Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Síða 21
Næstu leikir
ÍslaNds á Ól
suður kÓrea – ÍslaNd
fimmtudagur 14. ágúst kl. 06:00
kóreumenn féllu af sjónvarsviðinu í
smá tíma en eru aftur komnir með
magnað lið. Það hefur nú þegar
tapað ósanngjarnt gegn Þjóðverjum
og sigrað Evrópumeistara dani. Þeir
spila framliggjandi vörn sem ætti að
henda Íslendingum vel en eru
magnaðir sóknarlega og verða ekki
vanmetnir.
ÍslaNd – daNmörk
laugardagur 16. ágúst kl. 12:45
danir hafa farið illa af stað í mótinu
og urðu fyrir miklu áfalli þegar
michael knudsen gat ekki leikið
meira vegna botlangabólgu. Hann er
gríðarlega mikilvægur danska liðinu
og meira en margir halda. danir eru
þó með afar sterkt lið og magnaðan
markvörð í kasper Hvidt sem getur
klárað heild mót liggi svo undir.
ÍslaNd – egyptalaNd
mánudagur 18. ágúst kl. 01:00
Það sem sýndist vera auðveldasti
leikurinn í riðlinum þegar dregið var
verður svo sannarlega ekki
auðveldur. Egyptar eru komnir með
hörkulið og fór létt með Íslendinga á
æfingamóti í strasbourg fyrir leikana.
Þeir hafa nú þegar gert jafntefli við
Evrópumeistara dana og verða síður
en svo auðveld bráð.
örN Og JakOB
Úr leik
sundmennirnir Örn arnarson og
Jakob Jóhann sveinsson hafa báðir
lokið keppni á Ólympíuleikunum í
Pekíng. Í gær keppti Örn í síðustu
grein sinni, 100 metra skriðsundi, og
tókst ekki að bæta Íslandsmetið.
Hann synti á 50,68 sekúndum og
varð síðastur í sínum riðli. alls varð
Örn í 49. sæti af 64 keppendum.
Jakob Jóhann sveinsson keppti
einnig í sinni síðustu grein, 200
metra bringusundi. Hann varð annar
í sínum riðli á 2:15,58 mínútum og
komst ekki áfram.
miðvikudagur 13. ágúst 2008 21Sport
Sport ragNheiður af stað sunddrottningin ragn-heiður ragnarsdóttir úr kr hefur leik á Ólympíu-leikunum í Pekíng í dag þegar hún keppir í 100 metra skriðsundi. Hún stingur sér til sunds í und-anrásum kl 10:30 en ragnheiður keppir einnig í 50 metra skriðsundi. alls eiga þrír íslenskir keppendur eftir að skella sér í laugina, en ásamt ragnheiði hafa árni már árnason og Hjörtur már reyn-isson ekki enn hafið keppni en þeir byrja á morgun.
„Þetta var stórkostlegur sigur,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari í handbolta, hæstánægð-
ur þegar DV náði í hann eftir frábær-
an sigur Íslands á Þýskalandi, 33–29,
á Ólympíuleikunum. Strákarnir eru
nú búnir að vinna fyrstu tvo leiki sína
en áfram er allt opið í riðlinum vegna
óvæntra úrslita á mótinu. Til dæmis
hafa Evrópumeistarar Dana aðeins
eitt stig eftir heppnisjafntefli gegn
Egyptum og tap gegn Suður-Kóreu.
Íslenska liðið sýndi sama karakt-
er og það gerði gegn Rússum í fyrsta
leiknum í gegnum allan leikinn gegn
Þjóðverjum. Heimsmeistararnir voru
yfir, 12-10, um miðbik fyrri hálfleiks
en Ísland snéri við taflinu með frá-
bærri vörn, mikilvægri markvörslu
og leiddi í hálfleik, 17-14.
sóknarleikurinn
grandskoðaður
Þjóðverjar byrjuðu betur í seinni
hálfleik, skoruðu fyrstu þrjú mörkin
og jöfnuðu leikinn. Þeir höfðu for-
ystu um skamma stund en enn og
aftur sýndu strákarnir okkar mikinn
karakter og tóku leikinn í sínar hend-
ur. Ísland náði forystu, 23-22, og lét
hana ekki af hendi út leikinn og sigr-
aði með fjögurra marka mun, 33-29.
Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari hafði sagt fyrir leik-
inn að Ísland gæti vel lagt þýska liðið
og var búinn að skoða það vel. „Við
vorum búnir að fara vel yfir sóknar-
leik Þjóðverjanna. Við ætluðum okk-
ur að ganga vel út í skytturnar þeirra,
vera ákveðnir, sýna frumkvæði í
vörninni og vera á undan þeim í öll-
um aðgerðum. Fyrir utan fyrstu tíu
mínútur leiksins var vörnin frábær,“
sagði Guðmundur en sterkur og
ákveðinn varnarleikur Ingimundar
Ingimundarsonar sem átti frábær-
an dag varð þess valdandi að helsta
skytta þjóðverja, Pascal Hens, þurfti
að fara út af meiddur.
ekki svona aftur
Guðmundur var heilt yfir ánægð-
ur með alla þætti liðsins í gær en
var ósáttur með fyrstu mínútur síð-
ari hálfleiks. „Fyrstu 5-7 mínúturn-
ar í síðari hálfleik voru lélegar og
við megum ekki gera okkur seka um
svona hluti aftur. Ég var ekkert orð-
inn smeykur en við vorum ekki jafn-
ákafir og á öðrum stundum í leiknum
þá. Svona gott lið eins og Þýskaland
er fljótt að refsa manni fyrir svoleið-
is mistök,“ sagði Guðmundur sem
heldur sig alveg niðri á jörðinni þrátt
fyrir sigur.
„Það er gjörsamlega allt opið í
þessum riðli,“ sagði Guðmundur
ákveðinn um framhaldið. „Fjögur
stig að mínu mati duga ekki fyrir sæti
í 8 liða úrslitum og við eigum gífur-
lega erfitt prógramm fram undan. Ég
get ekki ítrekað það nóg,“ sagði Guð-
mundur.
skandall hjá Zeitz
Christian Zeitz, leikmaður Þýska-
lands, hefur löngum átt erfitt með
að hemja sig og er gjarn á að hrein-
lega meiða aðra leikmenn. Í gær
varð Snorri Steinn Guðjónsson fyr-
ir fólskulegri árás Zeitz sem algjör-
lega viljandi negldi olnboga sínum
í hnakkann á Snorra og fékk beint
rautt spjald fyrir og hefði enginn
ásakað dómara leiksins fyrir að rétta
honum flugmiða heim svo út úr korti
var þetta heimskulega brot.
„Þetta er skandall. Að mönnum
skuli detta í hug að gera svona á ól-
ympíuleikum er alveg fáránlegt. En
Heine Brand heldur áfram að velja
hann og verður að eiga það við sig,“
sagði Guðmundur sem sló á létta
strengi með Heine eftir leik og fór vel
á með þeim félögum.
Íslenska landsliðið í handbolta vann svo sannarlega fyrir titlinum „strákarnir okkar“
í gær þegar það lagði heimsmeistara Þýskalands, 33–29, í öðrum leik sínum á Ólympíu-
leikunum. Frábær vörn, mikilvæg markvarsla og enn betri sóknarleikur skiluðu þess-
um frábæru úrslitum. „Það er langur vegur eftir og 4 stig munu ekki duga í 8 liða úr-
slit,“ segir guðmundur guðmundsson landsliðsþjálfari.
VALTAÐ YFIR
HEIMSMEISTARANA
tÓmas ÞÓr ÞÓrðarsON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
„Við leggjum upp með að vinna
þennan leik,“ sagði Ólafur Jóhannes-
son, landsliðsþjálfari í knattspyrnu,
við DV í gær um vináttuleikinn gegn
Aserbaídjan sem fer fram á þjóðar-
leikvanginum á miðvikudaginn eft-
ir viku. Ólafur kynnti í gær tuttugu
manna hóp sem tekur þátt í verkefn-
inu en þar eru tveir nýliðar. Jóhann
Berg Guðmundsson sem farið hefur
á kostum með Breiðabliki í Lands-
bankadeildinni og Hólmar Örn Rún-
arsson úr Keflavík fá báðir tækifær-
ið.
„Þeir hafa verið að standa sig vel
hér heima og mér fannst þetta tilval-
ið tækifæri til að sjá þá í leik,“ sagði
Ólafur sem hefur verið duglegur að
gefa mönnum hér heima tækifæri í
landsliðinu. Stefán Logi Magnússon
hirðir sæti Fjalars Þorgeirssonar og
þá er Veigar Páll Gunnarsson ekki í
hópnum.
„Ég lék gegn Baku frá Aserbaídjan
þegar ég þjálfaði FH,“ sagði Ólafur
aðspurður um hvort hann viti eitt-
hvað um gestina. „Við höfum samt
engar spólur fengið frá þeim en þeir
segja að enginn leikur hafi verið
tekinn upp. Þetta er rússnesk þjóð,
sterkir leikmenn og góðir á bolta.
Ég tel okkur samt betra fótboltalið
og við eigum að vinna þennan leik,“
sagði Ólafur. tomas@dv.is
Tuttugu manna hópur landsliðsins kynntur:
TVEIR NÝLIÐAR HJÁ ÓLAFI
ætla sér sigur Ólafur Jóhann-
esson vill sigur gegn aserum.
kjartan sturluson (valur)
stefán logi magnússon (kr)
Hermann Hreiðarsson (Portsmouth)
kristján Örn sigurðsson (Brann)
grétar rafn steinsson (Bolton)
ragnar sigurðsson (gautaborg)
Birkir már sævarsson (Brann)
Bjarni Ólafur Eiríksson (valur)
stefán gíslason (Bröndby)
Ólafur ingi skúlason (Helsingborg)
aron Einar gunnarsson (Coventry)
Pálmi rafn Pálmason (stabæk)
Hólmar Örn rúnarsson (keflavík)
Eiður smári guðjohnsen (Barcelona)
gunnar Heiðar Þorvaldsson (Esbjerg)
marel Jóhann Baldvinsson (Breiðablik)
Emil Hallfreðsson (reggina)
theodór Elmar Bjarnason (lyn)
arnór smárason (Heerenveen)
Jóhann Berg guðmundsson (Breiðablik)
laNdsliðshÓpuriNN
ÚRSLIT
landsbankadeild kvk
Valur - Keflavík 9–0
Mörk Vals: Margrét Lára Viðarsdóttir 2, Málm-
fríður Erna Sigurðardóttir, Dóra María Lárusdót-
tir, Sophia Mundy, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Sif
Atladóttir, Rakel Logadóttir, Katrín Jónsdóttir.
staðaN
lið l u J t m st
1. valur 13 13 0 0 58:8 39
2. kr 13 11 0 2 40:10 33
3. Breiðab. 13 8 1 4 31:19 25
4. stjarnan 13 6 3 4 24:17 21
5. aftureld. 13 5 2 6 10:21 17
6. Þór/ka 13 5 1 7 23:22 16
7. fylkir 13 4 1 8 13:31 13
8. keflavík 13 2 3 8 11:33 9
9. fjölnir 13 2 2 9 12:39 8
10. Hk/vík. 13 1 3 9 12:34 6
1. deild karla
Stjarnan - Þór 1-1
Fjarðabyggð - ÍBV 0-1
Víkingur R. - KS/Leiftur 1-1
Víkingur Ó. - Leiknir 1-1
Selfoss - Haukar 2-0
KA - Njarðvík 2-1
staðaN
lið l u J t m st
1. ÍBv 16 13 1 2 32:9 40
2. selfoss 15 10 4 1 37:21 34
3. stjarnan 16 9 4 3 30:19 31
4. Haukar 15 7 3 5 30:26 24
5. ka 15 5 4 6 22:19 19
6. fjarðab. 16 4 7 5 26:27 19
7. víkingur r. 15 5 3 7 22:24 18
8. víkingur Ó. 15 4 6 5 12:20 18
9. Þór 16 5 2 9 22:31 17
10. leiknir r. 15 3 3 9 18:32 12
11. njarðvík 15 2 5 8 16:30 11
12. ks/leift. 15 1 6 8 14:23 9
frábær vörn ingi-
mundur ingimundarson
neglir Pascal Hens.
sáttur Björgvin Páll
varði mikilvæg skot
gegn Þjóðverjum.