Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Blaðsíða 12
Mánudagur 11. ágúst 200812 Fréttir
Stjórnvöld í Georgíu lýstu í gær yfir
vilja fyrir vopnahléi í stríðsátökun-
um vegna Suður-Ossetíu. En í gær
geisuðu ennþá bardagar og að sögn
Mikhails Saakashvili, forseta Georg-
íu, vörpuðu Rússar sprengjum á skot-
mörk í Georgíu. Sagði Saakashvili að
hann hefði ítrekað reynt að ná sam-
bandi við rússnesk stjórnvöld til að
ræða vopnahlé. Þúsundir óbreyttra
borgara hafa flúið átakasvæðin, en
fjöldi fallinna er á reiki. Talið er að
tala látinna hlaupi á þúsundum.
Það væri rangt að líta á atburð-
ina í Georgíu sem aðeins enn eitt
upphlaupið í samskiptum Rússa
og Georgíumanna. Lyktir átakanna
koma til með að marka samskipti
Rússa og Georgíumanna í framtíð-
inni auk þess sem samskipti Kreml-
verja og Vesturlanda eru í húfi.
Áhættusöm tilraun
Rósturnar hófust sama dag og
þjóðir heims hittust í nafni friðar og
einingar við opnunarhátíð Ólymp-
íuleikanna í Peking. Spenna hefur
til langs tíma verið að byggjast upp
á milli Rússa og Georgíumanna, ekki
síst vegna sjálfsstjórnarhéraðanna
Suður-Ossetíu og Abkasíu. Þau hafa
bæði sagt sig úr sambandi við Georg-
íu og lýst yfir sjálfstæði, sem þó hef-
ur ekki hlotið alþjóðlega viðurkenn-
ingu. Breska leyniþjónustan spáði
fyrr á þessu ári að þess væri skammt
að bíða að átök brytust út í Kákasus.
Á sama tíma og Georgía hefur
horft til Vesturlanda hafa sjálfstjórn-
arhéruðin sýnt skýlausan vilja til að
treysta sambandið við Kreml. Mik-
hail Saakashvili hefur hlotið lof fyr-
ir að hafa rétt bágan efnahag lands
síns við og nútímavætt her landsins
á vestræna vísu. Auk þess hefur hann
verið óþreytandi við að standa uppi í
hárinu á rússneska birninum.
Sjálfstæðisbrölt Suður-Ossetíu
og Abkasíu hefur verið þyrnir í aug-
um stjórnvalda í Georgíu, en engu að
síður er það mat skýrenda að tilraun
stjórnvalda þar í landi til að innlima
þessi aðskilnaðarsvæði inn í land-
ið með valdi hafi verið áhættusöm,
og til þess fallin að hefja allsherjar
stríð gegn Rússum. Georgíski her-
inn hefur ekki mikið að gera í þann
rússneska og ekki er loku fyrir það
skotið að Saakashvili hafi treyst því
að Bandaríkjamenn og jafnvel Bret-
ar kæmu honum til hjálpar ef Rúss-
ar réðust til atlögu af fullum þunga.
Forseti Georgíu kann að hafa kos-
ið að hefja þessar aðgerðir á meðan
George W. Bush er enn í embætti for-
seta Bandaríkjanna, því ekki er gefið
að ný ríkisstjórn í Bandaríkjunum
verði eins viljug til stuðnings.
Ábyrgð Rússa
En Georgíumenn bera ekki ein-
ir ábyrgð á þeirri spennu sem ríkt
hefur milli þessara nágranna-
NÁGRANNAERJUR Í KÁKASUS
Kolbeinn þoRsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.isLykilmenn í átökunum í Georgíu
Mikhail saakashvili
Saakashvili nam lögfræði í
Bandaríkjunum og komst til valda
í Georgíu í kjölfar Rósabyltingar-
innar árið 2003. Hann lofaði að
tryggja völd ríkisstjórnar Georgíu
yfir aðskilnaðarhéruðunum Suð-
ur-Ossetíu, Abkasíu og Adjara. Í
tilfelli Adjara gekk það tiltölulega
átakalítið eftir árið 2004, en hin
tvö hafa streist á móti. Saakashvili
lofaði einnig að leiða landið inn í
Atlantshafsbandalagið og Evrópu-
sambandið og binda endi á þau
ítök sem Rússland hafði lengi haft
í landinu. Með þessum loforðum
komst hann upp á kant við Vladi-
mír Pútín, þáverandi forseta Rúss-
lands. Upphaflega var Saakashvili
fagnað sem lýðræðissinna, en ein-
hvern skugga bar á þá ímynd þeg-
ar hann barði af hörku niður mót-
mæli gegn ríkisstjórn landsins
árið 2005.
Vladimír Pútín
Forsætisráðherra Rússlands
og langvinsælasti og -valdamesti
stjórnmálamaður landsins, þrátt
fyrir að hafa látið af embætti for-
seta fyrr á þessu ári. Saakashvili
hefur löngum verið Pútín þyrnir
í augum og versnuðu samskipti
þeirra verulega eftir að sá fyrr-
nefndi komst til valda í Georg-
íu, enda meira hallur undir Vest-
urlönd en ráðamenn í Kreml. Í
valdatíð Pútíns vísuðu yfirvöld
bæði í Georgíu og Rússlandi
sendiráðsstarfsfólki hvers annars
úr landi sem njósnurum. Hundr-
uðum Georgíumanna var vísað
frá Rússlandi vegna brota á inn-
flytjendalögum og viðskiptabann
var sett á Georgíu.
eduard Kokoity
Fyrrverandi glímukappi sem
var kosinn forseti Suður-Ossetíu
árið 2001 og hefur síðan með öllu
útilokað samruna við Georgíu á
ný. Kokoity flutti til Moskvu eft-
ir að Sovétríkin liðuðust í sundur
og snéri sér að viðskiptum. Síð-
an snéri hann heim á ný og bauð
sig fram til forseta og naut veru-
legs stuðnings frá Rússum. Er af
mörgum georgískum embættis-
mönnum talinn vera venjulegur
rússneskur glæpamaður sem ætl-
að er að framfylgja stefnu Rússa í
Suður-Ossetíu. Hann hefur verið
sakaður um að leiða ríkisstjórn
glæpamanna sem þrífist undir
verndarvæng Rússa og hagnist á
smygli á sígarettum og vopnum.
Vladimír Pútín Lét
vísa hundruðum
georgíumanna úr landi.
eduard Kokoity
Er af mörgum talinn
rússneskur glæpamaður.
Mikhail saakashvili
Er hallur undir Vesturlönd.
Rússar hafa tögl og hagldir í átök-
unum í fyrrverandi Sovétlýðveld-
inu Georgíu. Suður-Ossetía er
bitbein í samskiptum þessara ná-
grannaríkja sem lengi hafa eldað
grátt silfur. Breska leyniþjónustan
spáði fyrr á árinu að vopnaðra
átaka væri að vænta á þessu svæði
í Kákasus.
Fólk í flóttamannabúð-
um Fleiri þúsund manns
hafa flúið átakasvæðin.
Mikil eyðilegging Kona
stendur í rústum götu í
bænum gori í georgíu.