Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 18
miðvikudagur 13. ágúst 200818 Skólar og nám „Það er rosalega margt í boði hjá okkur, bæði lengra nám sem er nám samhliða starfi og styttri námskeið,“ segir Thelma Jóns- dóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. „Í lengra náminu okkar eru níu námsbrautir og við tök- um við umsóknum til 18. ágúst á flestum brautum en sumt er orðið fullbókað. Það er fullt í verkefnastjórnun-leiðtogaþjálfun en við höfum haft þá námsbraut í mörg ár og það má segja að hún sé vinsælust hjá okkur. Við erum líka að byrja með nýjar námsbrautir eins og leiðsögunám á háskólastigi og markaðs- samskipti. Við höfum aldrei verið með það áður og það er rosa- lega mikill áhugi á því en leiðsögunámið er hægt að fá metið til eininga í Háskólanum,“ segir Thelma. Hún bendir líka á að hægt er að fara á námskeið í verðbréfaviðskiptum, þjónustustjórnun, markaðssamskiptum og mannauðsstjórnun. Tvö hundruð námskeið Boðið verður upp á hátt í tvö hundruð styttri námskeið í haust í ýmsum flokkum, annaðhvort í tengslum við vinnu eða áhuga- mál. „Til dæmis verður boðið upp á kennslu í samskiptatækni eins og tölvupósti. Einnig verða fjármálatengd námskeið eins og gerð viðskiptaáætlana og lestur ársreikninga. Aftur á móti eru svo námskeið sem eru meira fyrir einstaklinginn sjálfan eins og námskeiðið Bækurnar í búðstaðinn sem Katrín Jakobsdótt- ir þingmaður verður með og námskeið um New York, Berlín og Thor Vilhjálmsson, list hans og starf. Þetta er mjög fjölbreytt og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Endurmenntunin hefur aukið við það að bjóða upp á fjarfundi til þess að sinna landsbyggðinni eða þeim sem eru lengra í burtu. „Við vitum til dæmis af fólki sem er í lengra náminu í fjarnámi hjá okkur og er statt í Evrópu eða í Suður-Ameríku,“ segir Thelma. Endurmenntun í fjarnámi „Mörg af þessum styttri námskeiðum eru haldin á sí- menntunarstöðum úti á landi og það hefur fengið rosalega góðar undirtektir. Sem dæmi um það vorum við með nám- skeið sem var haldið á ellefu mismunandi stöðum á landinu en það var námskeiðið Ráð við reiði. Það var fyrir starfsfólk sem er að vinna í uppeldisstörfum. Við vinnum líka mik- ið með hinum ýmsu félagasamtökum og rýnihópum því við erum ekki öll sérfræðingar hérna þannig við reynum að vinna með sérfræðingum á hverju sviði. Við fáum hugmynd- ir frá þeim hvað það er sem atvinnulífið þarf á að halda. Það er alltaf margt nýtt í gangi og mikilvægt fyrir fólk að endur- mennta sig.“ Stéttarfélögin borga Thelma segir að margir kennaranna séu frá Háskóla Íslands en Endurmenntun er líka með fræðimenn sem kenna það sem þeir hafa sérhæft sig í. „Við erum með fólk úr ýmsum áttum sem sér um námskeiðin þannig að við erum með yfir hundrað kennara.“ Aðspurð hvað kosti á námskeiðin segir Thelma það vera mjög misjafnt því sum þeirra eru bara eitt kvöld á meðan önnur eru átta skipti. „Það má ekki gleyma því að stéttarfélög- in taka alltaf þátt í kostnaði og hjálpa til við að borga. Margir gleyma því að það er í boði og nýta sér það ekki,“ segir Thelma að lokum. astrun@dv.is Endur- menntun eflist Boðið er upp á lengra nám samhliða starfi og styttri námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hátt í tvö hundruð styttri námskeið eru í boði hjá Endurmenntun og segir Thelma Jónsdóttir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Thelma Jónsdóttir „Það er rosalega margt í boði hjá okkur, bæði lengra nám sem er nám samhliða starfi og styttri námskeið.“ DV mynd Sigtryggur Ari Ítarlegt einkaþjálfaranám Íþróttaakademía Keflavíkur, sem er partur af Keili, býður upp á ítarlegasta einkaþjálfaranám sem völ er á hér á landi. Námið tekur einn vetur eða tvær skólaannir en þau einkaþjálfararéttindi sem hafa verið í boði hér heima hafa yfirleitt verið veitt eftir mánaðar- langt námskeið. Komandi vetur er þriðja árið sem námið stendur til boða en á síðasta ári útskrifuð- ust um 30 einkaþjálfarar. Þeir áfangar sem kenndir eru á önnunum tveimur eru meðal annars vöðva- og hreyfingarfræði, næringarfræði, lífeðlisfræði, þjálf- unarfræði og skyndihjálp. Í heild er námið 28 einingar á fram- haldsskólastigi og skiptist það í 11 áfanga alls sem dreifast jafnt á haust- og vorönn. Mikil áhersla er lögð á verklega þjálfun í náminu þannig að nem- endur lesi ekki bara um æfingar eða þjálfun heldur upplifi hana sjálfir. Kennt er að greina stoð- kerfi einstaklinga og líkamsstöðu svo hægt sé að miða þjálfunina við hvern og einn en ekki bara að eitt líkamsræktarform sé fyrir alla eins oft hefur tíðkast. Enn er hægt að sækja um í námið en umsóknarfrestur renn- ur út 20. ágúst. Engrar lágmarks- menntunar er krafist í námið en nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára. asgeir@dv.is Íþróttaakademía Keflavíkur býður upp á öflugt nám í einkaþjálfun. Eins árs nám Íak-einkaþjálfaranámið er það ítarlegasta sinnar tegundar hér heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.