Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 14

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1963, Page 14
12* Iðnaðarskýrslur 1960 31 311 312 319 33 332 333 334 339 35-6 350-60 37 370 38 381 Kemískur iðnaður. Framleiðsla kemískra undirstöðuefna. Framleiðsla köfnunarefnisáburðar, ammoníaks, acetylengass, súr- efnis og kalks. Aths.: Samkvœmt ISIC œtti að telja flugeldagerð hér, en hún er talin með ýmsum iðnaði í grein nr. 399c. Framleiðsla jurta- og dýraolíu og feiti og tengdra afurða. a-d. Mjöl- og lýsisvinnsla (þ. á m. hvalvinnsla). Lifrarbræðsla, öll mjöl- og lýsisvinnsla úr fiski, hvalskurður og hvalbræðsla, lýsisherzla og soðkjarnaframleiðsla. Önnur kemísk framleiðsla. a. Snyrti- og hreinlætisvöruframleiðsla o. fl. Snyrti- og hreinlætisvöruframleiðsla o. fl., svo sem framleiðsla sápu, þvottaefnis, klórvatns, bóns, kerta, hreinsunarefna, júg- ursmyrsla, rafgeymasýru, hárvatna, andlitskrems, sólarolíu o. fl. Aths.: Framleiðsla lyfjagerða á lyfjum o. fl. er ekki meðtalin og er það frá- vik frá ISIC. Hárvatnagerð er talin í grein nr. 211 árið 1959, sbr. athuga- semd við þá grein. b. Málningar- og lakkgerð. Framleiðsla á málningu, lökkum, lími og kítti. Aths.: Þessi grein samsvarar grein nr. 313 samkvæmt ISIC í þeirri mynd, sem sú flokkun er núna, en var áður hluti af grein nr. 319. Hér er greinin látin halda sínu gamla númeri, sem notað hefur verið í fyrri iðnaðarskýrslum. Steinefnaiðnaður, annar en málm-, kola- og olíuiðnaður. Gleriðnaður. Glerslípun, speglagerð, líming á tvöföldu gleri. Aths.: Fjölgun vinnuvikna í þessari grein síðustu árin byggist á aukinni fram- leiðslu tvöfalds glers. Hin háa tala 1955 byggist á tilraun, sem gerð var með glerframleiðslu í Reykjavík (sjá töflu nr. I). Leirsmíði og postulínsiðnaður. Sementsframleiðsla. Annar steinefnaiðnaður. Steinsteypuframleiðsla steypustöðva, fínpússningargerð, stein- ullarframleiðsla, pípugerð, vikurplötugerð, framleiðsla steyptra hleðslusteina, hellugerð, framleiðsla steinstólpa, steinsúlna, stein- bita, gluggapósta úr steinsteypu og annarra steinsteypuvara, malar- og sandnám. Aths.: Malar- og sandnám var áður flokkað með námuvinnslu samkvæmt ISIC, og í vinnuvikuyfirlitum skýrslunnar er sú starfsemi aðeins talin með árin 1951—- 1959 (sbr. töflu I). Málmsmíði, önnur en flutningstækja- og rafmagnstækjagerð. Öll málmsmíði, önnur en flutningstækja- og rafmagnstækjagerð, og viðgerðir (stálhúsgagnagerð þó talin í grein nr. 250-60), t. d. öll venjuleg starfsemi í járnsmiðjum, vélsmiðjum, málmsteypum, blikksmiðjum, enn fremur ofnasmíði, stálvaskasmíði, málmhúðun, stáltunnugerð, viðgerðarvinna ýmiss konar o. fl. Smíði og viðgerðir rafmagnstækja. Smíði rafmagnstækja, t. d. eldavéla, ofna, ísskápa, þvottavéla, lampa o. fl., viðgerðir rafmagnstækja, rafmótoraframleiðsla, raf- geymaframleiðsla, radíóviðgerðir, o. fl. Smíði og viðgerðir flutningstækja. Skipasmíði og viðgerðir.

x

Hagskýrslur um iðnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.