Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 30
miðvikudagur 13. ágúst 200830 Síðast en ekki síst Sandkorn n Ásdís Rán ��nn��sd����� fagnaði tuttugu og níu ára afmæli sínu í gær en fyrirsæt- an var svo sannarlega ánægð með daginn og segist aldrei hafa litið betur út né liðið jafn vel. Ekki nóg með það heldur fékk hún held- ur betur flotta afmælisgjöf, samning við erlent ilmvatns- fyrirtæki um að vera andlit ilmsins sem verður markaðs- settur hérlendis í haust. DV greindi frá því í gær að Ásdís hefði tapað myndavél sinni á djamminu um helgina og hefur því miður ekki fund- ið vélina ennþá sem ku víst innihalda margar krassandi myndir af fyrirsætunni. n Tökur hófust í fyrra dag á íslensku spennuþáttaröð- inni Hamrinum. Þessu greinir heimasíðan logs.is frá en það er Reyn- �� Lyngd- �l sem leikstýrir þáttunum sem eru byggðir á handriti Svein- björns I. Baldvins- son. Þættirnir verða sýndir í Sjónvarpinu en það eru Bjö�n Hlyn�� H���ldsson og D��� J�h�nnsd����� sem fara með aðalhlutverkin í þáttunum. Íslendingar ættu að þekkja þau bæði vel en Björn Hlynur sló í gegn í Strákarnir okkar og Dóra hefur verið myndum eins og Astrópíu. n Og meira af sjónvarpsþátt- um því nú standa einnig yfir tökur á þáttunum Ástríði þar sem hin gamansama Ilm�� K��s�jánsd����� leikur að- alhlutverkið og samnefnda sögupersónu. Þættirnir eru í leikstjórn S�lj� H��ksd����� sem skrifað handrit- ið ásamt S�g��j�n� Kj����ns- syn�, Kö�l� M��g�é�� Þo�ge��s- d����� og Ilmi sjálfri. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 sem leggur ekki síður mikið í leikna innlenda dagskrágerð en RÚV því einnig eru vænt- anlegir gamanþættirnir Dag- vaktin og Ríkið. Hver er konan? „Ásta Júlía Elíasdóttir og ég er bara rosalega skemmtileg stelpa.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er vinnan eins og er og hafa gaman og njóta lífsins.“ Helstu áhugamál? „Það er aðallega leiklist.“ Áttu fyrirmynd í lífinu? „Já, ætli það sé ekki hún amma mín, amma Gauja.“ Hvernig verð þú frítímanum? „Með fjölskyldu og vinum mínum og félögum mínum úr leikhúsinu.“ Syngurðu í sturtu? „Já, ég syng í sturtu, ég á stóra systur sem syngur mikið þannig ég verð að nýta þann tíma sem ég hef til þess að syngja einhvers staðar.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Ætli það sé ekki að ég á auðvelt með að sjá það jákvæða í fólki og í hlutum almennt.“ Hvað er skemmtilegast í sjónvarpinu? „Allir svona spennuþættir og So you think you can dance, ég er alveg límd við sjónvarpið þegar það er á dagskrá.“ Hefur þú gaman af því að elda? „Nei, mér leiðist svo ógeðslega að vaska upp á eftir, þannig ég nýt þess ekki neitt rosalega mikið.“ Átt þú þér uppáhaldsstað á Íslandi? „Ég mundi segja að það sé Borgar- fjörður eystri, það er svo rosalega fallegt þar.“ Hvenær fórstu síðast í leikhús? „Seinast fór ég að sjá Ástin er diskó, lífið er pönk. Það var rosalega skemmtilegt.“ Hvert er uppáhaldsleikritið þitt? „Rómeó og Júlía sem Vesturport setti upp.“ Hlustarðu á Nylon? „Já, ég geri það.“ Hvernig er að búa í Hafnarfirði? „Það er æðislegt, ég mundi ekki vilja búa neins staðar annars staðar.“ Hvað ertu að fara að gera í vetur? „Ég er að fara í Lýðháskóla á Jótlandi í Danmörku að læra leiklist.“ Stefnirðu á meira leiklistarnám? „Já, mig langar að fara í leikstjórn og svo langar mig að læra sirkus. Ég ætla að fara út að læra þetta.“ Hvað er fram undan? „Núna stefni ég að því að frumsýna á laugardaginn leikritið Þið eruð hérna og að því vinn ég hörðum höndum þessa dagana.“ Sér það jákvæða í fólki Bókstaflega „Svo virðist sem móð- irin hafi haft þennan lækni að leiksoppi.“ n stefán guðmundsson sem hyggst kæra heimilislækninn sem skrifaði vottorð fyrir dóttur hans um veikindi sem hún var ekki með. með því gat móðirin haldið börnum sínum lengur hjá sér og hann fékk ekki að hitta þau á meðan. - dv „Við stefnum að því að allar deildir í svoköll- uðu húsi 4 eldi ofan í sig sjálfar í haust.“ n margrét Frímannsdóttir fangelsi- stjóri Litla-Hrauns um að fangar eigi að fara að elda ofan í sig sjálfir. - dv „Þeir sem spila EVE On- line fara oft ekki á klós- ettið en pissa í flöskur og ganga örna sinna í pítsu- kassa.“ n Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur um þá sem spila tölvuleiki og geta orðið svo háðir þeim að þeir fara ekki frá tölvunni sólarhringum saman. - dv „Hefði ég komið að lok- uðum dyrum á Kaffi Kúltúra væri ég líklegast ekki á lífi.“ n miguel angel sepulveda roman sem var stunginn á gatnamótum ingólfsstrætis og Hverfisgötu aðfaranótt 1. ágúst. - Fréttablaðið „Ég hlakka rosalega til. Þetta verður ábyggilega mjög gam- an.“ n kristján Jóhannsson óperusöngvari en hann mun syngja í óperu hér á landi í fyrsta skiptið í fjórtan ár. - Fréttablaðið „Ég rölti svo upp á móti Gay Pride göngunni og var eins og kjáni þar sem ég var að labba einn.“ n sigursveinn Þór árnason, unnusti regínu Óskar, sem var steggjað- ur á laugardaginn. „Ég er 36 ára og hef aldrei farið í frí á ævi minni.“ n Einar Bárðarson er búinn að vera í sumarfríi með eiginkonu sinni frá því í byrjun júlí og segist þurfa að læra að vera í fríi þar sem hann hafi aldrei gert það áður. - vísir „Inní mér syngur vitleysing- ur...búinn að gleyma textanum... enginn skilur neitt...“ n söng Jónsi í sigur rós á tónleikum í Frakklandi 6. júlí síðastliðinn. - mbl.is Ásta Júlía Elíasdóttir leikstýrir leikritinu Þið eruð hérna í Leikfélagi Hafnarfjarðar og verður það frumsýnt á laugardaginn. Hún er aðeins tuttugu og eins árs en systir hennar, Nylonstúlkan klara Ósk Elíasdóttir, fer með eitt aðalhlutverkanna í leikritinu. MaÐUR DagsINs Myndin um Queen Raquela hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum: Heimshornaflakkarinn Queen Raquela „Myndin hefur vakið mikla athygli á kvikmyndahátíðum vestanhafs og vakið mikla lukku þar,“ segir Vignir Jón Vignisson markaðsstjóri. „Það má segja að hún hafi farið sigurför um all- an heim.“ The Amazing Truth About Queen Raquela, kvikmynd Ólafs Jóhannes- sonar, hefur verið dreift í kvikmynda- hús í Bandaríkjunum og verður hún sýnd í fimm borgum, meðal annars í New York og Los Angeles. „Ef sýning- arnar ganga vel má búast við því að hún verði sýnd í fleiri borgum,“ segir Vignir. Myndin hefur einnig verið seld til Noregs, Danmerkur, Grikklands, Póllands og Ísraels. Myndin segir frá Raquela, stelpu- strák frá Filippseyjum sem dreymir um að flýja til Vesturlanda til að finna draumaprinsinn. „Í fljótu bragði má segja að myndin fjalli um lífið, til- veruna og viðurkenninguna sem við erum öll að leita að,“ segir Vignir. Nýlega hlaut myndin sérstök verð- laun fyrir afreksverk í þágu samtíma- kvikmyndagerðar á kvikmyndahátíð- inni CinemaCity í Novi Sad í Serbíu. Myndin hampaði einnig Teddy-verð- laununum á kvikmyndahátíðinni í Berlín, sem er meðal virtustu kvik- myndahátíða í Evrópu. Ólafur Jóhannesson er enginn ný- græðingur í kvikmyndaheiminum en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndinni Stóra planið og heim- ildarmyndunum Blindsker sem fjall- aði um líf Bubba Morthens og Afrika United. Sýningar á myndinni hefj- ast í Bandaríkjunum 26. september. „Myndin verður svo tekin til sýningar hér heima 17. október og verður sýnd í Sambíóunum,“ segir Vignir. berglindb@dv.is Teddy-verðlaunin Frá vinstri: arleen Cuevas framleiðandi, Olaf de Fleur, raquela rios, kristín andrea Þórðar- dóttir framleiðandi og Beverly tanedo framkvæmdastjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.