Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1900, Blaðsíða 134
132
Að meðiiltuli cru þessi hús 4258 kr. virði. Þess ber aS geta, að árið 1899 eru hús,
sem eru virt á 500 kr., taliu með húsum, sem eru 500—2000 kr., því þau ná því að vera
skattskyld; áður hafa þau veriö talin í fyrsta dálkiuum »undir 500 kr.«. 1899 er meira en
helmingur allra þessara húsa undir fullum 2000 kr. Meira en 3/4 hlutar eru undir 4000 kr.,
91 af 100 húsum eru undir 10,000 kr., en að eins 9°/0 yfir. Landsmenn byggja ekki stúr-
hysi, enda er erfitt að byggja, til að grœða á húsum, eius og lánsmarkaðurinn er nú, þegar
ekki er unnt að láta veðskuld standa á fyrsta veðrjetti án afborgana, og kaup og sala á öðrum
húsum en verzlunarhúsum nœstum því ekki á sjer stað, og sjaldan getur átt sjer stað, meðan
allt kaupverð húsa verður að greiðast til fulls á 10—20 árum. Menn byggja því að eins
handa sjálfum sjer, og svo ódyrt, sem unnt er, til þess að afborganirnar ekki gjöri eigandann
gjaldþrota á miðri leið.
Beykjavík vex enn með all-miklum hraða, ekki sízt frá 1898 til 1899. Ýmsar opin-
berar byggingar valda því jafnframt byggingum einstakra manna. Virðingarverð húsanna í
bænum liefur vaxið þaunig :
það var 1879 ..................................................... 946 þús. kr.
— — 1889 ........................................... 1893 — —
— — 1899 .., ............................................. 3107 — —
það tvöfaldast á fyrra 10 ára tímabiliuu, en ekki á hinu síðara. Virðingarverðiö 1889 verður
væntanlega tvöfaldað 1902, nema því hagstæðari broyting komi á almannafjárhag íslands;
komi hún er ekki unnt að segja fyrir framfarir Reykjavíkur, þær geta þá orðið mjög miklar.
Eptir því hvernig fólksfjöldi bæjarins liefir aukist á 19. öldiuni rná gizka á, að bærinn hafi
10,000 íbúa nálægt 1923. Ef lánsmarkaðurinn breyttist mjög til hins betra, gæti það orðið
miklu fyrr.
pinglýntar veðskuldir hafa, sem eðlilegt er, ávallt vaxið jafnframt virðingarverðinu.
Þær hafa verið:
1879 ... .. 253 þús. kr. 1896 1.309 þús. kr.
1880 . ... 267 — — 1897 1.499 — —
1885 469 — — 1898 1.592 — —
1890 . ... 1.004 — — 1899 .. .. 1.911 — —
1895 1.267 — —
Þessar veðskuldir eru þó eptir 1886 sjálfsagt nokkuð hærri í skýrslunum, en í raun og veru.
Afborgunum er ekki aflýst, nema við og við, og menn hafa hag af að aflýsa þeim ekki,
nefnilega þann, að á meðan afborguninni ekki er aflýst, þarf ekki að borga húsaskatt af
þeirri upphæð, sem afborguð er. Það kostar líka dálítið einu sinni fyrir allt, að láta aflýsa
borgaðri skuld.
Aptur á móti væri meira veðsett af kaupstaðarhúsum utan Reykjavíkur, ef þau væru
í vátrygging, en því er ekki að fagna, og ef peningar fengjust með aðgengilegum kjörum.