Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 37
„Ég er Reykjavíkurmær. Fædd í borginni og uppalin,“ segir Svan- hildur Jakobsdóttir, útvarpskona og söngkona, spurð um uppruna sinn. Svanhildi þekkja margir enda söng hún sig inn í hjarta þjóðarinnar svo um munaði við undirleik eig- inmanns síns Ólafs Gauks tón- listarsnillings með hljómsveitinni Sextett Ólafs Gauks sem náði gífur- legum vinsældum hér á árum áður. Dreymdi alltaf um tónlist „Þetta byrjaði allt eftir að ég kynnt- ist Gauki, þá á ég við Óla, ég kalla hann alltaf Gauk. Hann hafði spil- að í mörg ár áður en við kynnt- umst og tókst honum á skömmum tíma að koma mér inn í tónlistina.“ Svanhildur viðurkennir þó að hafa alltaf dreymt um að vinna við tón- list. „Ég kunni öll vinsæl dægurlög aftur á bak og áfram.“ Aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri gekk Svanhildur að eiga Ólaf Gauk og áður en hún vissi af var hún svo farin að syngja og skemmta úti um allt land ásamt sínum eiginmanni. Hljómsveitin Sextett Ólafs Gauks, sem þau hjón- in skipuðu sem og aðrir íslenskir tónlistarsnillingar eins og Rúnar Gunnarsson heitinn, varð ein vin- sælasta hljómsveit landsins um tíma og gerði lög eins Segðu ekki nei, Undarlegt með unga menn, Því ertu svona uppstökk, Vest- mannaeyjalög Oddgeirs Kristjáns- sonar og fleiri góð lög vinsæl. „Við ferðuðumst hring eftir hring eftir hring í kringum þetta land í mörg ár og komum fram og má eiginlega segja að við höfum varla ferðast hér innanlands síðan,“ segir Svan- hildur og hlær. Skemmtilegur tími en stundum erfiður Svanhildur segir þennan tíma hafa verið einstaklega skemmti- legan en sömuleiðis mjög oft erf- iðan. „Það er mikil vinna á bak við það að ferðast með hljómsveit ef maður tekur það alvarlega eins og við vissulega gerðum. Það að pakka upp hljóðfærum og ganga frá þeim á hverju kvöldi sem og öllu öðru sem hljómsveit fylg- ir er talsvert mál. Margir halda að hljómsveitarlífið sé stanslaus glaumur og gleði en það er fjarri lagi.“ Hljómsveitin kom einn- ig fram í sjónvarpi og urðu andlit meðlimanna því vel þekkt. Svan- hildur, sem átti gífurlegum vin- sældum að fagna, vill þó ekki meina að hún hafi verið stjarna þó að margir vildu eflaust meina annað. „Vissulega vissu margir hver við vorum enda þótti merki- legt að koma fram í sjónvarpinu á þessum tíma.“ Framhald á næstu síðu föstudagur 14. nóvember 2008 37Helgarblað Svanhildur Jakobsdóttir var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar hér á árum áður. Hún skemmti þjóðinni ásamt hljómsveitinni Sex- tett Ólafs Gauks við góðar undirtektir í mörg ár. Nú 67 ára gömul á Svanhildur rúm tuttugu farsæl ár að baki í útvarpi. Hún rek- ur Gítarskóla Ólafs Gauks ásamt eiginmanni sínum og er hvergi nálægt því að setjast í helgan stein. Hún rifjaði upp gömlu góðu tímana með Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur. Hálf öld með Ólafi Gauki Mamma á daginn, söngkona á kvöldin „Í raun hentaði starfið mjög vel því ég gat verið heima með börnin á daginn og sungið á kvöldin þegar þau voru farin að sofa. Þess á milli fengu þau bara að skottast með okkur í vinnunni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.