Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Qupperneq 14
Mánudagur 11. ágúst 200814 Neytendur
Lof&Last
n Lofið fær
gleraugnabúðin
Plusminus Optic.
Viðskiptavinur fór
þangað til að láta
mæla sjón og fá sér
linsur. Þar fékk hann framúrskarandi
góða þjónustu
og kennslu í
að setja
linsurnar í og
taka þær úr. Viðskiptavinurinn fór út
öruggur með linsurnar og ánægður
með þjónustuna.
n Lastið fær
fyrirtækið Vodafone.
Viðskiptavinur lenti í
því að geta ekki
hringt úr síma sínum.
Honum var sagt að tilkynnt
hefði verið að símanum
hefði verið
stolið, sem var
alrangt. Viðskipta-
vinurinn þurfti að
þræta við starfmanninn í nokkurn
tíma og gat ekki fengið þetta lagað
nema koma og sýna skilríki.
Gullinbrú 166,70 183,60
Bensín dísel
Bíldshöfða 165,10 182,00
Bensín dísel
Bústaðavegi 166,20 183,10
Bensín dísel
Miklubraut 164,10 181,00
Bensín dísel
Grafarholti 165,10 181,90
Bensín dísel
Fellsmúla 165,10 182,00
Bensín dísel
Lækjargötu 166,70 183,60
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Hægt er að spara sér allt að 100 þúsund krónum með því einu að tína ber og búa til vín
úr þeim. Að brugga heima verður sífellt vinsælla og segir eigandi Ámunnar, Magnús
Axelsson, að heimagert vín sé alveg jafngott og úr búð. Nú þegar fjárhagur þrengist er
tilvalið að spara pening með því einu að fara á berjamó.
Sparaðu með
bláberjunumÓdýrast í Veggsportigerð var verðkönnun á því hvað einn mánuður í líkamsrækt kostar á ýmsum líkamsræktarstöðvum. af þeim stöðum sem kannaðir voru var ódýrast að fara í Veggsport, en mánuðurinn þar kostar 8.500
krónur. dýrast er í Hreyfingu,
10.900 krónur.
Hægt er að spara sér allt að 100 þús-
und krónum á ári með því einu að nýta
sér ávexti náttúrunnar í matar- og vín-
gerð. Nú þegar fólk hefur lítið fé milli
handanna er ekkert sem stendur í vegi
fyrir því að búa til mat úr því sem hægt
er að fá ókeypis. Bláber, krækiber, rifs-
ber og rabarbari eru tilvalin í gjörning-
inn. „Það er gríðarlegur fjöldi fólks sem
bruggar vín sjálft og ekki að ástæðu-
lausu að það kemur til mín þegar á að
halda veislur,“ segir Magnús Axelsson,
eigandi Ámunnar, en þar er hægt að fá
allt til alls til að brugga berjavín.
Margborgar sig
Sá sem drekkur tvær flöskur af
rauðvíni á viku þarf að kaupa sér 104
flöskur á ári. Candidato Tempranillo,
750 millilítra flaska, úr Vínbúðinni
kostar 1.095 krónur. Á ári kosta þær
LÍKaMSRÆKTaRSTÖÐVaR
Hreyfing heilsulind 10.900
World Class Laugum 19.500
Baðhúsið 9.900
Þrekhúsið 9.900
Sporthúsið 9.900
Snyrtistofa Ágústu 8.500
HáMa fÆR HRóS
„Mig langar að hrósa sérstaklega þjónustunni
og góðum mat á góðu verði í Hámu á Háskóla-
torgi Háskóla Íslands,“ segir Baldur Þórhallsson,
prófessor í stjórnmálafræði. „Ég borða þar að
minnsta kosti einu sinni í viku því ég starfa við
háskólann. Þar er umhverfið mjög skemmtilegt
og það er gaman að fylgjast með háskólalífinu.
starfsfólkið í Hámu er líka alveg einstaklega al-
mennilegt,“ segir Baldur. neytendur@dv.is uMsjón: ásdÍs Björg jóHannesdóttir, asdis@dv.is
Neyte ur
neytandinn
áSDÍS BJÖRG JóHaNNESDóTTIR
blaðamaður skrifar: asdis@dv.is
Bláber Hægt er að spara
allt að 100 þúsund
krónum á ári með því að
brugga vín úr úr berjum.
BLáBERJaSuLTa
500 gr ber
1 1/2 dl vatn
soðið í fimm mínútur. tekið af
hellunni og berin kramin.
350 gr sykur
stráð yfir smátt og smátt og soðið
áfram í 10 mínútur.
sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg
og lokað strax. nauðsynlegt að vera
nákvæmur með suðutímann.
BLáBERJaSoRBET
nýmjólk 400 ml
Vatn 350 ml
sykur 250 gr
Bláberjasaft* 300 ml
Maizena-sósujafnari 20 gr
sítrónusafi 4 msk.
öllum efnunum í uppskriftinni nema
sítrónusafa er blandað saman og
hitað upp að 70°C í vatnsbaði. Haldið
við það hitastig í 30 mínútur. Hrært
vel í á meðan. Kælt yfir nótt.
sítrónusafa er hrært út í áður en
blandan er sett í ísvélina. Mikilvægt
er að hræra vel í á meðan safanum
er hellt varlega út í, annars getur
mjólkin farið að kekkjast.
sorbetinn er frystur og geymdur í
frysti.
113.880 krónur. Grunnkostnaðurinn
og búnaðurinn sem þarf til að brugga
kostar 12.570 samkvæmt útreikning-
um. Munurinn er mikill eða 101.310
krónur. „Þetta margborgar sig og tölu-
vert ódýrara og gæðin eru líka orðin
flott í dag. Það eru fyrirfram ákveðnir
fordómar í fólki að finnast bragðið af
heimabrugguðu víni eitthvað öðru-
vísi en í búðum. Fólk getur líka notað
hugmyndaflugið að vild með því að
gera sjálft úr berjum, “ segir Magnús.
Sultur, ís og te
Það eru margar aðrar afurðir sem
hægt er að vinna úr berjum auk víns.
Vinsælust er sultan en margir gera
sultur á haustin úr berjum sem þeir
hafa tínt. Þegar fólk ákveður að gera
vín úr berjum sem það tínir þarf það
að gera grunnvinnuna sjálft. „Það þarf
að kreista safann úr berjunum svo
það er aðeins meiri vinna. Síðan tek-
ur við ákveðin aðferð og það er í raun
sama aðferð og maður notar við þau
efni sem ég er að selja,“ segir Magnús.
Að búa til sultur, ís og te kostar ekki
eins mikla vinnu en sparar ekki mik-
inn pening um leið.
Hagnýt og holl
Þó að gott sé að tína berin strax upp
í sig í berjamó er þess virði að taka þau
með sér heim og nýta í matargerðina.
Bláber eru heldur ekki bara gagnleg í
matinn heldur eru þau stútfull af nær-
ingarefnum sem eru miklu hollari en
ágætis skyndibitar. Þau innihalda vít-
amín, steinefni og trefjar auk þess sem
þau eru hitaeiningasnauð. Mikið er af
C- og E-vítamíni, sem eru andoxun-
arefni og hindra myndun skaðlegra
sindurefna í líkamanum. Sindur-
efni eru efni sem geta leitt til krabba-
meins og æðakölkunar. Það er því full
ástæða til að stinga berjunum í dós og
nýta þau á þennan hagstæða máta.
25 lítra lögun af berjavíni
danvino gersett.
10 lítrar af hrásaft + hratið frá henni
5 kg sykur
gernæring (poki 2+3) eykur gerjunarkraftinn.
Pectolase (poki 4) hjálpar til við fellingu vínsins.
Vínsýra (poki V (ekki í gersetti)) þarf bara í krækiberjavín ekki önnur berjavín.
4 vel þroskaðir bananar.
Vínger (poki a (1)).
aðferð
Best er að þvo berin í sjóðandi vatni til að drepa villigerilinn sem fylgir þeim úr
náttúrunni.
Berin eru svo sprengd og saft og hrat sett í gerjunarílátið.
sykurinn leystur upp í sjóðandi vatni og vínsýrunni (poki V) bætt út í (bara í
krækiberjavíninu).
Þetta er soðið í nokkra stund og svo er maukpressuðum bönunum bætt saman
við og soðið í smástund í viðbót. Hella þessu síðan í gerjunarílátið.
Bæta við köldu vatni þangað til 23-25 lítra markinu er náð eða sykurflotvog sýnir
1080-1085 (80-85) en athugið að hitinn í blöndunni verður að vera á bilinu 20-
27°C.
Hrærið nú Pectolase (poki 4(e)) saman við og hrærið eftir 15 mín. gernæringunni
(poki 2) og Bentonit (poki 3) saman við og eftir 5 mín. gerinu (poki 1(a) líka.
nú ætti gerjun að hefjast á 1-2 dögum (ef ekki, hafið þá samband). Best er að
hafa 20-25°C hita í herberginu sem gerjunarílátið er í. Hrærið daglega í löguninni
(helst kvölds og morgna) og þegar kröftug gerjun hefur staðið yfir í 3-4 daga
umhellið þá löguninni þannig að hratið skiljist frá.
ef hratið er látið vera of lengi í löguninni kemur beiskt bragð af kjörnunum og
spillir það víninu. Látið vínið gerja alveg út (1000-995 (0-5)).
(atH ekki má nota saft sem inniheldur rotvarnarefni.)
*Uppskrift frá Ámunni