Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 24
Stundarfriður Leiðari Sjálfstæðisflokkurinn er í verstu hugs-anlegri pólitískri stöðu. Kjósend-ur hafa unnvörpum snúið baki við þessum stærsta flokki þjóðarinn- ar. Ástæðan er sú að spilling flokksins á sér djúpar rætur og efnahagshrunið er skrif- að á flokkinn og þá ekki síst Geir H. Haarde formann. Lin stjórntök Geirs og ótti við hið óumflýjanlega hafa skrúfað sjálfstæðismenn enn lengra niður í svarthol fylgishruns. Ósannsögli forsætisráðherrans er pínleg og ber vott um getuleysi gagnvart stærsta efna- hagsvanda í sögu lýðveldisins. Engum dylst heldur að ráðherrann og formaðurinn þor- ir ekki að fara að þjóðarvilja og reka Dav- íð Oddsson, forvera sinn. En það er ljós í myrkri Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir varaformaður er fyrst til þess að viðurkenna vandann og nauðsyn stefnubreytingar. Hún hefur til þess kjark að steyta hnefa framan í óhæfan seðlabanka- stjóra. Og hún hefur til þess þor að sveigja stefnu flokksins að ESB. Þetta er hárrétt pól- itískt mat hjá varaformanninum sem hallar sér nú að umbótasinnum innan Sjálfstæðisflokksins og lýsir yfir stríði við gamla spillta valda- kjarnann. Þarna liggur eina von Sjálfstæðisflokksins. Gangi flokkurinn ekki að kröfum Sam- fylkingar um að fjarlægja banka- stjórn Seðlabankans og huga að inngöngu í ESB er hann dæmdur til eyðimerkurgöngu næstu árin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingar, hefur öll spil á hendi. Fái hún ekki vilja sínum fram- gengt mun hún slíta stjórnarsamstarf- inu með þeim afleiðingum að efnt verði til kosninga í vetur. Ef Þorgerði tekst að sveigja Sjálfstæðisflokkinn inn á línu samstarfsflokksins er hugsanlegt að flokki hennar verði ekki rústað. Stundarfriður mun skapast til að lágmarka tjónið sem náhirð Sjálfstæðisflokksins hef- ur unnið þjóðinni. Kannski mun flokkurinn lifa af eigin helför. ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR: Kannski mun flokkurinn lifa af eigin helför. Raggeitur og liðleskjur eru skaðlausar og skipta ekki máli, allt þar til aðrir þurfa að treysta á þær. Forseta Íslands stóð til boða að vera slíkur óþurftar- maður, marineraður í léttum veiting- um, með þá ábyrgð helsta að planta birkitrjám tvist og bast og tala um tungumálið sem hann talar. Það gerði hann hins vegar ekki. Hann ákvað að verða eini leiðtogi þjóðarinnar í lífs- baráttu líðandi stundar. Svarthöfði kaus ekki í forseta-kosningunum, því hefð var fyrir því að forsetinn skipti engu máli. Það var orðin helsta dyggð forsetans að skipta sér ekki af stjórnmálum. Hann átti að vera dúkka með útgjaldaþörf á við heila ríkis- stjórn, til þess eins að sýna að Íslend- ingar væru alvöruþjóð og gætu haldið úti einni manneskju í allsnægtum og sent hana út um allan heim til að taka þátt í gleðskap. Segja má að Paris Hilton gæti gegnt sama hlutverki með bravúr. Íslendingar eru í þeirri und-arlegu stöðu að fá ekki lán hjá Alþjóðagjald-eyris- sjóðnum fyrr en þeir borga skuldir, en þeir geta ekki borgað skuldirnar án þess að fá lán. Og þeir fá ekki lán hjá öðrum þjóðum fyrr en þeir fá lánið hjá gjaldeyrissjóðnum. Þetta er hinn fullkomni vítahringur sem raggeitur hafa komið okkur í. Þegar breska sendinefndin kom á fund ríkisstjórnarinn-ar eftir að hryðjuverkalögum var beitt á Landsbankann var spjallað við hana um málefn- in. Ef Ólafur Ragnar Grímsson hefði fengið slíka heimsókn hefði hann fyrirskipað Bretunum að hundskast til sín heima þar til Íslendingar væru komnir af hryðjuverkalista. Þá væri hægt að ræða málin og láta eignir ganga upp í skuldir. En fyrsta skref Geirs Haarde forsætisráðherrra var að gera ekki neitt. Annað skrefið var að væla á blaðamannafundum. Nú hefur hann náð þeim áfanga að hafa stigið eitt skref til baka og er kominn aftur í hvíldarstöðu. Himinn og haf eru á milli forsetans og forsætis-ráðherrans. Forsetinn lætur til sín taka meðan hinn lætur eins og Ingjaldsfíflið og er ýmist innan báts eða utan. Í hádegisverðarboði með erlendum sendiherr- um bjuggust allir við því að forsetinn yrði puntudúkka og myndi japla prúður á gómsætu hnossgæti, tal- andi um ágæti íslenskrar tungu. Sendiherrarnir mættu í staðinn firnasterkum leið- toga niðurlægðrar þjóðar. Knúinn áfram af réttlátri reiði gaf forsetinn frá sér hróp úr hjarta þjóð- arinnar til hinna svik- sömu. Hann hótaði því að hleypa Rússum á Kefla- víkurflugvöll, sem væri eins og fórnarstökk Gísla Súrssonar af klett- inum ofan á óvin sinn. Með iðrin úti hann bugað- ist ekki, heldur náði hefnd með eigin falli. Íslend- ingar eru í erfiðri að- stöðu, eins og Bretar voru í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar. Þá tefldu þeir fram Neville Chamberlain, sem beygði sig í duftið fyrir Adolf Hitler. Síðar var Winston Churchill kallaður upp á dekk vegna getuleysis Chamb- erlains til að verja þjóð sína. Geir er okkar Chamberlain og fleytir þjóð- inni sofandi að feigðarósi syngjandi vögguvísur. Hann er svo viðkvæmur að hann er meira að segja hrædd- ur við að halda kosningar. Þær gætu truflað viðleitni hans til að greina vandann. Lýðræðið er honum ofviða. Það er honum líka ofviða að fá hjálp hjá hinu alþjóðlega félagslega kerfi, gjaldeyrissjóðnum. Því það vita allir sem vilja vita að hann ætlar að sóa peningunum í vitleysu. Hann ætlar að taka lán til að bregðast við of mikilli lántöku Íslendinga, og hella pening- unum í okkar efnahagslega niðurfall, krónuna. Svarthöfði bíður í ofvæni eftir því að okkar Winston Church- ill stígi fram til að taka við af Chamberlain. Nokkrir kand- ídatar eru augljósir: Steingrímur J. Sigfússon, Guðni Ágústsson, Össur Skarphéðinsson, Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson. Þeir tveir fyrrnefndu hafa reyndar þráð fátt heitara en að koma Íslandi aftur um tvö hundruð ár og eru því líklega aug- ljósir kostir ef allt fer á versta veg. Annar vill sauð- kind, hinn vill fjallagrös. Allt bragðast þó betur en skuldasúpa lánlausa Geirs. föstudagur 14. nóvember 200824 Umræða svarthöfði spurningin „Já, þeir fundu allavega eitt hús til að mála, það er ekki vitað um fleiri. Það er klárlega ekki allur bærinn,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í reykjavík, um þá sem máluðu valhöll rauða aðfaranótt fimmtudags. norðurhlið valhallar, flokkshúss sjálfstæðis- flokksins, var máluð með rauðri málningu, málararnir voru á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang en málningin náði í um sex til átta metra hæð. Máluðu þeiR bæinn Rauðan? sandkorn n Ljósmæður ríkisstjórnarinn- ar, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingar, hafa nú tekið höndum saman um að bjarga lífi örvasa stjórnar- innar. Við- ræðuhópur ráðherra á þeirra veg- um ræðir nú breyttan stjórnarsáttmála þar sem opnað verði á inngöngu í ESB og út- göngu Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra. Eina fyrirstaða þess að sjálfstæðismenn bjargi pólit- ísku lífi sínu er Geir Haarde for- sætisráðherra sem þó er hlynnt- ur viðræðum ljósmæðranna. n Illugi Gunnarsson alþing- ismaður er einn sjálfstæðis- mannanna í viðræðunefndinni. Hann hefur fram að þessu verið grjótharður andstæð- ingur ESB en mun hafa opnað á þennan möguleika í ljósi hins hörmulega efnahags- ástands. Þá hefur Illugi verið einstaklega hlynntur sínum gamla leiðtoga, Davíð Oddssyni, en sá stuðningur mun vera horf- inn. Hermt er að þar ráði ekki síst að Davíð hafi verið iðinn við að níða skóinn af sínum gamla aðstoðarmanni vegna setu hans í stjórn Sjóðs 9 hjá Glitni. n Annars er athyglisvert hvaða ráðherrar sátu ekki fundinn um uppstokkunina. Fjármálaráð- herrann Árni Mathiesen var þar ekki fremur en Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Það bendir til þess að þessir höfuðóvinir Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir séu að komast út á jaðarinn í flokknum. Komi til framlengingar lífs ríkisstjórnar- innar er allt eins líklegt að annar eða báðir þurfi að víkja fyrir um- bótasinnum á borð við Bjarna Benediktsson, Kristján Þór Júlí- usson og Illuga Gunnarsson. n Líklegt er að Glitnir yfirtaki Árvakur, útgáfufélag Morgun- blaðsins, fyrir næstu mánaða- mót og skipi þá nýjum mönnum til verka. Björgólfur Guðmunds- son, að- aleigandi félagsins, hefur staðið gegn því að bankinn fari sömu leið og með bygging- arfélagið Mest en má sín lítils. Pólitískt andrúmsloft í landinu er þannig að fullur vilji er til þess að stöðva auðmanninn Jón Ásgeir Jóhannesson í því að eignast stærsta hlutinn í Árvakri. Því er allt eins líklegt að Mogginn verði að mestu leyti í eigu ríkis- ins innan tíðar og blóðugur nið- urskurður blasi við. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Guð blessi þig.“ n Það eina sem séra Gunnar Björnsson sagði þegar hann mætti fyrir Héraðsdóm Suðurlands í fyrradag. – DV „Þetta voru bara tveir menn í sundi. Annar hálfblindur og hinn á skriðsundi.“ n Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur lenti í árekstri í Seltjarnarneslaug á dögunum. – DV „Já, við þurfum að hlæja og þetta ástand er frjór jarðvegur fyrir gott grín.“ Silja Hauksdóttir, leikstjóri Áramótaskaupsins, telur gott skaup vera gott fyrir þjóðina á krepputímum. – Fréttablaðið „Stjórnvöld hafa vanrækt skyldu sína.“ n Hermann Guðmunds- son, forstjóri N1, á opnum félagsfundi Samtaka atvinnulífs þar sem hann talar um að um að margt hefði verið hægt að gera til að afstýra hruni íslensku bankanna. – mbl.is „Það er á hreinu að þessir strákar fá ókeypis boli og hanska á næstu tónleikum.“ n Óprúttnir náungar brutust inn í Hljóðfærahúsið á dögunum en það eina sem þeir stálu var varningur rokksveitarinnar Dr. Spock, gulir gúmmíhanskar og bolir. Arnar Gíslason trommuleikari sá þó ákveðinn heiður felast í þjófnaðinum. – Fréttablaðið bókstafLegasveRð og skjölduR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.