Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Qupperneq 16
miðvikudagur 13. ágúst 200816 Skólar og nám
„Menntasmiðja unga fólksins er verkefni sem byggir á reynslunni úr
Menntasmiðju kvenna og sömu hugmyndafræði, það er að segja hugmynda-
fræði lýðháskólanna á Norðurlöndunum um þríþætt nám,“ segir á heimasíðu
Menntasmiðju Akureyrar um nám sem þar er í boði fyrir ungt fólk.
Menntasmiðja unga fólksins er dagskóli, í fimmtán til sautján vikur, fyrir
fólk á aldrinum sautján til tuttugu og fimm ára, sem af einhverjum ástæðum
hefur ekki fundið sig í námi eða atvinnu. Námið er þó opið öllum á áður-
nefndum aldri.
Að sögn Kristínar Bjarkar Gunnarsdóttur, forstöðufreyju Menntasmiðj-
unnar á Akureyri, er markmiðið með náminu að auka sjálfsstyrk og lífshæfni
ungmennanna sem það sækja. „Miðað er sérstaklega við aðstæður, óskir og
þarfir ungs fólks. Leitast er við að rífa ungmennin upp úr fari atvinnuleysis og
almenns stefnuleysis í lífinu og gera þau hæfari til að takast á við þau verkefni
sem standa þeim til boða og búa þau undir að skapa sér verkefni sjálf.
Í náminu er lögð áhersla á sjálfsstyrkingu, bóklega námsþætti og skapandi
námsþætti. Er það talið, af þeim sem að verkefninu standa, vænlegt til árangurs
við uppbyggingu þessa unga fólks.“
Á heimasíðu Menntasmiðjunnar segir einnig að ekki þurfi neinn sérstakan
menntunarbakgrunn til að komast í þetta nám. Engin próf eru þreytt og lítil
sem engin heimavinna sett fyrir. Nemendur eru hvattir til að vera virkir, sjálfs
sín vegna, og þeim gerð grein fyrir að árangur námsins velti að mestu leyti á
þeirra eigin virkni.
„Við leggjum áherslu á samþættingu námsþátta og námið er í heild aðlagað
þörfum námshópsins hverju sinni. Nemendur hafa alltaf tillögu- og umræðu-
rétt þegar fjallað er um hvað eigi að vera á dagskrá hverju sinni og taka þannig
þátt í mótun og þróun námsins, þjálfast í lýðræðishugsun og lýðræðisvinnu-
brögðum. Nemendur þjálfast í að mynda sér skoðun og tjá hana, hlusta eftir og
taka tillit til skoðana annarra og þjálfast í umburðarlyndi og sjálfsvirðingu,“ seg-
ir Kristín Björk en sjálfsstyrking er einn mikilvægasti þáttur námsins.
Myndlist, sköpun, tölvuleikni, enska, leikræn tjáning og kynnisferðir
eru dæmi um það sem einnig verður tekið fyrir í þessu skemmtilega námi
í Menntasmiðju unga fólksins á Akureyri í vetur. „Markmið kynnisferðanna
er meðal annars að fræða og víkka sjóndeildarhringinn hjá nemendum, að
hvetja nemendur til að nýta sér og læra að meta þá þjónustu sem bæjarfélag-
ið býður upp á. Að gera sér grein fyrir þeim tengingum sem einstaklingarnir
hafa við stofnanir og fyrirbæri í bænum og koma auga á möguleika í tengslum
við þær,“ segir Kristín Björk full tilhlökkunar fyrir veturinn að lokum.
kolbrun@dv.is
Áhersla á sjálfsstyrkingu
Í granada á suður-spáni er vel falin perla þar sem útlendingar geta lært spænsku
og flamengó. skólinn heitir Carmen de las Cuevas og er staðsettur í gamla hverfinu
í granada sem kallast albayzín. skólinn sér þeim nemendum sem það kjósa fyrir
húsnæði og eru flestar íbúðirnar í gamla hverfinu. Í skólanum er hægt að fara á
spænskunámskeið og eru mismunandi erfiðleikastig á námskeiðunum þannig að
bæði byrjendur og lengra komnir geta fundið námskeið við sitt hæfi. Farið er yfir
spænska málfræði og nemendurnir eru látnir æfa sig í því að tala og gera minni eða
stærri verkefni. Þar að auki er hægt að fara í undirbúning fyrir dELE sem er
alþjóðlega viðurkennt stöðupróf í spænsku. Hægt er að læra viðskiptaspænsku,
spænskar og suðuramerískar bókmenntir, spænska sagnfræði og listfræði og sögu
flamengó svo sitthvað sé nefnt.
skólinn býður ekki bara upp á bóklegt nám því þar er líka hægt að læra flamengó-
dans og hægt að læra flamengógítarleik. að auki er hægt að læra að klappa og
tromma að flamengósið en það er stór hluti af flamengótónlistinni. kennslan fer
fram í hellum sem grafnir eru inn í fjallshlíðina eins og sígaunar gerðu áður fyrr.
skólinn er tuttugu ára og hafa allir kennararnir mikla reynslu af því að kenna
útlendingum um tungumál, menningu og tónlist spánar. granada er einstaklega
falleg borg en þar er meðal annars að finna alhambrahöllina sem er frá þeim tíma
þegar márar réðu ríkjum á svæðinu. Heimsíða skólans er carmencuevas.com.
astrun@dv.is
Menntasmiðjan á Akureyri býður upp á nám fyrir ungt fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ekki
fundið sig í námi eða vinnu.
Sköpun myndlist og
sköpun er námsþáttur þar
sem nemendur efla
sköpunarkraftinn í gegnum
margs konar listsköpun.
Samvinna Lögð er áhersla
á að unga fólkið læri að
vinna vel saman.
Falin perla í Granada
Carmen de las Cuevas er skóli þar sem kennd er spænska,
allt um spænska menningu, flamengódans og -tónlist.
Granada Carmen de las Cuevas er skóli í
granada. kennslan fer fram í hellum sem
eru grafnir inn í fjallshlíðina.
tækni
SÍÐUMÚLA 37
SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Acer Extensa 5620Z
Intel tveggja kjarna örgjörvi,
1.5Ghz, 1.5GB vinnsluminni, 80
GB geymslupláss, 3 ára ábyrgð.
79.900-
Skólatilboð
HP Pavilion G6061
AMD tveggja kjarna örgjörvi,
1.9Ghz, 2GB vinnsluminni,
120GB geymslupláss, innbyggð
vefmyndavél, nVidia GeForce
7000M skjákort
99.900-
Skólatilboð
HP Pavilion dv6820
AMD tveggja kjarna örgjörvi,
2.0Ghz, 2GB, 250GB geymslu-
pláss, öflugt GeForce 8400M
256MB skjákort, innbyggð
vefmyndavél og HDMI tengi
119.900-
Skólatilboð