu yfir höfuð til staðar,“ segir Tómas. Háaleiti 171,70 189,60 Bensín dísel Bíldshöfða 170,20 188,10 Bensín dísel Skógarhlíð 170,20 188,00 Bensín dísel Miklubraut 168,10 186,00 Bensín dísel Barðastöðum 170,20 188,10 Bensín dísel Salavegi 170,20 188,10 Bensín dísel Stjórahjalla 170,20 188,10 Bensín díselel d sn ey t i Innan við tíundi hver viðskiptavinur tryggir bara bílinn en ekkert annað hjá trygg- ingarfélagi. Flestir eru með fleiri tryggingar á sama stað. Hagstæðast er að tryggja allt saman. Til dæmis gæti bílatrygging sem kostar 113.000 lækkað niður í 74.977 ef heimilistrygging væri tekin með. ódýrast að tryggja allt á einum staðKlipping fyrir barnið Gerð var verðkönnun á klippingu fyrir börn á hinum ýmsu hár- greiðslustofum. Af þeim stöðum sem voru kannaðir var klippingin dýrust hjá Jóa og félögum og Rauðhettu og úlfinum, en ódýrust á hársnyrtistofunni Englahári. Einfaldasta leiðin til að ná trygginga- gjöldum niður á bílnum er að tryggja fleira en bílinn á sama stað. Heimil- is-, bifreiða-, líf- og slysatryggingar eru þá hafðar hjá sama trygginga- fyrirtæki til þess að minnka kostn- aðinn. Afslættir á tryggingum Tekið er dæmi um Skoda Oct- avia árgerð 2000 sem er tryggður hjá Sjóvá. Þar er bíllinn tryggður í Fjöl- skylduvernd eitt sem felur í sér lág- marksheimilistryggingu og 12 pró- sent afslátt af tryggingunni og þar að auki 10 prósent afslátt ef maður er tjónlaus eftir árið. Þannig er oft hag- stæðara að taka þessa aukatryggingu til þess að fá afsláttinn. Það kost- ar 4.941 krónu á ári að vera í Fjöl- skylduvernd eitt. Trygging á sam- svarandi bíl sem væri ekki í þessari Fjölskylduvernd 1 fæli í sér ábyrgðar- tryggingu á 73.274 krónur og kaskó- trygging á 17.381 krónu sem mundi gera 90.655 krónur á ári. Ýmsar tryggingar Hjá Tryggingamiðstöðinni væri ábyrgðartrygging á Skoda Octavia árgerð 2000 á 67.000 krónur. Trygg- ing án kaskó væri 82.000 á ári, sjálfs- ábyrgð vegna tjóns er 60 þúsund krónur en Tryggingamiðstöðin mundi borga restina. Bifreiðatrygg- ing gæti farið upp í rúmar 92.000 krónur. Hjá VÍS væri trygging á bíl 110.000 krónur ef engar aðrar trygg- ingar væru fyrir hendi. Hjá Verði væri heilsársiðgjald á bíl 113.000 og af því væri kaskótrygging 25.000. Trygg- ingin mundi lækka niður í 74.977 ef heimilstrygging væri tekin með. Allt í gegnum netið Á vefsíðunni elisabet.is, sem er undirfyrirtæki Tryggingamiðstöðv- arinnar, er hægt að finna góð kjör á bílatryggingum. Þessi þjónusta fer öll í gegnum netið og er þess vegna hagstæðari. Ódýrasta trygging- in sem er í boði þar kostar 61.512 krónur. Tryggingin kallast Algjört lágmark og er „skyldutrygging fyr- ir mjög ódýra bíla og bílstjóra sem lenda ekki í tjóni. 7-9-13“. Þetta hent- ar kannski ekki öllum. Passaðu þig á kaskó „Menn fara bara á milli og fá besta boð eins og er með allar skaða- tryggingar,“ segir Ingólfur H. Ingólfs- son hjá spara.is. „Það væri eitt sem menn þyrftu að passa sig á varðandi bifreiðatryggingar og það er kaskó- tryggingin. Ég mundi setja spurn- ingamerki við það að vera á gömlum bíl með kaskótryggingu. Það er full ástæða til að hafa kaskótryggingu á nýjum bílum en alls ekki á eldri bíl- um. Maður er yfirleitt með svo háa sjálfsábyrgð til að lækka trygging- una sína, og ef bíllinn er bara nokkur hundruð þúsund króna virði er til- gangslaust að vera með kaskótrygg- ingar, það væri bara miklu dýrara en bíllinn þegar upp er staðið,“ segir Ingólfur. BARNAKLIPPING Jói og félagar, Skólavörðustíg 8 3.500 Stubbalubbar, Barðastöðum 3 2.890 englahár, Langarima 21 2.700 rauðhetta og úlfurinn 3.500 Toni & guy, Laugavegi 96 3.100 Hár expo, Laugavegi 42 2.800 ÓkeyPis kAffi á Olís „Það er alltaf mjög gott að taka bensín á Olís á Selfossi því þar fær maður alltaf ókeypis kaffi og góða þjónustu,“ segir Ey- þór Arnalds. „Á meðan fólk er að bíða eftir því að bensíntankurinn fyllist af dýru bens- íni er gott að gæða sér á ókeypis kaffi og þarna á Olís er alltaf frábær þjónusta.“ neytendur@dv.is UmSJón: ÁSTRÚn FRIÐBJÖRnSDóTTIR Neyte dur neytandinn ástrún friðbjörnsdÓttir blaðamaður skrifar: astrun@dv.is Sjóvá 100.269 krónur Tryggingamiðstöðin 110.000 til 150.000 krónur VÍS 115.000 krónur Vörður 113.000 krónur IðGjALd meðALBíLs - miðað við tjónlausan heimilisbíl bílatryggingar Ef þú vilt lækka tryggingarnar á bílnum skaltu færa allt sem þú tryggir til sama tryggingafélags og þú færð betra tryggingatilboð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.