Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1900, Blaðsíða 212
210
Skjrslurnar 1854 eru ófullkomnar, því úr Veaturamtinu vantar allt nema tekjurnar
samtals, og útgjöld og eptirstöðvar. Skjrslan ver'Sur næstum einskis virði vegna þess. Samt
má líkja öllum tekjum saman og draga eptirstöðvarnar frá fjrir Vesturamtið eptir ágizkun.
Tekjurnar voru :
1854 ................ 134.000 kr. Eptirstöðvar 72.000 kr. Eptir 62.000 kr.
1858 ........... ..... 180.000 — 86.000 — — 94.000 —
1895 ................ 588.000 — 229.000 — — 359.000 —
Síðasti dálkurinn eru þau gjöld til sveitar, sem landsmenn hafa mátt svara hvert
árið, eða hinar eiginlegu árstekjur sveitasjóðanna. Tekjur sveitasjóðanna hafa næstum sexfaldast
frá 1854 til 1895 eða á liðugum 40 árum.
Það eru þó ekki sveitarþjngslin, sem hafa vaxið á þennan hátt, þau sjnast hafa
verið reiknuð i peningum, þegar áætlun er gjörð fyrir Vesturamtið 1854 :
1854 (öll útgjöldin nema lán og óvissar tekjur) ...................... 46.000 kr.
1858 (ómagaframfæri og sveitarstjrkur ................................ 67.000 —
1895 (til barna undir 16 ára og þurfamanna) ......................... 157.000 —
Útgjöldin til fátækra hafa 31/,, faldast á 40 árum, sem er meir en lítill vöxtur á
hverjum útgjöldum sem væru. Útgjöldin til fátækra hafa þó verið meiri öll þrjú árin en
þetta. Eitthvað af óvissum útgjöldum gengur ávallt til þeirra, og öll lán ganga til þeirra,
en sum lánin eru endurgoldin aptur, sum ekki.
Það er eptirtektavert, að hinar hreinu tekjur sveitasjóðanna vaxa um helming á 4
árum frá 1854—58, en það liggur í því, að tekjurnar hjer eru reiknaðar út til peninga, en
verðlagsskráin á þessum árum liækkaði um 20%; að sveitatekjur og útgjöld hafi vaxið vegna
sveitarþjngsla á þessum 4 árnm er ekki að efa. 1857 mun hafa verið hart ár, og það ár kom
fjárkláðiun, sem varð til stórskaða fyrir bændur í vissum landshlutum. Hjer er sett tafla
yfir meðalverð allra meðalverða frá 1851—60, sem synir, að meðaltalið af meðalverðinu stígur
úr 30 aur. upp í 42% fyrstu 9 árin, þótt það falli aptur niður í 38 aura síðasta árið. —
Taflan synir, hvaða áhrif gull- og silfurnámarnar, sem fundust í Kaliforníu og Eyjaálfunni eptir
1850 hafa haft á verðlagið hjer á íslandi milli 1851—60, eða með öðrum orðum, hvernig pening-
arnir falla í verði hjer á landi á tímabilinu. Að taflau er sett upp eptir s/slum er gjört til
að hafa hana í saina formi, og samskonar töfln í C-deild Stjórnartíðindanna 1885, bls. 55.
Að tekjur sveitasjóðanna vaxa svo fjarska mikið síðustu árin, kemur, sem kunnugt er af því,
að sveitirnar hafa fengið svo mörg önnur störf á herðarnar, en að sjá fyrir fátækum 1854—
68 var það næstum eina starfsviðið sem þær höfðu.
Tekjur og útgjöld 1854 koma ekki heim, vegua þess að tekjur og útgjöld Reykja-
víkur komu ekki heim í skjrslunum.