Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 21
föstudagur 14. nóvember 2008 21Helgarblað „Ég er bara stopp í lífinu. Það er bara á bið,“ segir Kristín Ýr Gunn- arsdóttir, 25 ára atvinnulaus og ein- stæð tveggja barna móðir, sem seg- ir ástandið á Íslandi í dag vera með öllu ólíðandi. Hún er ein þeirra tæp- lega þrjú þúsund Íslendinga sem misstu vinnuna í síðasta mánuði og eru mjög reiðir yfir því hvernig fyrir þeim er komið. Henni er nóg boð- ið og á dögunum kom hún að skipu- lagningu borgarafunda í Iðnó þar sem almenningur krafðist svara. Átti að fá viku uppsagnarfrest Kristín Ýr starfaði sem blaðamað- ur á 24 stundum þegar nær öllum starfsmönnum blaðsins var sagt upp í síðasta mánuði. Vandræði hennar voru samt sem áður meiri en þau að vera nú orðin atvinnulaus í fyrsta skipti á ævinni. „Upphaflega átti ég bara að fá viku í uppsagnafrest þó svo ég hefði starfað hjá fyrirtækinu í ár. Ég var blaðamaður á reynslu og var að- eins nokkrum dögum frá því að vera fullráðin,“ segir Kristín. Hún segir starfsaldur sinn ekki hafa ver- ið metinn nema frá þeim tíma sem hún starfaði sem blaðamaður. „Mér tókst að fá það í gegn að uppsagn- arfresturinn yrði þrjár vikur. Það er erfitt að finna sér vinnu í dag þannig að eins og gefur að skilja er vika ekki langur tími. Ég leitaði réttar míns en það var ekkert hægt að gera þar sem ég hafði farið frá VR yfir í Blaða- mannafélag Íslands á þessum tíma. Þannig að það skipti ekki máli þótt ég hefði bara færst um deild innan fyrirtækisins,“ segir Kristín ósátt. Grátandi fólk í röðum Kristín segir það hafa verið mikið áfall að vera sagt upp. „Ég las þetta fyrst á netinu, reyndar á dv.is, en ég er í raun ekki búin að átta mig á þessu fyrr en fyrst núna, í þessari viku. Hvernig ástandið er og hvað er að fara gerast. Ég skráði mig á at- vinnuleysisbætur á föstudaginn fyr- ir tveimur vikum. Hjá Vinnumála- stofnun var brjálað að gera, fullt út úr dyrum og víða fólk grátandi í röð- inni. Það var svo mikil ringulreið að ég áttaði mig fyrst þá á hvernig ástandið væri,“ segir Kristín Ýr um fyrstu vikur sínar í atvinnuleysi. Atvinnuleysisbætur duga skammt Kristín keypti sér íbúð í ársbyrjun en segir að nú sé erfitt að reka heimilið á atvinnuleysisbótum. „Það að reka heimili með tveggja og sjö ára dæt- ur mínar á atvinnuleysisbótum er ekki að fara gera sig. Sem betur fer er ég ekki skuldug manneskja en ég er með yfirdrátt þar sem vextirnir hækka og hækka, ég þarf að borga af íbúðinni minni, bílnum, hita og rafmagn. Íbúðalánið hefur stað- ið ágætlega hingað til en afborgan- ir af bílaláninu hafa hækkað úr 11 þúsund krónum á mánuði upp í 30 þúsund krónur frá því í desember í fyrra.“ Stopp í lífinu Kristín segist vera í afar erfiðri stöðu þessa dagana. Hún hafi velt fyrir sér að fara í nám en þar hafi hún mætt enn einni hindruninni. „Ég er bara stopp í lífinu. Það er bara á bið. Ég get ekki farið í menntaskóla til að klára hann því þá fæ ég ekki at- vinnuleysisbætur. Ég kemst ekki að í háskóla af því ég er ekki með stúd- entspróf. Ég er í hópi þeirra sirka 4.500 einstaklinga sem eru atvinnu- lausir í dag og margt af því fólki er menntað. Þannig að sama hvaða vinnu ég sæki um ég er alltaf sett aft- ast í röðina. Á eftir fólki með gráður. Ég er búin að sækja um sex störf. Ég er á skrá hjá nánast öllum atvinnu- stofum en það er aldrei hringt. Ég bara get ekkert gert,“ segir Kristín reið og sár. Allir að missa vinnuna Á erfiðleikatímum sínum undanfar- ið hefur Kristín getað reitt sig á fjár- hagsaðstoð frá barnsföður sínum sem hefði létt undir með henni og dætrum hennar tveimur. Hann hafi nú hins vegar líka misst vinnuna og ástandið er því ansi dökkt. „Allir í kringum mann eru að missa vinn- una. Ég er heppin að eiga góða að og það eru allir reiðubúnir að aðstoða mann, það bara getur það enginn. Það er búið að minnka yfirvinnuna hjá mörgum í kringum mig. Aðr- ir bíða upp á von og óvon með að hreinlega halda vinnunni. Þannig að það eru allir á sama stað í þessu óvissuástandi,“ segir Kristín. Almenningur standi saman Kristín Ýr var ein þeirra sem komu að skipulagningu borgarafundanna í Iðnó á dögunum sem slógu í gegn. Hún segir tildrög þeirra mega rekja til að faðir hennar hafði samband við hana og honum var nóg boð- ið yfir ástandinu. „Hann vildi bara fá svör. Fá að vita hvað væri í gangi í kringum okkur. Þannig hrintum við þessu í framkvæmd. Við vorum bara fjögur í upphafi en síðan hefur þessu verkefni vaxið ásmegin og við munum standa fyrir öðrum borg- arafundi á laugardaginn næstkom- andi,“ segir Kristín og hún er með svör á reiðum höndum aðspurð hvaða skilaboðum hún vilji koma til almennings í landinu sem sé í svip- uðum sporum. „Fólk þarf að standa meira saman og ég held að við þurf- um að taka upp þessi gömlu góðu gildi sem okkur voru kennd. Það eru allir búnir að vera í sínu horni að reyna að græða, en núna þurf- um við að sýna samstöðu og hjálpa hvert öðru. Að vita það að maður er ekki einn í þessu er nokkuð sem kemur manni í gegnum daginn. Og það er einmitt það sem við leitum eftir á þessum borgarafundum, við þurfum að fá svör. Alþingi veit ekki hvað er í gangi, það getur enginn gefið nein svör. Núna er maður á atvinnuleysisbótum, hvað er langt þangað til sá peningur er búinn? Hvað get ég lengi treyst á það að fá bætur svo ég geti borgað undir mig og börnin mín?“ spyr Kristín Ýr aug- ljóslega reið. Íhugar að flýja land Kristín segir ólíðandi óvissuástand hér á Íslandi þar sem lítil sem eng- in svör fáist frá ráðamönnum sem hafi framtíð almennings í höndum sér. „Það veit enginn neitt. Hver er framtíð mín? Hver er framtíð mín á þessu landi, á ég að flytja úr landi? Er það eini möguleikinn fyrir mig í stöðunni að reyna bara að koma fótunum undir mig einhvers stað- ar annars staðar? Hvernig verður þetta? Það eru til peningar í landinu sem rúlla núna en þeir verða ekki til bráðum.“ Kristín segir að hún sé núna á þeim tímamótum að hún sé að kanna hvort hún þurfi að flýja land og flytja eitthvert annað. „Það er nokkuð sem ég er að kanna. Ég veit ekki hvort ég þurfi að byrja á að fara ein úr landi og skilja börnin eftir hjá fjölskyldu minni en ég get þetta ekki til lengdar. Og ég heyri það að fólk á mínum aldri og í kringum mig er mikið að velta þessum möguleika fyrir sér. Ástandið er kannski ekki gott úti, en það er örugglega betra en hér.“ Börnin veita tilgang „Ég er mjög reið yfir þessu ástandi. Ég tel mig mjög heppna að eiga börn í þessu ástandi því ég þarf að vakna á morgnana. Þau eru það sem ýtir mér áfram í gegnum það reiði- leysi sem ég er í eftir að ég skutla þeim á leikskólann eða skólann. Ég hef tilgang. Ég get ekki ímynd- að mér hvernig væri að vera í þessu ástandi án þess að eiga börnin mín til að veita mér styrk,“ segir Kristín Ýr Gunnarsdóttir að lokum. Ábyrgð fjölmiðla tækluð Borgarafundirnir hafa verið vel sótt- ir og segir Kristín að næsti fundur sé fyrirhugaður mánudaginn 17. nóv- ember næstkomandi. Mun hann fara fram í húsakynnum skemmti- staðarins NASA klukkan 20. „Þar verður sjónum beint að ábyrgð fjölmiðla og umfjöllun þeirra um ástandið,“ segir Kristín spurð um fundinn. Að hennar sögn hafa nú þegar nokkrir þjóðþekktir fjöl- miðlamenn boðað komu sína, þar á meðal Egill Helgason og Sigmund- ur Ernir Rúnarsson. „Eftir sem áður verður útgangspunkturinn sá sami. Við skorum á ráðamenn og aðra háttsetta að koma og hlusta á fólk- ið,“ segir Kristín. Hún vill að lokum minna á að fundirnir séu ekki mót- mæli eins og þau sem átt hafa sér stað hingað til. Heldur siðmenntuð leit að svörum þar sem viðmælend- ur sitja fyrir þeim. Kristín Ýr Gunnarsdóttir er 25 ára einstæð tveggja barna móðir sem, eins og tæplega þrjú þúsund Íslendingar í síðasta mánuði, missti vinnu sína. Hún neitar hins vegar að gefast upp þó lífið í atvinnuleysinu reynist henni erfitt. Hún kemur að skipulagn- ingu borgarafundanna í Iðnó og segir mikilvægt að fólk hætti að húka eitt úti í horni og fari að standa saman. Í samtali við DV segir hún frá erfiðleikum sínum í atvinnuleysinu og skoðunum sínum á ástandinu. FINN LJÓSIÐ Í DÆTRUNUM SiGurður MiKAel jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is „Hjá Vinnumálastofnun var brjálað að gera, fullt út úr dyrum og víða fólk grátandi í röðinni. Það var svo mikil ringulreið að ég áttaði mig fyrst þá á hvernig ástandið væri.“ Flott VW Bora árg 99 ekinn 167.000 skoðaður 09 ATH! hægt er að yfirtaka ca 220 þúsund króna lán sem er hjá Lýsingu hagstætt lán afborgnir ca 15 þús á mánuði og 100 þús í milligjöf. Upplýsingar í síma 8588657 eða 8451967. BÍLL TIL SÖLU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.