Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Blaðsíða 23
miðvikudagur 13. ágúst 2008 23Ættfræði 85 ára í dagTil hamingju með afmælið 30 ára afmæli n rosalie Lapasanda Baring Rauðhömrum 3, Reykjavík n Wojciech Jelen Fálkagötu 1, Reykjavík n katarzyna Lidia Fisiak Básbryggju 2, Reykjavík n Þóra Björk Þórhallsdóttir Miklubraut 72, Reykjavík n sóley Quimpo sveinbjörnsdóttir Lómatjörn 10, Njarðvík n Hersteinn Pálsson Miðleiti 1, Reykjavík n Helga sólveig Ormsdóttir Kaplaskjólsvegi 89, Reykjavík n Björg Fenger Unnarbraut 17, Seltjarnarnes n sigurður sölvi davíðsson Grjótárgötu 6, Eskifjörður n Jóhann valgeir davíðsson Bleiksárhlíð 4, Eskifjörður n guðrún Þóra mogensen Kjalarlandi 12, Reykjavík n gerald Häsler aðalsteinsson Kristnibraut 55, Reykjavík n Óskar steinn gunnarsson Háholti 7, Hafnarfjörður n sigrún aadnegard Álfkonuhvarfi 67, Kópavogur 40 ára afmæli n Páll ingvar guðnason Barðastöðum 85, Reykjavík n ingibjörg marteinsdóttir Öldutúni 5, Hafnarfjörður n maría Jónsdóttir Álfatúni 35, Kópavogur n Þórarinn Hróar Jakobsson Faxatröð 2, Egilsstaðir n Helgi Þór magnússon Kötlufelli 11, Reykjavík n ragnar Þór Emilsson Otrateigi 46, Reykjavík n tobías sigurðsson Bakkahlíð 15, Akureyri n Halldóra Eiríksdóttir Sveinbjarnargerði 2a, Akureyri n Jón guðmundsson Langagerði 23, Reykjavík n Íris Bachmann Ægisdóttir Þrúðvangi 2, Hafnarfjörður n kristján magnússon Rauðarárstíg 13, Reykjavík n ásrún Björgvinsdóttir Kirkjuvöllum 3, Hafnarfjörður n ingibjörg sigurðardóttir Glitvöllum 1, Hafnarfjörður 50 ára afmæli n dóra Noodaeng sawatdee Nýbýlavegi 104, Kópavogur n algirdas Jasinevicius Háaleitisbraut 119, Reykjavík n kristófer ingi svavarsson Baldursgötu 30, Reykjavík n anna Björg Eyjólfsdóttir Víkurströnd 11, Seltjarnarnes n vaka Helga Ólafsdóttir Höfðagötu 5, Stykkishólmur n Hrönn sigurðardóttir Vogagerði 14, Vogar n Lúðvík sverrisson Dalbraut 8, Höfn n karl kristjánsson Egilsgötu 28, Reykjavík n Haukur Logi michelsen Heiðarbrún 21, Hveragerði n ragnar Þór Bóasson Breiðagerði 19, Reykjavík n alfreð schiöth Huldugili 2, Akureyri 60 ára afmæli n Hörður Erlingur tómasson Hlíðarvegi 20, Kópavogur n Laufey Concordia steindórsson Hamraborg 26, Kópavogur n steinunn Pétursdóttir Frostafold 47, Reykjavík n sigurður E rósarsson Fellsmúla 11, Reykjavík n arnþór Þorsteinsson Víðilundi 16c, Akureyri n dóra ástvaldsdóttir Stóragerði 7, Reykjavík n Herdís Pétursdóttir Múlasíðu 36, Akureyri n Haraldur ríkharðsson Marklandi 6, Reykjavík n Haraldur Þór skarphéðinsson Hrauntungu 47, Kópavogur 70 ára afmæli n Bragi Ólafsson Grænumýri 5, Mosfellsbær n Bjarni Þorgeirsson Hafnartúni 22, Siglufjörður n ingvar daníel Eiríksson Löngumýri 23, Selfoss n ingibjörg Jónsdóttir Hvassaleiti 16, Reykjavík 75 ára afmæli n rögnvaldur Þórhallsson Helgamagrastræti 53, Akureyri n steingrímur Jónasson Hlynsölum 1, Kópavogur n sæunn Þorleifsdóttir Gullsmára 9, Kópavogur n geir magnússon Melási 9, Garðabær n Helga m ketilsdóttir Skildinganesi 12, Reykjavík n soffía Björnsdóttir Höfðavegi 6, Vestmannaeyjar 80 ára afmæli n Þorbjörg guðmundsdóttir Karlagötu 9, Reykjavík n Þuríður árna Jóhannesdóttir Dvergholti 15, Hafnarfjörður n anton Jónsson Naustum 2, Akureyri n sigvaldi val sturlaugsson sólheimum 23, Reykjavík n ásdís svanlaug árnadóttir Akraseli 2, Reykjavík 85 ára afmæli n sigrún Jóhannesdóttir Byggðavegi 88, Akureyri 90 ára afmæli n aðalbjörg Oddgeirsdóttir Sólvöllum 4, Stokkseyri 95 ára afmæli n margrét Helgadóttir Árskógum 8, Reykjavík Páll Bergþórsson Fyrrv. vEðurstOFustJÓri Trausti Breiðfjörð Magnússon Trausti fæddist í Kúvíkum í Reykjarfirði en ólst upp á Gjögri í Árneshreppi. Hann las til bókar í heimahúsum og tók að stunda sjó- róðra með föður sínum á opnum bátum átta ára að aldri. Trausti stundaði sjómennsku til fertugs- aldurs, sem vélstjóri og síðar skipstjóri. Lengst af starfaði hann á Hörpunni ST-105, flóabát á Húnaflóa. Trausti flutti til Djúpuvíkur í Reykjarfirði 1936 og bjó þar til 1959. Þá flutti hann með fjölskyldu sinni að Sauðanesvita við Siglufjörð þar sem hann var vitavörður auk þess sem hann ræktaði upp og vann við bújörðina sem staðnum fylgdi. Hann dvaldi við Sauðanesvita til 1997 er hann flutti til Reykjavíkur þar sem hann er nú búsettur. Trausti hefur gefið út tvær ljóðabækur, Í morgunsárið, útg. 1985, og Hugleiðingar, útg. 1996. Fjölskylda Trausti kvæntist 11.1. 1951 Huldu Jóns- dóttur, f. 10.3. 1921, húsmóður. Hún er dótt- ir Jóns Guðmundssonar og Sólveigar Benja- mínsdóttur en þau voru bændur að Seljanesi í Árneshreppi. Skáld-Rósa er langalangamma Huldu. Börn Trausta og Huldu eru Sólveig, f. 16.6. 1951, rithöfundur, búsett í Albufeira í Portú- gal en maður hennar er Antonio Fonseca og eiga þau eina dóttur, Lucindu Huldu auk þess sem Sólveig á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Magnús Þór, Drífu Þöll og Örn; Hulda Mar- grét, f. 24.6. 1952, bankastarfsmaður, búsett á Akureyri en maður hennar er José Morreiro og á hún tvær dætur frá fyrri sambúð, Huldu Valdísi og Stellu Mjöll; Magnús Hannibal, f. 7.5. 1954, vélvirki í Reykjavík en kona hans er Ingunn Jónsdóttir og eru börn þeirra Þóra Huld, Jón Bjarki og Trausti Breiðfjörð; Vilborg, f. 11.1. 1957, húsmóðir, búsett í Reykjavík en maður hennar er Geir Þórarinn Zoega og eru synir þeirra Geir Fannar og Kristján Þór auk þess sem sonur Vilborgar frá fyrri sambúð er Trausti Veigar og sonur Geirs frá fyrra hjóna- bandi er Emil Nikulás; Jón Trausti, f. 27.1. 1965, vitavörður, búsettur á Sauðanesvita en kona hans er Herdís Erlendsdóttir og eru börn þeirra Hannibal Páll, Jódís Ósk og Hulda . Sonur Huldu er Bragi Kristinsson, búsettur í Reykjavík en kona hans er Eygló Guðmunds- dóttir og eru synir þeirra Atli Már og Hallur Örn. Alsystkini Trausta: Ester Lára, f. 29.4. 1917, d. 20.6. 2002, húsmóðir í Hafnarfirði en henn- ar maður var Guðmundur Ágústsson og eiga þau tvö börn; Emma f. 5.8. 1921, d. 9.6. 2000, húsmóðir í Hafnarfirði en hennar maður var Sveinn Guðmundsson og eiga þau þrjú börn; Vilborg, f. 1920, d. 1931. Hálfsystkini Trausta, samfeðra: Klara, nú látin, var búsett í Bandaríkjunum en hennar maður var Þórður Guðmundsson og eignuð- ust þau fjögur börn; Guðrún, nú látin, var bú- sett í Hveragerði ásamt manni sínum, Ragnari Guðmundssyni; Vilma, nú látin, var búsett í Hveragerði ásamt manni sínum, Hauki Bald- vinssyni, og eignuðust þau fimm börn; Helga, nú látin, var búsett í Hveragerði ásamt manni sínum, Kristjáni Bjarnasyni, og eignuðust þau þrjú börn; Lára, húsmóðir, búsett á Ísafirði en hennar maður var Þorgils Árnason og eignuð- ust þau tíu börn; Magnús Hannibal sjómaður, nú látinn, búsettur í Blaine í Bandaríkjunum. Foreldrar Trausta voru Magnús Hannibals- son, f. 14.4. 1874, d. 1. 1963, sjómaður að Gjög- ri í Árneshreppi, og Guðfinna Guðmundsdótt- ir, f. 6.9. 1895, d. 19.5. 1973, húsfreyja. Trausti heldur uppá afmælið með því að sigla á afmælisdaginn, með stórum hópi fjöl- skyldunnar, sína gömlu siglingarleið í Horn- vík. Hann verður síðan með afmæliskaffi eft- ir siglinguna í Djúpuvík en þar verður án efa glatt á hjalla fram eftir kvöldi. Páll fæddist í Fljótstungu í Hvítársíðu og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann í Reykholti, lauk stúdentsprófi frá MR 17.6. 1944, var tvo vetur við verkfræðinám í verk- fræðideild HÍ og eftir það í tvo vetur í Stokk- hólmi við veðurfræðinám og lauk þaðan prófi 1949, var síðar við framhaldsnám og rannsókn- ir í veðurfræði við Stokkhólmsháskóla 1953-55 og síðar styttri tíma í Noregi og Englandi. Páll var veðurfræðingur við Veðurstofu Ís- lands frá 1949, deildarstjóri veðurfræðideild- ar frá 1982 og veðurstofustjóri 1989 til ársloka 1993. Páll flutti veðurfregnir í sjónvarpi í tuttugu og þrjú ár. Hann stundað rannsóknir á tölvu- greiningu veðurkorta, hafísspám, loftslagssögu Íslands og samhengi loftslags og landbúnaðar og kenndi um árabil veðurfræði við jarðfræði- skor HÍ. Páll er höfundur bókanna Loftin blá, Flug- veðurfræði, Sólskin á Íslandi, Veðrið og Vín- landsgátan. Hann flutti fjölda erinda um veður- fræði í útvarp og skrifað um hana fjölda greina. Páll var um tíma formaður Sósíalistafélags Reykjavíkur, átti sæti í stjórnum Sósíalistafé- lagsins og Alþýðubandalagsins og sætti pólit- ískum hlerunum á kaldastríðsárunum. Hann sat einnig í stjórnum BSRB og KRON og Ís- lenska Járnblendifélagsins og átt sæti í kjararáði BSRB og í Flugráði. Fjölskylda Páll Bergþórsson kvæntist 5.8. 1950 Huldu Baldursdóttur, f. 12.6. 1923, fyrrv. læknaritara og ritara veðurstofustjóra. Hún er dóttir Bald- urs Guðmundssonar, bónda á Þúfnavöllum í Hörgárdal, og síðar þingvarðar í Reykjavík, og Júlíönu Björnsdóttur húsfreyju. Baldur var sonur Guðmundar Guðmundssonar bónda á Þúfnavöllum, og k.h., Guðnýjar Loftsdóttur. Júlíana var dóttir Björns Arnþórssonar kennara og bónda að Hrísum í Svarfaðardal og k.h., Þór- hildar Hansdóttur Bjering frá Húsavík. Börn Páls og Huldu eru Baldur, f. 4.7. 1951, tölvufræðingur í Reykjavík, var kvæntur Sigur- björgu Oddgeirsdóttur Ottesen en þau skildu og eiga þau tvo syni, en síðari kona hans er Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari og eiga þau eina dóttur; Kristín, f. 14.11. 1952, hjúkrun- arfræðingur, gift Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttardómara og eiga þau fimm börn; Bergþór, f. 22.10. 1957, óperusöngvari í Reykja- vík, var kvæntur Sólrúnu Bragadóttur óperu- söngkonu en þau skildu og eiga þau einn son en sambýlismaður Bergþórs er Albert Eiríks- son. Páll á nú þrjú barnbörn og tvö eru á leið- inni. Systkini Páls: Guðrún, f. 9.2. 1920, vefnaðar- kennari í Borgarnesi; Þorbjörg, f. 17.5. 1921, d. 7.5. 1981, kennari á Blönduósi; Jón, f. 12.9. 1924, fyrrv. framkvæmdastjóri Nýju sendibílastöðvar- innar; Sigrún, f. 8.8. 1927, húsmóðir á Húsafelli; Gyða, f. 6.4. 1929, fyrrv. skólastjóri í Efri-Hrepp; Ingibjörg, f. 27.8. 1930, fyrrv. bóndi í Fljótstungu og þýðandi. Foreldrar Páls voru Bergþór Jónsson, f. 8.10. 1887, d. 9.7. 1955, bóndi í Fljótstungu, og k.h., Kristín Pálsdóttir, f. 13.7. 1885, d. 15.8. 1965, húsfreyja. Ætt Bergþór var sonur Jóns Pálssonar, bónda á sama stað. Jón var sonur Páls Jónssonar bónda og smiðs og k.h., Guðrúnar Bjarnadóttur. Fað- ir Páls Jónssonar var Jón Auðunsson, ættfaðir margra Borgfirðinga og langalangafi Magnúsar Ásgeirssonar skálds og Leifs Ásgeirssonar próf- essors. Guðrún Pétursdóttir, móðir Bergþórs, var frá Ánanaustum í Reykjavík, dóttir Péturs Ólafs Gíslasonar tómthúsmanns og bæjarfull- trúa, og f.k.h., Vigdísar Ásmundsdóttur. Pét- ur var afi Áka Jakobssonar ráðherra og Jakobs Gíslasonar orkumálastjóra, og afabróðir Sverris Kristjánssonar sagnfræðings. Kristín Pálsdóttir, móðir Páls veðurfræðings, var frá Bjarnastöðum í Hvítársíðu, dóttir Páls Helgasonar, bónda þar, og k.h., Þorbjargar Páls- dóttur. Páll var af Húsafellsætt, kominn í fjórða lið frá Snorra presti á Húsafelli. Móðursyst- ir Þorbjargar var Halldóra Bjarnadóttir, amma Guðmundar Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli, föður Böðvars skálds Guðmundssonar. 90 ára í dag Fyrrv. sJÓmaður Og vitavörður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.