Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 209
20*7
Af hverjum 1000 körlum og 1000 konum yfir tvítugt skiptust mcnn í flokka i
hjúskaparstjett sem lijer segir: I kaupstöðum Á öllu Islandi
karlar konur karlar konur
Ogiptir (ógiptar) 438 446 386 395
Giptir (giptar) 510 404 535 447
Ekkjumenn (ekkjur) 45 144 72 151
Skildir (skildar) að borði og sæng.. 3 2 5 5
Skildir (skildar) að lögum 4 4 2 O JJ
1000 1000 1000 1000
Af kaupstaSabúum yfir tvftugt lifðu því tiltölulega færri í hjónabandi en af öllum
landsbúum á sama aldursskeiði.
Að því er trúarbrögð snertir, þá voru árið 1901 á íslandi 159 manns (104 karl-
ar og 55 konur), sem voru utan þjóðkirkjunnar. Af þeim voru 2 (1 karl og 1 kona) bapt-
istar, 6 (3 karlar og 3 konur) aðventistar, 36 (26 karlar og 10 konur) únítarar og 8 (3 karl-
ar og 5 konur) lieyrðu til öðrum trúarfjelögum mótmælenda; 27 (8 karlar og 19 konur) voru
rómversk-kaþólskir, 5 (4 karlar og 1 kona) mormónar; 14 (10 karlar og 4 konur) heyrðu til
öðrum trúarfjelögum, og 61 (49 karlar og 12 konur) tjáðu sig utan allra trúarfjelaga. Hiuir
kaþóisku voru allir í Reykjavík; af únítörunum töldust 26 í Norður- og Aiisturamtinu, og
þar voru einnig þeir 14 manns, er tjáðu sig heyra til öðrum trúarfjelögum; þar töldust enn
fremur 39 af þeim mönnum, er voru utan allra trúarfjelaga, (sem sje 34 karlar og 5 konur),
þar sem eiuir 5 manns (allt karlar) höfðu látið skrá sig þannig í líeykjavík.
1890 voru ekki nema 27 manns (24 karlar og 3 konur) utau þjóðkirkjunnar. Af
þeim voru 12 »fríhyggjumenn«, 8 mormónar, 3 kaþólskir, 1 únítari og 3 án tilgreindra
trúarbragða.
Um afbrigðilega menn (blinda, daufdumba, hálfvita, geðveikaog holdsveika),
sem 1901 voru á Islandi, skal þess getið, er hjer scgir:
Af b 1 i n d u m voru 255 og skiptust þeir eptir kyuferði og aldri sem eptirfarandi
yfirlit synir:
Yngri en 20 ára.......
20—40 ára...........
40—60 — ..............
60 ára og eldri...
Á ótilgreindum aldri ...
tala blindra
karlar konur
2 »
1 3
9 6
156 77
_1_______»
169 86
Blinda var tvöfalt tíðari hjá körlum en hjá konum, og langflestir hinna blindu voru
aldrað fólk, sextugt og eldra. í hinum einstöku ömtum var tala þeirra sem hjer segir: í
Suðuramtiuu 88 (62 karlar, 26 konur), í Vesturamtinu 77 (50 karlar, 27 konur), í Norður-
og Austuramtinu 90 (57 karlar, 33 konur).
Samanburður við ástandið í Danmörku syuir, að blinda var að tiltölu langtum tíðari
á íslaudi en í Danmörku, hjá körlum jafnvel 10 siunum og hjá kouum 5 siunum tíðari, sbr.