Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Qupperneq 7
miðvikudagur 13. ágúst 2008 7Fréttir
holar@simnet.is
SÖNN SAKAMÁL
fróðleikur og gamansögur
SPENNA
- nýtt tímarit
spenna1-2008.qxp 7.7.
2008 15:26 Page 1
„Af hverju fær Keflavík niðurgreiðslu
frá ríkinu en ekki Hafnarfjörður? Af
hverju er verið að mismuna sveitar-
félögum á þessum vettvangi?“ spyr
Reynir Jónsson framkvæmdarstjóri
Strætó bs. Forsvarsmenn fyrirtækis-
ins hafa undanfarið talað um að ríkið
þurfi að koma að starfseminni í ríkari
mæli eigi þjónustan að verða bætt.
Kristján L. Möller samgönguráð-
herra segir ríkissjóð gefa eftir 80 pró-
sent olíugjaldsins og styðja þannig
við almenningssamgöngur í höfuð-
borginni.
Ríkið þarf að koma inn
Reynir segir Strætó bs í rekstr-
arvanda vegna hækkandi verðs á
olíu og slæmt
gengi krónunnar. „Það er bara með
okkur eins og önnur fyrirtæki, þetta
hefur áhrif á okkur,“ segir Reynir en
bætir því við að rekstrarvandi fyrir-
tækisins hafi ekkert að gera með þá
kröfu að ríkið komi meira að rekstr-
inum. „Ég held að umræðan sé á
villigötum, sveitarfélögin eru ekki
að biðja ríkið um að koma að rekstri
strætó til að fjármagna tapið.“ Hann
segir að verið sé að biðja um meiri
fjármuni svo að hægt sé að bjóða
upp á meiri þjónustu. Reynir tekur
fram að í stefnuskrá ríkisstjórnarinn-
ar sé tekið fram að efla skuli almenn-
ingssamgöngur, það sé ekki hægt
nema með innkomu ríkisins að ein-
hverju leyti.
Ríkið styður við strætó
„Ríkisstjórnin mun beita sér
sérstaklega fyrir úrbótum á sam-
göngukerfi höfuðborgarsvæðisins,“
segir Kristján L. Möller samgöngu-
ráðherra og vitnar í stjórnarsáttmála
Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.
Þegar hann er spurður um hvað sam-
gönguráðuneytið hugsi sér að gera
varðandi starfsemi Strætó bs seg-
ir Kristján að ríkið styðji við strætó
með því að fella niður 80 prósent
olíugjaldsins. Til samanburðar voru
styrkir ríkisins til innanlandsflugs
á seinasta ári 281 milljón.
Styrkir til ferjusamgangna
og sérleyfishafa voru
samanlagt 905 milljónir.
Varðandi það hvort ekki
sé eðlilegt að meiri pen-
ingum sé veitt í rekst-
ur almenningssam-
gangna í höfuðborginni
segir Kristján að Strætó
bs sé rekið af sveitarfé-
lögum og þess vegna sé
það þeirra að koma að
því hvernig þeir reki sín
samgöngukerfi. Hann
tekur fram að málin
séu í skoðun hjá ráðu-
neytinu.
Misræmi
Reynir segir
strætisvagna borg-
arinnar ekki keyra
á götum ríkisins
nema í 20 pró-
sent tilvika en
það eru ein-
ungis
stofn-
brautir borgarinnar sem eru í hönd-
um ríkisins, aðrar götur eru á vegum
sveitarfélaganna. „Það er auðvit-
að óvenjulegt að greiða þurfi gatna-
gerðargjöld til ríkisins vegna
bíla sem ekið er um göt-
ur sveitarfélaganna.
Þannig að það er
varla hægt að
líta á þetta
sem neinn
styrk,“ seg-
ir Reynir
og bendir
á að olíu-
gjöldin
hafi verið
niðurfelld
einmitt
vegna
þess
að
stræt-
isvagnarn-
ir noti ekki
nema að litlu
leyti vega-
kerfi ríkisins.
Reynir seg-
ir heildargjöld
Strætó bs til rík-
isins vera 350 millj-
ónir á ári en af þeim
eru 200 milljónir í
formi virðisauka-
skatts, olíugjalds
og annarra op-
inberra gjalda.
„Sá sem rek-
ur rútu sem
notuð er
í áætlun-
arferðir á
milli Ak-
ureyr-
ar og
Reykjavíkur þarf ekki að greiða virð-
isaukaskatt fyrir þessa rútu í tolli. En
sá sem rekur strætó sem sem ekið er
frá Akranesi til Reykjavíkur þarf að
greiða virðisaukaskatt-
inn,“ segir Reynir
og bendir á að
misræmið
sé mikið.
„Sá sem rekur rútu sem notuð er í áætlunarferð-
ir á milli Akureyrar og Reykjavíkur þarf ekki að
greiða virðisaukaskatt fyrir þessa rútu í tolli. En
sá sem rekur strætó sem ekið er frá Akranesi til
Reykjavíkur þarf að greiða virðisaukaskattinn.“
MISMUNAÐ Í SAMGÖNGUMÁLUM
Ríkið varði meira en milljarði í flug-, ferju- og rútusamgöngur í fyrra. Á sama tíma er eini stuðningurinn við
almenningssamgöngur í borginni niðurfelling á hluta af olíugjöldum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri
Strætó bs, segir nauðsynlegt að ríkið komi inn af meiri krafti ef bæta eigi almenningssamgöngur í borginni.
Kristján L. Möller segir málin í skoðun en bendir á að sveitarfélögin eigi að sjá um þennan málaflokk.
Jón BJaRKi Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Ríkið styður við strætó
kristján L. möller samgönguráð-
herra segir ríkið nú þegar styðja
við strætó bs.
Þurfa peninga Niðurfelling
virðisaukaskatts og annarra gjalda gæti
sparað strætó bs 200 milljónir króna.
MILLjóNIrNAr StreyMA út
„Það er bara um að gera að ýta á
Björn. Ég hef allavega ekki heyrt neitt
frá honum, eða einum eða neinum.
Hann sagði að það kæmi svar frá hon-
um einhvern tímann í ágúst og núna
er kominn þrettándi,“ segir Hörður
Torfason, listamaður og skipuleggj-
andi mótmæla vegna máls Keníu-
mannsins Pauls Ramses fyrir utan
dómsmálaráðuneytið á fimmtudag-
inn.
Nú er liðinn rúmur mánuður frá
því að Katrín Theodórsdóttir lögmað-
ur lagði inn kæru í máli Pauls Ramses
til Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra. Mótmælendur sem söfnuð-
ust saman fyrir utan dómsmálaráðu-
neytið munu endurtaka leikinn nú
mánuði eftir að mótmælin voru hald-
in síðast.
„Tíunda júlí sagði ég að við mynd-
um taka okkur frí í mánuð. Ráðuneytið
hlýtur að geta komist að niðurstöðu á
einum mánuði. Það getur líka vel ver-
ið að Björn sjái að sér á fimmtudaginn
og birti úrskurð, það er allavega von-
in,“ segir Hörður og bætir því við að
krafan sé sú að Ramses verði kallaður
til Íslands og mál hans verði tekið fyrir
hér. Hann segir framkomuna í málinu
ósiðlega og óásættanlega. Aðspurður
hvað gerist ef Björn ákveður að taka
málið ekki fyrir á Íslandi segist Hörð-
ur viss um að það verði læti. Boðað er
til mótmælafundarins við dómsmála-
ráðuneytið í Skuggasundi á morgun
klukkan 12 á hádegi. jonbjarki@dv.is
Mótmæli eru boðuð á morgun vegna máls Pauls Ramses:
Ýta á eftir dómsmálaráðherra
Biðinni lokið mótmælendur hafa
ákveðið að safnast saman á nýjan leik
fyrir utan dómsmálaráðuneytið og
krefjast þess að mál Pauls ramses verði
tekið fyrir á Íslandi.