Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2008 27Sviðsljós
mánuð. Engar frekari yfirlýsingar
verða gefnar um málið.“
Framhaldið af Transformers
ber undirtitilinn Revenge of the
Fallen og á að koma út 26. júní á
næsta ári. Það er spurning hvort
frumsýningin tefjist eitthvað því
vinnsla hennar mun sennilega
dragast töluvert þar sem Shia er
aðalleikari myndarinnar.
SlaSaðiSt við
ölvunarakStur
Skemmdur Bíllinn
valt við höggið.
Fyrr um daginn
Shia slasaðist
nokkuð illa á hendi.
Leikkonan Rose McGowan
mun leika aðalhlutverkið í hasar-
myndinni Red Sonja. Þetta kom
fram á Comic-Con-ráðstefnunni
um helgina. Sögusagnir voru uppi
um að McGowan myndi ekki leika
í myndinni eftir sambandsslit og
deilur við leikstjórann Robert Rod-
riguez en hann framleiðir mynd-
ina. Svo virðist sem þær sögusagn-
ir hafi verið ýktar en McGowan og
Rodriguez hafa sést mikið saman
að undanförnu og voru meðal ann-
ars á Comic-Con.
Ástæður fyrir deilum þeirra áttu
að vera þær að Rodriguez ætlaði að
endurgera myndina Barbarella og
McGowan átti að leika aðalhlut-
verkið. Kvikmyndaverinu fannst
hins vegar McGowan ekki rétt í
hlutverkið og brást hún víst illa við
því. Í kjölfarið var hætt við end-
urgerðina en Red Sonja, sem var
einnig á dagskrá hjá parinu, verður
að veruleika.
Red Sonja er byggð á samnefndri
teiknimyndapersónu sem birt-
ist fyrst í Conan The Barbarian en
öðlaðist síðan sitt eigið líf. Gerð var
mynd byggð á sögunni árið 1985 en
þá lék sjálfur Arnold Schwarzen-
egger aðalhlutverkið ásamt Brigitte
Nielsen sem lék Sonju. asgeir@dv.is
leikur
rauðu
S nju
Rose McGowan mun leika aðalhlutverk Red
Sonja þrátt fyrir sögusagnir um annað.
Rose McGowan
Virðist ekki vera
hætt með
Rodriguez.
Red Sonja Er
væntanleg 2009.
DáleiDD til
að grennaSt
Courtney Love hefur nú uppljóstrað
því hvernig hún fór að því að grennast
svona skuggalega á skömmum tíma.
Söngkonan bætti á sig þó
nokkuð mörgum kílóum
eftir að hún hætti allri
eiturlyfjaneyslu og
hafa margir furðað
sig á því hversu
horuð hún er í dag.
Courtney segir kíló-
in hafa fokið eftir að
hún lét dáleiða sig.
„Ég hef þekkt Paul í
mörg ár. Hann er snilling-
ur og hjálpar mér að halda mér
grannri. Ef ég byrja að fitna fer ég bara
í einn dáleiðslutíma til Pauls og hann
bjargar mér.“ Öðrum finnst þó nóg
komið af megruninni hjá Courtney sem
er farin að líta út eins og beinagrind.
kynæSanDi
afmæliSgjöf
Hin átján ára Hayden Panettiere
kom kærasta sínum, Milo Ventimigla,
heldur betur á óvart á dögunum. Leik-
konan, sem fer með hlutverk klapp-
stýru í Heroes-þáttunum, klæddi sig
upp í klappstýrubúning
og strippaði fyrir Milo
í tilefni af þrjátíu
og eins árs afmæli
hans. Félagi Milos
sagði í viðtali við
slúðurblaðið The
Sun: „Hayden gaf
Milo ógleyman-
lega afmælisgjöf
fyrir framan aðra
meðleikendur þeirra
í þáttunum. Hún söng fyrir
hann afmælissönginn í klappstýru-
búningnum og þegar hún reif sig úr
fötunum blasti við kynþokkafullur
rauður nærfatnaður. Milo eldroðnaði
yfir uppátækinu en var mjög sáttur.“
Stjörnum prýdd veisla
Hver hefði trúað því að Dust-
in Hoffmann og breska leikkonan
Kate Beckinsale væru góðir vinir?
Stórleikarinn mætti í 35 ára afmæl-
isveislu leikkonunnar sem haldin
var á Thompson-hótelinu í Bever-
ly Hills.
Kate Beckinsale var að sjálf-
sögðu í skýjunum um kvöldið, en
hennar nánustu vinkonur, Victoria
Beckham og Eva Longoria, létu sig
ekki vanta. Eiginmenn þeirra beggja
mættu að sjálfsögðu með.
Aðþrengda eiginkonan Eva
Longoria og Victoria Beckham
klæddust báðar sumarlegum kjól-
um, Eva var í skærgulum korselett-
kjól en Victoria klæddist stuttum
blómamynstruðum kjól við skær-
bleika hæla.
Bíður eftir vinkonu sinni
Leikkonan Eva Longoria og
eiginmaður hennar Tony Parker bíða
eftir Victoriu Beckham og David. Það
rétt sést í Victoriu stíga út úr bílnum.
Sumarleg Victoria
Beckham í blómlegum kjól
og skærbleikum hælum.
Dustin Hoffman Mætti í 35 ára
afmæli Kate Beckinsale á Thompson-
hótelinu á laugardaginn ásamt
eiginkonu sinni Lisu Gottsegen.
Afmælisbarnið Kate Beckinsale
var svartklædd í afmælisveislu
sinni. Á myndinni eru einnig
eiginmaður hennar Len Wiseman
og vinafólk þeirra hjóna.