Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 11
miðvikudagur 13. ágúst 2008 11Fréttir Jose Martinez, eigandi sælgætis- búðar í Aviles á Spáni, rak upp stór augu þegar hann sinnti uppgjöri dags- ins í verslun sinni og sá að ein evr- an í kassanum stakk í stúf við hinar. Spænski konungurinn Juan Carlos prýðir vanalega einnar evru pening- inn þar í landi en einhver hafði tekið sig til og breytt andlitsmynd konungs- ins í teiknimyndapersónuna Hóm- er Simpson. Virðist sem svo að andlit Juans Carlos hafi verið slípað niður og andlit Hómers Simpson rist í evruna í staðinn. „Peningnum hlýtur að hafa verið breytt af fagmanni. Þetta er virkilega vel gert,“ segir Martinez í samtali við staðarblaðið á svæðinu. Sælgætissal- inn tók fyrst eftir hinni breyttu evru þegar hann fann þrjá evruskildinga frá Möltu í kassanum. Fundur Marti- nez hefur vakið upp spurningar hvort óeðlilegar evrur séu nú í umferð, og samsæriskenningasmiðir gera einnig því skóna að um sé að ræða aðför að spænska konungsveldinu. Sælgæt- issalinn veltir sér lítið upp úr slíkum bollaleggingum og sér fram á talsverð- an gróða á Hómer-evrunni. Vinir og nágrannar hans munu víst hafa boð- ið honum allt að 20 evrur fyrir skild- inginn. Og eftir að fregnir af evrunni óvenjulegu fóru að breiðast út fóru tilboð frá Hollandi, Japan, Kanada og Bandaríkjunum að berast Martinez, sem þó stendur fast á sínu. Hómer Simpson er ekki til sölu. mikael@dv.is Verðbólgumet í Bretlandi Verðbólga hefur ekki verið meiri í Bretlandi í fimmtán ár eftir að tilkynnt var að verðbólga í síðasta mánuði hafi mælst 4,4 prósent, samanborið við 3,8 prósent í júní. Þetta er umfram verstu spár sér- fræðinga og helmingi hærra en verðbólguviðmið breskra stjórn- valda. Síhækkandi matvæla- og eldsneytisverð eru sögð megin- ástæður verðbólgunnar í land- inu. Leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi, David Cameron, segir aukna verðbólgu vera enn eitt áhyggjuefnið fyrir illa staddar fjöl- skyldur í landinu. Heimsmeistarar í gufubaði Hundrað og sextíu manns frá 23 löndum tóku þátt í árlegri gufubaðskeppni í Finn- landi á dögunum. Bjarne Hermansson frá Finnlandi sigraði eftir að hafa þolað hitann í rúmlega 18 mínútur og 16 sek- úndum betur. Hann segist hafa æft sig vel og lengi fyrir keppnina en gufuböð- in í keppninni voru hituð í 110 gráður á Celsíus og verður afrek hans því að telj- ast ansi aðdáunarvert. Leila Kulin, sem einnig er frá Finnlandi, entist í 5,22 mín- útur í hitanum og varð hún hlutskörp- ust kvenna. Þetta er í tíunda sinn sem heimsmeistaramótið er haldið. Finnar eru miklir áhugamenn um gufuböð en þar í landi eru fleiri slík böð en bílar. Foreldrum maddie geFin Von Hómer Simpson fannst ristur í mynt á Spáni: Var breytt í Hómer Konungborinn Hómer konungi skipt út fyrir teiknimyndafígúru á evrunni. Madeleine McCann Hefur verið saknað síðan 3. maí 2007 þegar hún hvarf af hótelherbergi foreldra sinna í sumarfríi fjölskyldunnar í Portúgal. Gerry og Kate McCann Foreldrarnir halda í vonina þó veik sé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.