Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2008, Síða 28
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 200828 Fókus
Aðdáendur hrollvekjukvik-
mynda biðu spenntir eftir The
Strangers, en kvikmyndin fékk
mikið umtal eftir að stikla myndar-
innar kom fyrst á netið. Áhorfend-
ur kynnast parinu Kristen McKay,
leikin af Liv Tyler, og James Hoyt,
leikinn af Scott Speedman sem fór
með eitt af aðalhlutverkum í sjón-
varpsþáttaröðinni Felicity.
Myndin byrjar ágætlega, þá sér-
staklega út frá því sjónarhorni að
áhorfandinn veit að þetta er ein-
hvers konar hroll- og spennutryllir.
Fyrstu tíu mínútur myndarinn-
ar fylgjumst við með þessu ósköp
venjulega pari sem er að ganga
gegnum erfiða hluti. Þau eru ný-
komin úr brúðkaupi og hafa kom-
ið sér fyrir í sumarhúsi James Hoyt.
Eftir rólegan kaflan hefst fjörið
og það endar ekki fyrr en síðustu
fimm mínútur myndarinnar.
Sem spennu- og hryllings-
mynd tekst henni vel til. Leik-
stjórinn passar upp á það að nota
öll réttu tólin til að gera áhorf-
andann taugastrekktan. En grím-
ur spila stór hlutverk í myndinni,
bæði taugrímur og postulínsgrím-
ur. Leikstjórinn passar líka upp á
það að koma rispuðu plötunni og
rólum og ógeðfelldum andardrætti
fyrir til að vekja óhug áhofandans.
Kvikmyndin er sögð vera byggð
á sannsögulegum atburðum sem
áttu sér stað í Bandaríkjunum. 11.
febrúar, 2005. Ekkert finnst um
Kristen McKay og James Hoyt á
netinu, en orðrómurinn segir að
fjölskyldur Kristen og James hafi
ekki verið samþykkar því að saga
þeirra yrði sögð í þessar kvikmynd
og að þau hafi ráðið til sín mann-
eskju sem eyddi öllum upplýsing-
um um James og Kristen af netinu.
Saga þeirra kemur þar af leiðandi
ekki neins staðar fram nema í
gagnasafni bandarísku alríkislög-
reglunnar.
Það sem er ágætt við myndina
er að lítið er um samtöl milli að-
alpersónannna. Það er ekki verið
að eyða púðri í vangaveltur þeirra
um af hverju þau lenda í þessum
hrikalegu atburðum. Leikstjórinn
leyfir þögninni frekar að njóta sín
sem einhvers konar hræðslutaktík.
Hann passar einnig upp á það að
nota ekki hljóðbrellur er hryllileg-
ustu atvikin eiga sér stað.
Áhofandinn veltir fyrir sér alla
myndina hvort karakterarnir með
grímurnar séu raunverulegar. Án
þess að gefa mikið upp fær áhorf-
andinn betri sýn á grímuklædda
fólkið er líður undir lok myndar-
innar. Það tekur þá einhvers kon-
ar stakkaskiptum. Það má segja að
kvikmyndin taki líka stakkaskipt-
um á síðustu mínútunum. Áhorf-
andinn er skilinn eftir með mikið
af spurningum en fátt er um svör.
Myndin byrjar afar vel, en ein-
hvers staðar fyrir miðju missir leik-
stjórinn tök á myndinni sjálfri og
gerist lítið annað í tæpan einn og
hálfan tíma en að aðalpersónurnar
flýja undan grímuklæddum and-
skotum.
The Strangers á samt sem áður
góða spretti sem hryllingsmynd.
Þeir sem hafa gaman af því að borga
fyrir að láta sér líða illa ættu ekki að
láta þessa mynd framhjá sér fara.
Hanna Eiríksdóttir
Tvær upprennandi á Organ
Hljómsveitirnar The CusTom og spiriT of moonflower spila á Organ í kvöld. The
Custom komst í undanúrslit í Músíktilraunum 2007 en Spirit of Moonflower er
hljómsveit sem hefur látið lítið fyrir sér fara í hinum stóra tónlistarheimi hingað til.
Tónlist piltanna er lýst sem framsækinni og tilraunakenndri steinaveltu sem fer þó á
köflum í hlýja mjúka móðurarma. Frítt er á tónleikana sem hefjast klukkan 21.
Borgað fyrir að
láta sér líða illa
Sjálfsævisaga
Claptons
Bókin Eric Clapton sjálfsævisaga
er nýkomin út hjá bókaútgáfunni
Fjölva. Í tilkynningu segir að bókin
hafi hlotið frábæra dóma erlendis.
Hér sé á ferðinni mögnuð reynslu-
saga manns sem lifði lífsháska af;
manns sem
komst til æðstu
metorða og öðl-
aðist ótrúlegan
frama, þrátt fyrir
mikla erfiðleika
og innri glímu
við fíkniefna-
djöfulinn ógur-
lega. Þýðandi
bókarinnar er
Orri Harðarson.
Eins og margir vita heldur Clapton
tónleika hér á landi 8. ágúst næst-
komandi.
Huldufólk
á prenti
Nýverið kom út bókin The Hidden
People of Iceland eftir Terry Gunn-
ell og Brian Pilkington. Þar segir frá
íslenska huldufólkinu, ólíkum sög-
um um tilurð þess og eðli, hátíðum
þess og háttum og samskiptum við
mennska menn, til forna og nú til
dags. Huldufólkið er sveipað sömu
dulúð nú og þegar land byggðist á
Íslandi og ótal sögur, gamlar og nýj-
ar, eru til af því. Höfundarnir vinna
út frá þessum sögum og lýsa huldu-
fólkinu í aðgengilegu máli og glæsi-
legum myndum, jafnt fyrir lesendur
sem þekkja til þess og þá sem aldrei
hafa heyrt um það áður, eins og seg-
ir í tilkynningu.
Tinni end-
urútgefinn
Fjölvi hefur endurútgefið bæk-
urnar Tinni í Ameríku og Tinni
í Kongó. Í fyrrnefndu bókinni
fara þeir Tinni og Tobbi, félagi
hans, til Ameríku og hitta þar
meðal annars fyrir Al Capone
og gangstera hans sem reyna að
koma þeim fyrir kattarnef. Tinni í
Kongó er líklega sú umdeildasta
í þessum vinsælasta bókaflokki
heims þar sem margir halda því
fram að í bókinni séu fordómar
í garð svertingja. Hægt er að fá
bækurnar á betra verði en úti í
búð í vefverslun Fjölva á fjolvi.is.
Marley er sannarlega óþekk-
asti hundur í heimi. Allavega
þekki ég engan hund sem hefur
hagað sér jafnilla. En þolinmæði
Grogan-hjónanna var óendanleg.
Ég hefði sannarlega gefist upp.
Marley og ég er sönn saga af
hundi sem nefndur er í höfuð-
ið á reggíkóngnum Bob Marley.
John Grogan og unnusta hans
voru komin á barneignaaldurinn
en gátu ekki svo mikið sem hald-
ið lífi í pottablómi, þegar unnust-
an stakk upp á því að þau fengju
sér hund til að æfa sig fyrir barna-
uppeldið.
Ekki mjög ábyrg afstaða, verð
ég að segja, enda er hundaupp-
eldi ekkert grín og þarf að taka af
fullri alvöru.
Þau skötuhjúin komast þó
brátt að einmitt því. Hundurinn er
bæði óalandi og óferjandi. Reynd-
ur hundaþjálfari vísaði honum af
námskeiði hjá sér og ekki mikil
von til að hegðunin batnaði.
Ég fann hreinlega til með Mar-
ley og fannst greinilegt að hann
var óhamingjusamur hundur. Par-
ið þrjóskaðist þó við, sama hvað
hann eyðilagði af húsgögnum, já
og veggjum.
John fannst bara eðlilegt að
það stórsæi á hýbýlum fólks sem
heldur hund. Ég hef átt hund í tæp
fimm ár og það versta sem hann
hefur gert er að borða nærbux-
urnar mínar og pitsuafganga. Allir
veggir standa enn heilir og engra
stórviðgerða hefur verið þörf.
Bókin hefur þó selst í gáma-
förmum um víða veröld. Hunda-
eigendur hafa sérstaklega tekið
bókinni fagnandi, en ég held að ég
hefði hreinlega látið svæfa aum-
ingja Marley.
Raunasaga hans verður hins
vegar jólagrínmyndin vestanhafs
í ár.
John Grogan hafði lengi starf-
að sem blaðamaður þegar hann
ákvað að skrifa sögu Marleys.
Í fyrra gaf hann síðan út aðra
hundabók: Óþekkir hundar
skemmta sér betur. Ég held samt
að vel þjálfaðir hundar sem þekkja
mörk sín skemmti sér allra best
þar sem þeir lenda ekki í enda-
lausum árekstrum við lífið.
Sagan er þó ágætis afþreying
og tilvalin í sumarbústaðinn.
Erla Hlynsdóttir
Raunasaga veRðuR gamanmynd
The Strangers Grímuklæddir andskotar
gera parinu Kristen og James lífið leitt í
kvikmyndinni The Strangers sem byggð
er á sannsögulegum atburðum.
bíódómur
THe STRAnGeRS
HHHHH
LeIKSTJóRn: Bryan
Bertino AÐALHLUTveRK:
Liv Tyler, Scott Speedman, Gemma
Wards, Kip Weeks, Laura Margolis
á Þ r i ð J U E g i
bóKAdómur
MARLey OG éG
HHHHH
HöFUnDUR: John Grogan
ÚTGeFAnDI: Hólar
ÞýÐInG: elín
Guðmundsdóttir