Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 29.JÚLÍ 2008 17Sport LandsLiðið í strandhandboLta Íslandsmótið í strand- handbolta fór fram Í Nauthólsvík um helgina. Hinn ungi og efnilegi Aron Pálmason úr FH byrjar vel fyrir sitt fyrsta tímabil í efstu deild en hann var kosinn besti leikmaður mótsins. Hjá konunum var Hafdís Hinriksdóttir einnig úr FH kosin best. Þá var hornamaðurinn knái Stefán Baldvin Stefánsson kjörinn markvörður mótsins. Eftir mótið var landsliðið í strandhand- bolta valið og skipa það: Fannar Friðgeirsson úr Stjörnunni, Baldvin Þorsteinsson úr Val, Hilmar Guðlaugsson úr FH, Aron Pálmason úr FH og Rúnar Kárason landsliðsmaður úr Fram. Ferguson gagnrýnir bLatter Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að ummæli Sepps Blatter, forseta UEFA knattspyrnusambands Evrópu, um þrælahald leikmanna hafi verið óheppileg. Hann gagnrýnir Blatter fyrir að hafa svo stór orð um leikmenn sem fái milljónir punda í árslaun. „Þetta voru óheppi- leg ummæli fyrir mann í þessari stöðu. Þrælahald var afnumið fyrir mörgum árum og nú fá menn 5-6 milljónir punda í árslaun. Ég á því erfitt með að sjá lík- indin við þrælahald. Svona ummæli eru ekki svara verð,“ segir Ferguson. LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS! MOLAR Kr og FjöLnir mætast í KvöLd Þréttándu umferð Landsbanka- deildar karla lýkur í kvöld með einum leik. KR og Fjölnir mætast í lokaleik umferðarinnar í Frostaskjóli klukkan 20.00. Liðin mættust síðast í 2. umferð og þá hafði Fjölnir sigur á dram- atískan hátt í Grafarvogin- um. KR komst yfir í leiknum en Fjölnis- menn jöfnuðu og skoruðu svo sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Vestur- bæingar vilja eflaust hefna fyrir þær ófarir en tapi þeir í kvöld sitja þeir eftir í toppbaráttunni. Fjölnismenn geta með sigri komið sér aftur upp að toppliðunum. KR hefur 18 stig fyrir leikinn í kvöld en Fjölnir 21. hK Fær tvo Landsbankadeildarlið HK í knatt- spyrnu hefur samið við tvo erlenda varnarmenn. Slóveninn Erdzan Beciri og Kósóvómaðurinn Benis Krasniqi hafa æft með liðinu undan- farið og gert nóg til þess að heilla HK-inga. Þeir voru ekki komnir með leikheimild gegn Fram í gærkvöldi en verða vænt- anlega gjald- gengir með Kópavogslið- inu þegar það mætir Keflavík í næstu um- ferð. „Þetta eru hörkugóðir leikmenn, þeir hafa sýnt það á æfingunum með okkur og þeir eiga eftir að styrkja okkur í baráttunni það sem eftir er sumars,“ segir Rún- ar Páll Sigmundsson, þjálfari HK, um leikmennina á heimasíðu HK. ísLensKir við vöLdin í svíþjóð Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum U17 ára og yngri keppir nú á Norðurlandamót- inu í knattspyrnu en fleiri Íslend- ingar eru þar í sviðsljósinu. Lands- bankadeildardómarinn Þóroddur Hjaltalín úr Þór dæmir á mótinu og með honum er B-aðstoðardómarinn Gylfi Már Sigurðsson sem flagg- ar fyrir Njarðvík. Þóroddur dæmir nú sitt fyrsta tímabil í efstu deild og hefur þótt standa sig vel. Hann fékk ærið verkefni um daginn þegar hann dæmdi nágrannaslag Breiða- bliks og HK í Landsbankadeildinni og komst einkar vel frá því verkefni. þórður aðstoðar tvíburana Þórður Þórðarson, fyrrverandi mark- vörður ÍA um árabil sem hefur verið yfirmaður yngri flokka hjá ÍA, var í gær ráðinn sem aðstoðar- þjálfari meist- araflokks karla hjá félaginu. Hann mun því aðstoða tvíburabræð- urna Arnar og Bjarka Gunn- laugssyni sem stýrðu sínum fyrsta leik í tapi gegn FH í fyrrakvöld. Þórður á að baki 250 leiki fyrir ÍA en þurfti að hætta snögglega í knattspyrnu fyrir tveim- ur árum vegna heilsufarsástæðna. Hann hefur einnig sinnt markvarða- þjálfun á Skaganum. Bjarni Guðjónsson vildi fara frá Skagamönnum þrátt fyrir að stjórn- armenn í liðinu hafi viljað halda honum hjá félaginu. Ákvörðunin um að láta hann fara var ekki fjárhags- legs eðlis og Gísli Gíslason formaður rekstrarfélags knattspyrnudeildar ÍA segir að félagið hafi haft fjárhagslegt bolmagn til að halda honum. Bjarni hafi hins vegar viljað fara frá félag- inu. Mikill styr hefur staðið um Bjarna Guðjónsson að undanförnu eftir að Valsmenn lýstu því yfir að félagið hefði hug á því að fá kappann í sín- ar raðir. Samkvæmt heimildum DV hafði Bjarni þegar rætt við KR og Val þegar Börkur Edwardsson yfirmaður afrekssviðs Vals lýsti því yfir að félag- ið hefði hug á því að fá Bjarna til liðs við félagið í sjónvarpsfréttum RÚV í síðustu viku. Gísli Gíslason formaður rekstrar- félags ÍA sagði við DV í gær að félagið hefði viljað halda Bjarna en fyrirlið- inn viljað reyna fyrir sér annars stað- ar. „Hann er farinn í KR og við höfum allan tímann sagt að við viljum hafa Bjarna hjá okkur. En það er augljóst að það gekk ekki eftir. Þetta upphófst með því að Valur lýsti því yfir að Val- ur hefði áhuga á leikmanninum. En hann valdi svo að fara í KR,“ segir Gísli. bjarni vildi leita á nýjar slóðir Orðrómur hefur verið uppi um að Skagamenn hafi viljað losna við Bjarna vegna hárra launagreiðslna. Félagið hafi aukinheldur vantað fé til þess að greiða upp starfslokasamn- ing Guðjóns Þórðarsonar. Gísli þver- tekur hins vegar fyrir allt slíkt. „Ákvörðun okkar var ekki fjár- hagslegs eðlis. Við vorum með samning við Bjarna til 2009 og vor- um alveg tilbúnir að standa við þann samning. Bjarni vildi hins vegar leita á nýjar slóðir,“ segir Gísli. Hann segir engin sárindi út í Bjarna. „Við dæmum hann samt ekki fyrir það. Við vitum að fótboltinn tekur á sig ýmsar sveigjur og beygj- ur. Það er kannski óvenjulegt að leik- maður skipti um lið á miðju tímabili. En það er fullt af leikmönnum sem hafa yfirgefið okkur og farið í önnur félög. Við þökkum honum fyrir sam- starfið og óskum honum velfarnað- ar,“ segir Gísli. Hann býst ekki við því að félagið bæti við sig leikmönnum í kjölfar brotthvarfs Bjarna. „Við erum ekki að skoða neitt sem stendur. Leik- mannaglugginn lokast á fimmtudag- inn þannig að við útilokum ekkert þó ég búist ekki við nýjum leikmönn- um,“ segir Gísli. 580 þúsund á mánuði Samningur Bjarna Guðjónssonar er með þeim hærri sem gerist hér á landi. Samkvæmt heimildum DV fær Bjarni um 580 þúsund krónur í mán- aðarlaun en hann gerði samning við KR út tímabilið 2012. Bjarni sagði á vefmiðlinum visir.is að hann hefði getað fengið betri laun hjá Val en val- ið að fara í KR. Valsmenn gáfu hins vegar út yfir- lýsingu í gær þar sem þeir segja sig hafa hætt afskiptum af Bjarna vegna óhóflegra launakrafna hans sem að þeirra sögnu ku vera hærri en áður hafi þekkst hér á landi. Slíkt er athyglisvert í ljósi þess að launahæstu leikmenn Vals eru með um 800 þúsund krónur í mánaðar- laun eins og fram kom í frétt DV 11. júlí síðastliðinn. bjarni guðjónsson vildi fara frá Skaga- mönnum. gísli gíslason formaður knatt- spyrnudeildar Skagamanna segir félagið engan kala bera til Bjarna. Bjarni fær um 580 þúsund krónur á mánuði fyrir að leika með þeim svart-hvítu. tómas þór þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is bjarni vildi fara harður í horn að taka Bjarni Guðjónsson sést hér í leik gegn nýjum félögum í KR. Fylkismenn sýndu mikla seiglu þegar þeir jöfnuðu leikinn gegn Kefl- víkingum í 3-3 á 86. mínútu eftir að Keflvíkingar höfðu náð tveggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiks. Leikurinn var ekki nema 24 sek- úndna gamall þegar Guðmundur Steinarsson skoraði fyrsta markið fyrir Keflvíkinga. Keflvíkingar voru mikið sterkari fyrsta hálftímann og það var því nokkuð gegn gangi leiks- ins þegar Ian Jeffs jafnaði leikinn fyrir Fylki. Markið var engu að síður laglegt og gott samspil hans við All- an Dyring endaði með góðu skoti frá Jeffs í nærhornið. Adam var ekki lengi í paradís og Guðmundur Steinarsson bætti við marki á 42. mínútu með skalla eft- ir laglega sendingu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Ekki blés byrlega fyrir Fylkismenn á 48. mínútu þegar Hörður Sveinsson bætti við þriðja marki Keflvíkinga og fátt benti til annars en Keflvíkingar myndu endurheimta toppsætið. Fylkismenn mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Keflvíking- ar fengu að vísu fín færi til að gera út um leikinn áður en Fylkismenn bitu í skjaldarrendurnar. Á 73. mín- útu kom atvik sem var vendipunktur í leiknum. Brotið var á Allan Dyring utan teigs og í kjölfarið fékk Brynjar Guðmundsson rautt spjald. Úr auka- spyrnunni skoraði Kjartan Ágúst Breiðdal gott mark. Eftir mikla baráttu og góða spila- mennsku náðu Fylkismenn að jafna leikinn þegar Kjartan Ágúst Breiðdal skoraði öðru sinni með fínu skoti. Lokatölur urðu 3-3 í frábærum leik. Keflvíkingar máttu prísa sig sæla með að ná stigi en það dugar ekki ekki til að ná toppsætinu að nýju. tomas@dv.is Fylkismenn unnu upp tveggja marka forystu Keflavíkur. Fram vann öruggan sigur á HK. Seigla FylkiS Skilaði Stigi Kjartan Ágúst breiðdal Skoraði tvívegis fyrir Fylki gegn Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.