Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Síða 25
Mánudagur 11. ágúst 2008 25Flugan Clapton, Slow hand og íSlenSkt erfðamengi Þá er þrammar litrík gleðiganga eftir henni miðri þar sem hýrir sletta úr klauf- um og eru hylltir af andag- tugri alþýðunni sem raðar sér upp á gangstéttunum, með sveigjanlegan svip si- vilíseraða heimsborgarans. Býfluga mætti að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi, tyllti sér á öxl herramanns sem var í gervi Amy Winehouse og dillaði sér við dunandi taktinn niður allan Lauga- veginn og dáðist af spengi- legum gaurum í bleikum spandexgöllum og reffi- legum leðurklæddum gell- um sem yljuðu mótorfáka á milli læra sér. Fannst frábært að sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur marsera í hýru göngunni í hárauðum stutt- um jakka. Efast um að marg- ir utanríkisráðherrar annarra ríkja fari í hennar fyrirmynd- arfótspor. Var hneyksluð þegar ég sá merkt stæði við Ingólfs- torg sem eru frátekin fyr- ir vélhjól eftir klukkan 18 og merkt Reykjavíkurborg. Í hvaða kreðsu er þetta lið sem heldur vöku fyrir býflugu á draggkeppni og draugar í íSlenSku óperunni Árleg Draggkeppni Íslands fór fram í vikunni í Ís- lensku óperunni sem gaf viðburðinum viðeigandi umgjörð og dálítið „royal“ andrúmsloft. Keppn- in hét að þessu sinni Draugagangur í Óperunni. Fimm strákar og þrjár stelpur kepptu og sérlega vel valin dómnefnd var að störfum sem í áttu sæti meðal annarra þær Hera Björk Þórhalls- dóttir söngkona og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona. Kynnirinn var sjálfur Haffi Haff sem er orðinn mjög áberandi í reykvísku skemmt- analífi. Alls voru 14 sýningaratriði og var þetta stærsta keppnin til þessa. Sigurvegarar síð- ustu keppni kvöddu tit- ilinn með frábæru atriði og rífandi stemning var í höll óperunnar. frumSýning og kóSíheit í kaaber kaffibrennSlunni Býfluga flaug við í gamla Kaaberhúsinu við Sætún á föstudagseftirmiðdaginn þar sem myndalistakon- an Katrín Friðriks sýndi verk sín og við það tæki- færi var frumflutt nýja lagið We can fly sem skartar NAVIA-röddunum og hinum heimsfræga Youssou N´Dour (rödd Afríku frá Senegal). Í gegnum listir tengja framkvæmdakonur Norðurlönd og Afríku saman og gáfu tóninn frá Reykjavík. Viðstaddur var Ólafur F. Magnússon, virðulegur í flottum gráum jakkafötum en Egill Ólafsson stórsöngvari var eilítið sumarlegri í gallabuxum og hvítum hörjakka. Mætt voru einnig rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Rúna Magnúsdóttir kraftaverkakona sem rekur tengslanetið tengj- umst.is ásamt söngvurunum Helga Björns og Sverri Guðjónssyni. Jónína Benediktsdóttir líkamsræktarfrömuður var flottasta konan á samkomunni – tággrönn og stelpuleg í gallabuxum með geislandi bros. Fyrr í vikunni stimplaði ég mig inn á frumsýningu íslensku kvikmynd- arinnar Skrapp út sem er í leik- stjórn Sólveigar Anspach og með snillinginn Diddu í aðalhlutverki. Ræman er bráðfyndin mynd um Önnu Hallgríms sem er skáld, uppvaskari og maríjúnasali sem á enga ósk heitari en að ferðast um heiminn með sonum sín- um. Myndin er samframleiðsluverkefni Zak kvikmynda og Ex Nihilo. Flugan Fór víða um helgina: Eric Clapton hélt fjölmenna tónleika í Egilshöll og var það nógu merkilegur viðburður til þess að býfluga yfirgæfi heittel- skaðan miðbæinn sinn og flygi rakleiðis upp í sveitina. Meist- arinn olli ekki vonbrigðum þótt sumir tónleikagesta kvörtuðu um að ekki væri nógu mikið stuð og að flutningurinn væri sálarlaus. En þeir sem þekkja Clapton vita að hann er eng- inn sprellikarl. Hann tekur þetta bara á kúlinu – með „slow hand“. Magni Rokkstar var á svæðinu og var alveg að skilja sinn mann Clapton. Eðal- kokkurinn Siggi Hall og fjölskylda voru líka kát með kons- ertinn. Fyrr um dag- inn þegar bý- fluga var að kaupa sér ný leðurstígvél og gallabux- ur fyrir tón- leikana spott- aði hún ýmis kunnugleg and- lit í bænum eins og Hugleik Dags- son skrípó-skríb- ent, sem er löngu búinn að leggja grænu úlpunni með loðkragahettunni og er nú alltaf töff í tauinu, viðtals- drottninguna okkar á DV – hana Sirrý, Möggu Pálma kórstjóra og Braga Kristjónsson bóksala. Og eftir Austurstrætinu stikuðu síðan Hörður Torfason tónlist- armaður og Kári Stefánsson for- stjóri Íslenska erfðamengisins. Já, það var sannarlega ástæða til að fagna fjölbreytileika mann- fólksins í dag ... Eric Clapton slow hand ... Siggi Hall og fjölskylda Voru ánægð með frammistöðu Claptons. Býflugan Ari Edwald Forstjóri 365 miðla og hans fagra frú létu kappann Clapton ekki fram hjá sér fara. Magni alltaf magnaður. Þvílíkt hönk! ungfrú reykjavík er Svo hýr ... einn dag á ári Thor Vilhjálmsson rithöfundurinn og menningarunnandinn mætti að sjálfsögðu á frumsýningu íslensku myndarinnar skrapp út. sumarnóttum, með ægilegum drunum og inngjöfum fyrir utan svefnherbergisglugg- ann hennar. „Svona er að búa í miðbæn- um!“ segja Grafarvogsbúar drjúgir með sig og ulla á mig. En, bara halló! Mótorhjól eiga einfaldlega ekki heima í miðbænum. Nema þegar um er að ræða hópreið hjá Gay Pride meðlimum ... Didda stórleikkona Hér með leikstjóranum, sólveigu anspach, á frumsýningu kvikmyndarinnar skrapp út. Fáklæddir fegurðarsvein- ar Fóru höndum um draggdrottninguna. Vinningshafarnir draggdrottning Íslands í gervi söngkonunnar og villingsins amy Winehouse og sveitalúðinn sem var valinn draggkóngurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.