Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Qupperneq 19
Mánudagur 11. ágúst 2008 19Sport Íslandsmeistari Í 3. deild Knattspyrnufélagið Framherjar smástund, eða KFs, frá Vestmannaeyjum sem leikur í 3. deildinni var með Íslandsmeistara í handbolta í markinu síðastliðið föstu- dagskvöld. Eyjapeyinn Kári Kristján Kristjánsson sem er núverandi Íslandsmeistari í handbolta með Haukum lék síðustu 70 mínúturn- ar með KFs í leik gegn Berserkjum á Víkingsvellinum. Kári sem er á annan metra á hæð og ríflega 100 kíló átti ekki í miklum vandræð- um með háloftaboltana og greip allt sem inn í teiginn kom eins og sönnum línumanni sæmir. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir jöfnunarmark Berserkja sem kom í uppbótartíma. Umferðir 8-14 gerðar Upp Í hádeginu í dag verður tilkynnt val fjöl- miðla um úrvalslið umferða 8-14 í Landsbankadeildinni. Einnig verður valinn besti leikmaður umferðanna, besti þjálfari ásamt besta dómara eins og vaninn er og þá fá bestu stuðningsmennirnir verðlaun frá Landsbank- anum. guðmundur steinarsson úr Keflavík var valinn besti leikmaður umferða 1-7 og þjálfari Keflavíkur, Kristján guðmundsson, sá besti. Einnig fengu stuðningsmenn Keflavíkur verðlaun fyrir sinn þátt í mótinu. Örn eKKi Í Úrslit sundkappanum Erni arnarssyni tókst ekki ætlunarverk sitt að bæta sjö ára gamalt eigið Íslandsmet í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Peking. Hann synti á 56,15 sekúndum og varð þriðji í sínum riðli í undanrás- unum. Íslandsmet hans er 54,75 sekúndur sem hann setti þegar hann vann til silfurverðlauna á heimsmeist- aramótinu í Japan árið 2001. Hundrað metra baksund er besta grein arnar en hann varð í 35. sæti af 45 keppendum. Örn keppir í 100 metra skriðsundi á morgun. slaKt HJÁ erlU Erla dögg Haraldsdóttir var langt frá því að komast í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikun- um í Peking. Hún synti á 1:11,79 mínútum en það er yfir sekúndu slakara en Íslandsmetið sem hún setti fyrr í ár. Erla varð í 40. sæti af 49 keppendum en synda þurfti á rétt rúmlega einni mínútu og átta sekúndum til að komast áfram. Erla var um þremur sekúndum frá því. Hún keppir í 200 metra fjórsundi í hádeginu í dag. BlaKe Úr leiK sarah Blake Bateman hefur lokið þátttöku sinni á Ólympíuleikunum en henni tókst ekki að komast í undanúrslit í 100 metra baksundi. sarah Blake er Íslandsmethafi í greininni en hún synti í Peking á 1:03,82 mínútum sem er tæpri hálfri sekúndu frá Íslandsmeti hennar í greininni. Hún kom síðust í mark í sínum riðli og varð í 41. sæti af 49 keppendum. sarah Blake er frá Flórída í Bandaríkjunum en keppir fyrir hönd Íslands. sigUr HJÁ sigga sigurður Jónsson og lærisveinar í djurgarden unnu langþráðan sigur í gærkvöldi þegar þeir báru sigurorð af Malmö, 2-1. Þetta var fyrsti sigur sigurðar síðan í apríl og er liðið nú með 21 stig í 10. sæti deildarinnar, sjö stigum frá falli. Það var daniel sjölund sem bjargaði starfi sigurðar að mati sænskra fjölmiðla þegar hann skoraði sigurmarkið á 82. mínútu gegn Malmö. Íslenska karlalandsliðið í handbolta fer vel af stað á Ólympíuleikunum í Peking. Strákarnir lögðu Rússa 33- 31 í fyrsta leik sínum aðfaranótt sunnudags og mæta Þýskalandi í hádeginu á morgun. Guðmund- ur Guðmundsson landsliðsþjálfari var búinn að segja fyrir leikinn að hann hefði minni áhyggjur af sókn- arleiknum og það kom á daginn að hann hafði rétt fyrir sér. Einnig gerðist það sem gerist ekki oft. And- stæðingurinn var með töluvert sla- kari markvörslu en íslenska liðið. Rússneska liðið sem sam- anstendur af félagsliðinu Medvedi auk tveggja annarra leikmanna náði sér aldrei á strik í gær. Mikið af því verður þó að setja á reikning íslensku piltanna sem áttu oft ekki erfitt með að finna glufur á vörn Rússanna og léku vörnina ágætlega. Þar fór Alexander Petterson mikinn og gerði Rússunum lífið leitt. Mar- kvarslan var engin til að byrja með og var Hreiðar Levy tekinn af út af eftir 10 mínútur og hafði þá ekki varið skot. Markvarslan skánaði að- eins með Björgvini Páli. góð byrjun Íslenskir stuðningsmenn lands- liðsins hafa vanist því að sjá lið- ið lenda nokkur mörk undir í byrj- un leiks en sú var ekki raunin gegn Rússlandi. Strákarnir komu ein- staklega vel stemmdir til leiks og með Snorra Stein Guðjónsson í far- arbroddi náði Ísland strax 4-1 for- ystu. En eins og venjan er hleyptu þeir spennu í þetta og leyfðu Rúss- um að jafna, 8-8. Þá tók Ísland aftur kipp þegar Björgvin Páll varði tvo bolta. Um það munaði í hraðaupp- hlaupunum og leiddi Ísland í hálf- leik 19-16. Kaflaskipt Eftir hraða, fjöruga og mistæka fyrstu mínútu í síðari hálfleik skor- aði Ísland fyrstu tvö mörkin og náði fimm marka foyrstu. Þar átti lið- ið að ganga á lagið og klára leik- inn gegn ráðvilltum Rússum sem vissu hvorki hvað snéri upp né nið- ur. Þá kom hinn frægi slæmi leik- kafli. Logi Geirsson var settur inn á til að skjóta rússneska björninn í kaf en tvö slök skot hans sem voru varin hleyptu Rússum í tvö auð- veld hraðaupphlaupsmörk. Það gaf þeim kraft til að koma til baka og minnka muninn í 22-21 og var farið að fara um alla sem á horfðu um miðdimma nótt. Sem betur fer sýndi liðið mikinn karakter að ná frumkvæðinu aftur. Ísland náði sjö marka forskoti sem það reyndar missti niður í tvö mörk en landaði sigri, 33-31. ÍSLENSKUR SIGUR Á RÁÐVILLTUM RÚSSUM Íslenska landsliðið í handbolta byrjar Ólympíuleikana með sigri en liðið lagði Rússa 33-31 í fyrsta leik sínum í B-riðli. Ísland náði forskotinu strax í byrjun og hélt því til loka. Sterkur sóknarleikur mestallan leikinn og prýðisframmistaða Björgvins páls gústavssonar í síðari hálfleik lönduðu sigrinum. Ísland mætir heimsmeisturum Þýskalands í næsta leik. tÓmas ÞÓr ÞÓrðarsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is sáttir sturla ásgeirsson lék ágætlega í sínum fyrsta leik á ólympíuleikum. Hann var ánægður eins og restin af strákunum. Guðmundur Þórður Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í hand- bolta, var ánægður með sigur Ís- lands á Rússum í fyrsta leik liðsins á Ólympíuleikunum. Guðmundur var ásamt strákunum nýkominn úr boði hjá menntamálaráðherra þeg- ar DV náði í skottið á honum. Ísland komst yfir 4-1 í leiknum og lét það forskot aldrei af hendi. „Strákarnir voru mjög vel stemmdir og lausir við allan óþarfa skrekk við upphaf móts. Við náðum fínni byrjun í leiknum og með sigr- inum náum við enn betri byrjun á leikunum. Það var mjög mikilvægt að sigra þetta lið því Rússland er sterkur mótherji,“ sagði Guðmund- ur en íslenska liðið hélt forystunni allan leikinn þó Rússarnir næðu í tvígang mjög góðum köflum. „Við héldum forskotinu allan tímann sem er mjög sterkt. Hand- boltaleikir eiga það til að sveiflast og vera kaflaskiptir en það sem er best er að vörnin batnaði eftir því sem á leið leikinn og var í síðari hálfleik mjög góð. Sóknarleikurinn var fyrir utan svona tvo fimm mínútna kafla mjög góður líka. Það komu samt þarna kaflar þar sem við mis- stum niður forskotið sem við vorum búnir að byggja upp og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við skoruð- um samt 33 mörk sem er gott,“ sagði Guðmund- ur sem sagði kæruleysi ekki hafa kostað að íslenska liðið missti niður sjö marka forskot í tvö mörk undir lok leiksins. „Það er samt eitthvað sem við þurfum að laga því þetta hefði getað orðið mjög dýrt,“ sagði Guð- mundur. Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með í leiknum vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut á æf- ingu. „Það ætti að koma í ljós á morgun hvort hann verður leikfær gegn Þjóðverjum. Við verðum með æfingu seinni- part dags að okkar tíma þar sem við munum meta það,“ sagði Guðmundur við DV að lokum. tomas@dv.is Góð byrjun á leiknum oG mótinu guðmundur guðmundsson var ánægður með sigurinn: guðmundur guð- mundsson Búinn að landa fyrsta sigrinum á þessum leikum. ekki tapa sér í gleðinni Ísland er betra lið en Rússland og á að sigra það undir eðlileg- um kringumstæðum. Það er frá- bært fyrir liðið að byrja á sigri og sýna þann karakter sem það gerði í leiknum. Þessi sigur gefur þó eng- in fyrirheit um það sem koma skal því næst mætum við tveimur lið- um sem okkur hefur gengið ein- staklega illa með, Þýskalandi og Danmörku. Þá má ekki gleyma því að Egyptaland er með okkur í riðli en það lagði Ísland sannfærandi á æfingamóti fyrir skömmu. Egyptar eru illrviðráðanlegir og gerðu jafn- tefli gegn Dönum í fyrsta leik sín- um á mótinu. FRÁBÆR FYRRI HÁLFLEIKUR LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.