Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Síða 9
miðvikudagur 13. ágúst 2008 9Fréttir
Íslensk stjórnvöld voru búin að
gefa samþykki fyrir því að styðja
við innrásina í Írak degi fyrr en
áður hefur verið haldið fram. Þetta
kemur fram í grein Vals Ingimund-
arsonar sagnfræðings í nýútkom-
inni bók um íslenska utanríkis-
stefnu 1991-2007. Þar kemur fram
að Tony Blair, þáverandi forsætis-
ráðherra Bretlands, ætlaði að lesa
upp lista í breska þinginu þann
17. mars 2003 með nöfnum þeirra
ríkja sem myndu styðja við árás-
ina. Á þeim lista var Ísland en ein-
hverra hluta vegna varð ekki af því
að Blair læsi upp nöfn landanna.
Hingað til hefur því verið haldið
fram að ákvörðunin um stuðning
við stríðið hafi verið tekin 18. mars,
en þessar nýju upplýsingar sýna að
svo var ekki.
Stjórnvöld heppin
„Þetta var þá bara sögu-
fölsun og lygi,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon, for-
maður vinstri grænna, um það
að ákvörðunin hafi verið tekin að
minnsta kosti degi fyrr en áður
hefur verið haldið fram. „Þetta er
áhugavert en undirstrikar bara enn
frekar hvernig öllu þingræði og lýð-
ræði var misþyrmt í
þessu máli,“ seg-
ir Steingrím-
ur. Hann
segir það
þó skipta
litlu máli
hvort það
hafi ver-
ið Blair
eða Bush
sem var
lofað stuðn-
ingi á undan,
þetta staðfesti
bara að tveir
menn
hafi tekið sér vald til þess að ráð-
stafa Íslandi. Steingrímur segir
að eitthvað samráð hafi verið haft
um ákvörðunina þann 18. mars
en enginn ríkisstjórnarfundur hafi
verið haldinn. Hann segir íslensk
stjórnvöld hafa verið heppin að
Blair skyldi ekki hafa lesið upp af
listanum sínum þann 17. mars.
Framsókn þegir
„Þetta var ekki ríkis-
stjórnarákvörðun sem
lá að baki þessu. Ég
kom aldrei að þessari
ákvörðun og get ekkert
um málið sagt þannig,“
segir Guðni Ágústsson,
formaður Framsóknar-
flokksins. Hann vill lítið
tjá sig um málið. Hann segist
vilja ítreka að það hafi aldrei
verið talað við nokkurn ráð-
herra um „þennan ein-
hliða stuðning
við þessar
þrjátíu
þjóðir“. Halldór Ásgrímsson, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, vildi
ekki kannast við þetta þegar hann
var spurður um málið á mbl.is.
Ákvörðunin röng, sama hvað
„Í sjálfu sér veit ég ekkert um
það hvenær ákvörðunin var tekin.
Það eru bara þeir einir til frásagnar
um sem ákvörðunina
tóku. Hitt veit ég
að þetta mál
bar ekkert
mjög brátt að.
Þetta hafði átt
sér aðdrag-
anda aftur
í febrúar
með sam-
ræðum ís-
lenskra
stjórn-
valda við
bandarísk
um hvern-
ig og hvort ís-
lensk stjórn-
völd myndu
styðja
árásina,“
seg-
ir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra aðspurð um mál-
ið. Hún segist engin gögn hafa í
höndunum og geti því ekki tjáð
sig efnislega um málið. „Ég vil það
í rauninni ekki, ég vil bara tjá mig
út frá staðreyndum sem ég hef þá
í höndunum,“ segir Ingibjörg. Hún
tekur fram að þetta breyti
engu um ákvörð-
unina sem slíka,
hún hafi verið
röng, hvort
heldur sem
hún var tek-
in 17. eða 18.
mars. Þegar
Ingibjörg er
spurð hvort
ástæða sé til
þess að rann-
saka málið
segist hún ekki
vilja fara út í of
miklar spekúla-
sjónir.
Óvíst er hvenær ákvörðun um að styðja við stríðið í Írak var tekin. Hingað til hefur því verið haldið fram að
ákvörðunin um að vera á „lista hinna viljugu þjóða“ hafi verið tekin 18. mars. Í grein sem Valur Ingimund-
arson skrifar í nýja bók um utanríkismál á Íslandi kemur fram að Tony Blair forsætisráðherra Breta hafi
verið kominn með lista hinna viljugu í hendurnar 17. mars, 2003. Á þeim lista var Ísland.
ÍSLAND FYRR Á LISTA
HINNA VILJUGU
Jón BJarkI magnúSSon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
„Þetta er áhugavert en undir-
strikar bara enn frekar hvern-
ig öllu þingræði og lýðræði
var misþyrmt í þessu máli.“
Ekki ríkisstjórnarinnar
Formaður Framsóknarflokksins
leggur áherslu á það að ríkisstjórnin
hafi ekki staðið á bakvið ákvörðun-
ina um að styðja við stríðið.
Undirstrikar ólögmætið steingrím-
ur J. sigfússon segir nýjar upplýsingar
vals ingimundarsonar sem komið hafa
fram undirstrika það hvernig þingræð-
inu hafi verið misþyrmt.
Ákvörðunin röng
utanríkisráðherra segir nýjar
upplýsingar ekki breyta því að
ákvörðunin hafi verið röng.
RÁðAbRUGG
Í RÁðHúSINU