Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Page 20
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 200820 Ættfræði 50 ára í dagTil hamingju með afmælið 30 ára afmæli n Ása Fanney Rögnvaldsdóttir Bústaðavegi 73, Reykjavík n Kristjana Kristjánsdóttir Stekkjartúni 21, Akureyri n Gunnar Magnússon Vesturbergi 26, Reykjavík n Sóley Sigurbjörnsdóttir Drekavöllum 22, Hafnarfjörður n Inga Steinlaug Hauksdóttir Þverholti 6, Akureyri n Guðmundur Rúnar Svansson Skúlagötu 56, Reykjavík n Steindór Tryggvason Spóarima 31, Selfoss n Heimir Jóhannsson Garðarsvegi 16, Seyðisfjörður 40 ára afmæli n Brynhildur Davíðsdóttir Hraunteigi 24, Reykjavík n Ragnheiður E Ragnarsdóttir Blásölum 21, Kópavogur n Elín Brynja Hilmarsdóttir Réttarheiði 24, Hveragerði n Eyrún Jónasdóttir Kálfholti 2, Hella n Bryndís Björk Karlsdóttir Vesturfold 11, Reykjavík n Guðni Jónsson Grundartjörn 8, Selfoss n Ágúst Ingvaldur Lárusson Egilsbraut 23, Þorlákshöfn n Laufey Ólafsdóttir Ásbúð 94, Garðabær 50 ára afmæli n Gintautas Guobys Háaleitisbraut 119, Reykjavík n Wolfgang Söns Melabraut 23, Hafnarfjörður n Aleksander Leszek Krasucki Víðilundi 14g, Akureyri n Anna Björk Eðvarðsdóttir Fellsási 4, Mosfellsbær n Helgi Kristófersson Leirubakka 28, Reykjavík n Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Sindragötu 4, Ísafjörður 60 ára afmæli n Arndís Finnbogadóttir Eyrargötu 6, Ísafjörður n Sigurður Eyþórsson Háaleitisbraut 49, Reykjavík n Sigrún Björnsdóttir Ásgötu 12, Raufarhöfn n Guðmundur Sigurjónsson Fiskakvísl 1, Reykjavík n Guðni Sigurbjörnsson Faxabraut 9, Reykjanesbær 70 ára afmæli n Áslaug Hafsteinsdóttir Klettagötu 2, Hafnarfjörður n Halldóra Marinósdóttir Hamravík 24, Borgarnes n Hrefna Gunnarsdóttir Stífluseli 5, Reykjavík 75 ára afmæli n Björn Haraldur Jónsson Heiðarhorni 1, Reykjanesbær n Jón V. Jóhannesson Espihóli 1, Akureyri 80 ára afmæli n Kristín Einarsdóttir Eiðismýri 30, Seltjarnarnes n Ragnheiður Blöndal Birkihlíð, Blönduós 85 ára afmæli n Kristrún Magnúsdóttir Kópavogsbraut 1c, Kópavogur n Guðrún Nielsen Lerkihlíð 2, Reykjavík n Stella Guðmundsdóttir Hófgerði 8, Kópavogur IngI gunnar Jóhannsson TÓNLISTARMAÐUR oG LEIÐSöGUMAÐUR Í REyKJAVÍK sigurjón héðinsson BAKARAMEISTARI Í REyKJANESBæ Sigurjón fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann var í Barnaskólanum í Keflavík og Gagn- fræðaskólanum í Keflavík, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og síðan við Iðn- skólann í Reykjavik, lauk þaðan sveinsprófi í bakaraiðn og öðlaðist síðan meistararéttindi í greininni 1985. Sigurjón hefur stundað bakstur að meira eða minna leyti frá 1976. Hann hóf að vinna við bakstur í Ragnarsbakaríi í Keflavík, lærði þar hjá Ragnari Eðvaldssyni, starfaði þar síð- an til 1984, var síðan bakari hjá Sveini bak- ara við Grensásveginn í Reykjavík og síðan í Mjóddinni. Sigurjón stofnaði eigið bakarí, Sigurjónsbakarí, í Keflavík, árið 1988 og hefur starfrækt það síðan við Hólmgarð í Keflavík. Sigurjón er, ásamt fleiri bökurum, hluthafi í Innbak, er í Landssambandi bakarameistara, er í Klúbbi bakara og er nú forseti Klúbbsins. Þá er hann félagi í Stangveiðifélagi Suðurnesja og mikill áhugamaður um stangveiðar. Fjölskylda Kona Sigurjóns er Jóhanna Kolbrún Alex- andersdóttir, f. 24.12. 1959, matreiðslukenn- ari við Akurskóla. Börn Sigurjóns frá fyrra hjónabandi eru Héðinn Sigurjónsson, f. 22.11. 1984, málari, búsettur í Reykjanesbæ en unnusta hans er Bryndís Bjarnadóttir; Haraldur Sigurjóns- son, f. 28.7. 1987, starfsmaður hjá Securitas, búsettur í Hafnarfirði; Ásdís Sigurjónsdóttir, f. 10.7. 1991, nemi, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Sigurjóns: Héðinn Jónsson, f. 20.10. 1932, d. 25.5. 2004, pípulagningar- maður í Reykjavík, og Elín Guðmarsdóttir, f. 28.7. 1934, húsmóðir í Reykjanesbæ. Sigurjón fer sér hægt á afmælisdaginn, enda bauð hann öllum Suðurnesjamönn- um í kökur og tertu er bakaríið varð tvítugt 1. maí sl. Þá verður mikið umleikis hjá hon- um og við bakaríið á Ljósanótt í byrjun sept- ember. Ása Fanney hefur hlakkað lengi til þess að verða þrítug: Stundin lokSinS runnin upp „Ég er bara ofboðslega glöð með það að vera orðin þrítug. Ég er búin að bíða lengi eft- ir þessum degi,“ segir Ása Fanney Rögnvalds- dóttir sem fagnar svo sannarlega þrítugsaf- mæli sínu í dag. „Æsingurinn var meira að segja svo mikill að ég er búin að halda af- mælisveisluna. Ég hélt mjög vel lukkað partí hér heima með fjölskyldu og vinum 18. júlí síðastliðinn.“ Ása ætlar hins vegar að halda áfram að fagna í dag og bjóða vinafólki sínu heim í kökur og kaffi. „Ég baka að sjálfsögðu af- mælisköku og pönnukökur sem ég lærði að baka fyrir afmælið mitt í fyrra.“ Spurð um eftirminnilegasta afmælisdag- inn er Ása fljót að svara: „Það var þegar ég varð níu ára og fékk peninga í afmælisgjöf sem ég keypti mér stórt, bleikt hjól fyrir sem ég var ofboðslega ánægð með.“ Ása segir engar sérstakar hefðir hafa myndast á afmælisdeginum hennar hingað til. „Það er engin föst hefð en afmælisdag- urinn minn hefur bara yfirleitt alltaf verið mjög góður dagur,“ segir afmælisbarnið Ása að lokum. Ingi Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Kleppsholtinu. Hann var í Langholts- skóla, Ármúlaskóla, stundaði nám við MR og lauk þaðan stúdentsprófi 1979, stundaði skiptinám 1979-80 þar sem hann dvaldi m.a. í klaustri hjá Benediktamunkum í Aalen í einn mánuð. Hann stundaði síðan nám í leiðsögn við Leiðsögumannaskóla Ferðamálaráðs og lauk prófi í leiðsögn 1982 og stundaði nám í landfræði við HÍ og lauk þaðan BS-prófi 1984. Ingi stundaði síðar nám í iðnrekstarfræði við Tækniháskóla Íslands og lauki prófi í þeirri grein 1994. Ingi Gunnar var sendisveinn á skellinöðru hjá Viðlagasjóði á tímum Vestmannaeyjag- ossins, vann í malbikun í Reykjavík á mennta- skólaárunum, starfaði í Landsbankanum á sumrin á háskólaárum og við auglýsingastof- una Gylmi. Eftir að Ingi Gunnar lauk prófum hefur starfsferill hans að mestu snúist um tónlist og túrisma. Hann var fyrst leiðsögumaður hjá Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen á árun- um 1982 og 1983, var síðan sölu- og markaðs- stjóri fyrirtækisins 1984-89. Hann hefur síðan starfað að mestu leyti sjálfstætt sem leiðsögu- maður og landkynnir. Ingi Gunnar stofnaði fyrirtækið Hugarflug árið 1997 sem gefur út ljósmyndabækur fyr- ir ferðamenn, ásamt leiðarkortum sem hann hefur hannað sérstaklega fyrir ferðamenn. Má þar einkum nefna kortið Reykjavík Bus Map and City Map, sem komið hefur út fimm sinnum. Ingi Gunnar lærði á gítar á æskuárunum hjá Eyþóri Þorlákssyni og Svavari Lárussyni í Barnamúskíkskólanum. Hann hóf að leika opinberlega á menntaskólaárunum, fyrst með Texastríóinu, ásamt Eyjólfi Kristjánssyni og Örvari Aðalsteinssyni og síðar með fleirum undir heitinu Hálft í hvoru. Þá starfaði hann mikið með Vísnavinum á árunum 1981-87, og var formaður félagsins um skeið. Með Hálft í hvoru hafa komið út plöturnar Heyrðu, 1981; Almannarómur, 1982; Áfram, 1983; Götumynd, 1985 og Horft um öxl, (úr- val af lögum) 1998. Þá hefur Ingi Gunnar gef- ið út sólóplötuna Undir fögur augu, 1992. Þá hefur hann spilað með hljómsveitinni Island- icu sem hefur gefið út fjórar plötur: Rammís- lensk, 1990; Römm er sú taug, 1995, Melódía, 1996 og Best of Islandica, 2000. Fjölskylda Kona Inga Gunnars er Kristín Guðmunda Hákonardóttir, f. 13.6. 1962, sölumaður. Dóttir Inga Gunnars og Kristínar Guð- mundu er Eyrún Ingadóttir, f. 11.8. 2004. Systir Inga Gunnars er Margrét Jóhanns- dóttir, f. 5.6. 1954, grunnskólakennari í Borg- arbyggð. Foreldrar Inga Gunnars eru Jóhann Tóm- as Ingjaldsson, f. 25.12. 1929, viðskiptafræð- ingur og fyrrv. aðalbókari Seðlabanka Ís- lands, og Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, f. 22.6. 1929, íþróttakennari og hefur kennt frúarleik- fimi, nú hjá Laugum. Ætt Jóhann Tómas er sonur Ingjalds, verka- manns og greinahöfundar í Reykjavík Tóm- assonar, b. á Efri-Gegnishóllum í Flóa Magnússonar. Móðir Ingjalds var Halldóra Sigurðardóttir. Móðir Jóhanns Tómasar var Guðrún Lilja Guðmundsdóttir, kennara í Bræðraborg á Stokkseyri og síðar í Reykjavík Sæmundsson- ar. Móðir Guðrúnar Lilju var Eyrún Eiríks- dóttir. Ástbjörg er dóttir Gunnars, múrara í Reykjavík Sigurðssonar, járnsmiðs í Reykjavík Gunnarssonar. Móðir Gunnars múrara var Ásbjörg Guðmundsdóttir. Móðir Ástbjargar var Margrét, dóttir Ketils Jónssonar og Stefaníu Stefánsdóttur. 50 ára í dag 50 ára í dag Þrítug í dag Ása Fanney var svo spennt að verða þrítug að hún er búin að halda afmælisveislu. upplýsingar um afmælisbörn SENDA MÁ UppLýSINGAR UM AFMæLISBöRN Á kgk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.