Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 6
föstudagur 14. nóvember 20086 Fréttir Sandkorn n Bloggfærsla Jónasar Krist- jánssonar um að tveir þjóð- þekktir einstaklingar hafi skollið saman í sundlauginni á Seltjarnarnesi hefur sett rólega tilveru fastagesta laugarinn- ar í talsvert uppnám. Jónas greindi frá því að í lauginni synti fólk jafnan fram og aftur á brautunum og því hefði harkalegur árekst- ur orðið þegar þjóðþekktur sundkappi sem vanur er um- ferðarreglum Vesturbæjarlaug- ar, þar sem synt er í 0, þvældist fyrir vanaföstum Seltirningi. DV upplýsti í gær að annar þjóðþekkti sundmaðurinn væri Ólafur Haukur Símonarson. Hinn er óþekktur. Sundfólk á Seltjarnarnesi má þó þakka sín- um sæla að Dorrit Moussaieff forsetafrú stundi ekki laugina. Dorrit syndir nefnilega í S og myndi því klessa á allt og alla. n Hallgrímur Thorsteinsson er hættur sem ritstjóri vefmið- ilsins Eyjan.is eftir tæplega fjögurra mánaða starf. Hann kveður lesendur á „mestu um- brotatímum síðari tíma á Íslandi“ og segir Eyjuna eiga því láni að fagna að sagnfræðingurinn og ofur- bloggarinn Guðmundur Magn- ússon hafi fengist til þess að taka við af honum. Guðmund- ur hefur komið víða við í net- heimum og var meðal annars ritstjóri dv.is á síðasta ári. Hann segir á Eyjunni að það séu mikil „forréttindi að taka við ritstjórn öflugs vefrits eins og Eyjunnar við þær aðstæður sem nú ríkja á Íslandi“. Þá boðar hann breyt- ingar þótt stakkur verði sniðinn eftir vexti. n Þó Bjarni Harðarson hafi sagt af sér þingmennsku fyrir að senda leynibréf á alla fjöl- miðla er hann ekki hættur að blogga. Á bloggi sínu hvetur hann landsmenn til þess að hlusta á viðtal Kastljóss við Ólaf Ragnar Grímsson þar sem hann útskýrir fyrir þjóðinni reginmisskilning sem sendi- herra Noregs lagði í orð hans. Sá sagði Ólaf hafa boðist til að lána Rússunum aðstöðu á Mið- nesheiðinni. Þessu neitaði Ól- afur að vísu. En hann minntist á margar vinnustaðaheimsókn- ir, kannski Bjarni hafi verið að benda á það áhugaverða mál. Ultratone Akureyri Sunnuhlíð Upplýsingar í síma 821 4970 eftir kl 13:00 DETOX! Kynntu þér kosti Ultratone Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, upp- lýsti í viðtali við Björn Inga Hrafns- son í Markaðnum á Stöð 2 síðast- liðinn laugardag, að komið hefði til harðra orðahnippinga milli hans og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra, í tengslum við aðalfund Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í fyrra. Aðalfundurinn var haldinn laug- ardaginn 20. október í höfuðstöðv- unum í Washington í fyrra. Tveir starfsmenn Seðlabankans í hópi boðsgesta vilja ekki tjá sig um orða- skak Sigurðar og Davíðs. Hafði í hótunum Samskiptin við sjóðinn fara ekki síst fram í gegnum seðlabanka aðild- arlanda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í tengslum við aðalfundinn í fyrra bauð Seðlabankinn til veislu þar sem margir fyrirmenn viðskiptalífsins voru meðal boðsgesta ásamt stjórn- endum Seðlabanka Íslands og mök- um. Það var í þessu boði sem til orðahnippinga kom á milli Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórn- ar Seðlabankans, og Sigurðar Ein- arssonar, sem þá var stjórnarfor- maður stærsta banka landsmanna. Á þeim tíma hafði Kaupþing ósk- að formlega eftir því við stjórnvöld að fá heimild til þess að gera upp og færa bókhald bankans í evrum en ekki íslenskum krónum. Gegn slíkum áformum lagðist Davíð af þunga þótt málið heyrði ekki beint undir Seðlabankann og ágrein- ingsmál kæmu á endanum til kasta Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Eins og Sigurður greindi frá í umræddu viðtali við Björn Inga kastaðist í kekki milli hans og Dav- íðs undir borðum í veislunni. „Ég hef nú ekki mikla löngun í að vitna í svona samtöl en hann lét mjög óþægileg orð falla.“ Davíð hefði hótað því að „taka þá niður“ eins og hann orðaði það. „Mér var auðvitað mjög brugð- ið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn,“ sagði Sigurður. Voru á staðnum en tjá sig ekki Undir þessum hótunum seðla- bankastjórans lagði Kaupþing til hliðar beiðni um að fá að færa bókhald sitt í evrum. Raunar hafði Árni Mathiesen fjármálaráðherra, flokksbróðir Davíðs, beðist undan því að þurfa að úrskurða í málinu. Í samtali við DV heldur Sigurð- ur framburði sínum óbreyttum en kveðst ógjarnan vilja blanda sér í deilumál líðandi stundar. „Við liggj- um undir ámæli fyrir að hafa fengið miklar fjárhæðir í okkar hlut. Það er fullkomið aukaatriði í stóru mynd- inni sem við blasir eftir hrun bank- anna.“ DV hefur leitað eftir því að fá orð Sigurðar staðfest og meðal annars fengið ábendingar um að Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri al- þjóða- og markaðssviðs Seðlabank- ans, hafi verið nærstaddur og hlýtt á orðaskak Sigurðar og Davíðs. Sturla kannast við að hafa ver- ið í boðinu en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um það sem þar gerðist. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, stað- gengill framkvæmdastjóra í Seðla- bankanum, er einnig sögð hafa ver- ið í nágrenni við Davíð og Sigurð þegar í brýnu sló milli þeirra. Hún kannast einnig við að hafa verið í umræddu boði í Washington seint í október í fyrra en vill að öðru leyti ekki tjá sig um það sem þar fór fram. „Ég er starfsmaður Seðla- bankans og bankastjórnin annast undantekningarlaust öll samskipti við fjölmiðla,“ segir Lilja. Brot í opinberu starfi? DV hefur borið efni orðahnipp- inganna á milli Sigurðar og Dav- íðs undir löglærða menn. Þeir vísa til 14. kafla almennra hegningar- laga sem fjallar um brot í opinberu starfi og telja að ummæli og hót- anir Davíðs Oddssonar kunni að falla undir 134. grein laganna. Hún hljóðar svo: Misnoti opinber starfs- maður stöðu sína til þess að neyða mann til að gera eitthvað, þola eitt- hvað eða láta eitthvað ógert, þá skal hann sæta fangelsi allt að 3 árum. JóHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Mér var auðvitað mjög brugðið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn.“ UNDIRMENN DAVÍÐS ÞÖGLIR SEM GRÖFIN Starfsmenn Seðlabankans, sem sátu veislu í Washington fyrir ári ásamt Davíð oddssyni seðlabankastjóra og sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórn- arformanni Kaupþings, vilja ekki tjá sig um það sem fram fór í veislunni. Sigurður segir að Davíð hafi hótað að knésetja Kaupþing ef þeir létu ekki af kröfum um að fá að færa rekstur bankans í evrum. Davíð oddsson starfsmenn seðlabankans voru nærri sigurði og davíð í veislunni en vilja ekki tjá sig um málið. sigurður Einarsson davíð lét mjög óþægileg orð falla og hótaði að „taka niður“ Kaupþing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.