Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 194
192
Athugrasemd.
Fyrir 1770 var ísland, sem samkvæmt eðlilegum staðháttum skiptist í 4 fjórðunga,
er aptur var skipt í syslur, að eins 1 amt. Arið 1770 var því skipt í 2 ömt, og tók annað
þeirra yfir Sunnlendiuga- og Vestfirðingafjórðung ásamt nokkrum hluta af Austfirðingafjórðungi
(V.- og A. Skaptafellss^^slum), en liitt yfir Norðlondingafjóiðung og hinn hlutann af Austfirð-
ingafjórðungi. Með konungsúrskurði 6. júní 1787 var það gert að 3 ömtum: Suðuramtinu,
Vesturamtinu og Norður- og Austuramtinu. Þessu síðasttalda amti var svo að lokum sam-
kvæmt lögum 11. júlí 1890 skipt í 2 ömt, er hvert hefur sjerstakt amtsráð, en þó ekki
nema einn amtmanu, eins og Suðuramtið og Vesturamtið líka hafa sameiginlegan amtmann.
Við fólkstalið 1901 hafa Norður- og Austurömtin, eius og gert var 1890, verið skoðuð sem
ein heild, svo að koma má við beinum samanburði við hin eldri fólkstöl. Norðuramtið tekur
yfir Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Suðurþiugeyjarsýslur (Þingeyjarsysla er tvö
sýslufjelög), og Austuramtið yfir Norður-Þingeyjar-, Norður-Múla- og Suður-Múlasýslur. —
Með lögum 16. september 1893 hefur auk þess Austur-Skaptafellssýsla, að því er sveitar-
mál snertir, verið skilin frá Suðuramtinu og lögð til Austuramtsins.
Tíirlit yfir undanfaraiidi skýrslur.
Hið 13. fólkstal á Islandi var haldið 1. nóvember 1901. Skýrslurnar voru fyrst
lagðar sarnan og sk^Tsla um aðalatriðin prentuð í árbók Hagfræðisskrifstofunnar árið 1902. I
árbókinni 1903 stóð stutt yfirlit vfir hveruig fólksfjöldinn á Islandi skiptist eptir kynferði,
aldri, hjúskaparstjett og atvinnugreinum. Hjer eru allar þessar skýrslur prentaðar í heild
sinni.
Hin s a n n a fólkstala eða fólksfjöldinn, semvið var (sem teljararnir fundu) á
íslaudi var 1. uóv. 1901:
7 8 4 7 0 manns.
Þessi tala er fengin, þegar allir, sem við voru á hverjum stað þegar fólkstalið fór
fram, hvort sem þeir áttu þar hcimili, eða voru þar staddir um stundarsakir, eru lagðir sam-
an. Tala þeirra manna, sem tilgreindir hafa verið að eins »staddir« á staðnum, sem talið var
á, var 4933, svo tala þeirra sem h e i m a v o r u á staðnum, sem talið var á var að eins
73537 mauns. En nú voru 4810 manns fjarverandi frá heimilum sínum dagiun sem talið var,
svo tala h e i m i 1 i s f a s t r a manna var 78.347.
Fjarverandi um stundarsakir voru meir en 6 af hundraði heimilisfastra manna. í
Danmörku voru fjarverandi frá heimilum sínum þann 1. febrúar 1901 að eins 1 að hundraði.
Af því sýnist mega ráða, að fjarvera frá heimilinu sje miklu tíðari á íslandi, en í Danmörku.
Sem viðauki við skýrslurnar hjer að frarnan, en þær eru allar gjörðar yfir þann fólksfjölda
sem við var, þegar talið var — er hjer sett yfirlit yfir tölu þeirra, sem staddir voru á
staðnum, og þeirra, sem voru f j a r v e r a n d i u m s t u n d a r s a k i r í hverju lögsagnarum-
dæmi daginn sem talið var eða 1. nóvember 1901. (Tafla I.).