Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1902, Qupperneq 194
402
Athugasemdir.
Það hefir lifnað töluvert yfir fiskiveiðum á opnura bátum þetta ár. I öllum lands-
fjórðungum er fiskaflinu meiri en fyrirfarandi ar, en langmest liefir liann þó aukizt í Vestur-
amtinu. Bátum hefir fjölgað að mun, nema tveggja manua förum, þeim hefir fœkkað á land-
inu í heild sinni. I Vesturamtinu hefur fjólgað bátum af öllum stærðum. Það væri fróðlegt
að sjá á skyrslunum, hve iangan tím» ársins róið er á hverjum stað og hve margir menn róa.
Þá gæti komið til tals samanburður á þilskipayeiðum og veiðum á opnum bátum.
Síldveiði hefur aukizt stórkostlega. Arið 1898 veiddust nær 12000 tunnur og 1899
um 4000 tnr. en árið 1900 hartnær 23000 tnr. Síldveiði er mun almennari en áður, sem
mun eiga örsök sína í því, að angu manna eru nú opin orðin fyrir þvi', hve mikla þyðingu
síld getur liaft fyrir fiskveiði í lieild sinni, þar sem hún er hin bezta beita. Jafnframt því
að loggja meiri stund á síldveiði, hafa menn allvíða reist íshús til þess að geyma síldina ó-
skemmda og stuðlar það mikið að því, að fiskiveiðar eru ekki eius stopular eins og áður fyr.
Laxveiði fer sífelt fram. Hefir á síðustu árunt vaxið um helming árlega. Nær7000
laxar veiddir árið 1900. Gefur sú veiðt mikinn arð, og óskandi að veiði þessi vaxi fremur en
ryrni eptirleiðis, en til þess að góðar vonir geti verið um það, verða menn að veita selnum
alvarlegar árásir. Hann mun vera duglegasti laxveiðaudi m og nær sjer í fleiri laxa en allir
landsmenn gjöra til samans. En því miður .er ekki gengið nógu rösklega að selveiðum. Það
er eina veiðin, sem stendur í stað í landinu; öll önnur veiði fer vaxandi. En selurinn ætti að
gjöreyðast sem fyrst, að flestra áliti, nema þeirra fáu, sem eiga selalagnir.
Lifur er hirt heldur betur þetta ár en hin næstu á undan og ber það vott um vax-
•xndi hirðusemi og er það góðs viti.
Dóntekja hefur aukizt í flestum sýslum landsins. I sumum jafnvel að mun og er
það gleðilegt, því dúntekja er einhver hin allra beztu hlunnindi. Sú fyrirhöfn, sem menn
gjöra sjer til þess að koma æðarvarpi á hjá sjer eða efla það sem tif er, borgar sig betur en
flest annað. Það er nú í fyrsta sinn að æðarvarps er getið í Yestmannaeyjum. Nú er þar
1 pd. og er það auðvitað ekki mikið, en »mjór er mikils vísir« og vel má vera, ef ástundun
er með, að æðarvarp geti orðið verulepf tekjugrein fyrir eyjarnar. Annars eru líkur til, að
dúntekja aukist yfirleitt, þar seiu menn eru almennt faruir aö sjá, hve þýðingarmikið það er
orr má gjöra ráð fyrir, að menn hætti innan skamms að eta fuglinn áður en hann er kominn
úr egginu. En jafnjramt þyrfti að fækka duglega vörgum, sem eyða æðarfugli, ekki sízt
mannýörgum, sem sumstaðar eru einna skaðlegastir, þar eð þeir ekki að eins fækka fuglinum,
heldur og fæla hann burt með skotum.
Fuglveiði hefir aiKkizt að mun og dregur sú veiði suma landsmenn drjúgum. Eink-
um má benda á, að Drangey í Skagafirði hefur þótt góður bjargræðisgripur fyrir Skagfirðinga.
Árið 1900 hafa þeir veitt liðug 80 þúsund svartfugla, og mun mest af þeim afla vera frá
Drangey. Kemur þá í ljós, að meir en •/g hlutar alls svartfuglaafla á landinu er í þessari
einu eyju.