Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Síða 6
föstudagur 14. nóvember 20086 Fréttir Sandkorn n Bloggfærsla Jónasar Krist- jánssonar um að tveir þjóð- þekktir einstaklingar hafi skollið saman í sundlauginni á Seltjarnarnesi hefur sett rólega tilveru fastagesta laugarinn- ar í talsvert uppnám. Jónas greindi frá því að í lauginni synti fólk jafnan fram og aftur á brautunum og því hefði harkalegur árekst- ur orðið þegar þjóðþekktur sundkappi sem vanur er um- ferðarreglum Vesturbæjarlaug- ar, þar sem synt er í 0, þvældist fyrir vanaföstum Seltirningi. DV upplýsti í gær að annar þjóðþekkti sundmaðurinn væri Ólafur Haukur Símonarson. Hinn er óþekktur. Sundfólk á Seltjarnarnesi má þó þakka sín- um sæla að Dorrit Moussaieff forsetafrú stundi ekki laugina. Dorrit syndir nefnilega í S og myndi því klessa á allt og alla. n Hallgrímur Thorsteinsson er hættur sem ritstjóri vefmið- ilsins Eyjan.is eftir tæplega fjögurra mánaða starf. Hann kveður lesendur á „mestu um- brotatímum síðari tíma á Íslandi“ og segir Eyjuna eiga því láni að fagna að sagnfræðingurinn og ofur- bloggarinn Guðmundur Magn- ússon hafi fengist til þess að taka við af honum. Guðmund- ur hefur komið víða við í net- heimum og var meðal annars ritstjóri dv.is á síðasta ári. Hann segir á Eyjunni að það séu mikil „forréttindi að taka við ritstjórn öflugs vefrits eins og Eyjunnar við þær aðstæður sem nú ríkja á Íslandi“. Þá boðar hann breyt- ingar þótt stakkur verði sniðinn eftir vexti. n Þó Bjarni Harðarson hafi sagt af sér þingmennsku fyrir að senda leynibréf á alla fjöl- miðla er hann ekki hættur að blogga. Á bloggi sínu hvetur hann landsmenn til þess að hlusta á viðtal Kastljóss við Ólaf Ragnar Grímsson þar sem hann útskýrir fyrir þjóðinni reginmisskilning sem sendi- herra Noregs lagði í orð hans. Sá sagði Ólaf hafa boðist til að lána Rússunum aðstöðu á Mið- nesheiðinni. Þessu neitaði Ól- afur að vísu. En hann minntist á margar vinnustaðaheimsókn- ir, kannski Bjarni hafi verið að benda á það áhugaverða mál. Ultratone Akureyri Sunnuhlíð Upplýsingar í síma 821 4970 eftir kl 13:00 DETOX! Kynntu þér kosti Ultratone Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, upp- lýsti í viðtali við Björn Inga Hrafns- son í Markaðnum á Stöð 2 síðast- liðinn laugardag, að komið hefði til harðra orðahnippinga milli hans og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra, í tengslum við aðalfund Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í fyrra. Aðalfundurinn var haldinn laug- ardaginn 20. október í höfuðstöðv- unum í Washington í fyrra. Tveir starfsmenn Seðlabankans í hópi boðsgesta vilja ekki tjá sig um orða- skak Sigurðar og Davíðs. Hafði í hótunum Samskiptin við sjóðinn fara ekki síst fram í gegnum seðlabanka aðild- arlanda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í tengslum við aðalfundinn í fyrra bauð Seðlabankinn til veislu þar sem margir fyrirmenn viðskiptalífsins voru meðal boðsgesta ásamt stjórn- endum Seðlabanka Íslands og mök- um. Það var í þessu boði sem til orðahnippinga kom á milli Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórn- ar Seðlabankans, og Sigurðar Ein- arssonar, sem þá var stjórnarfor- maður stærsta banka landsmanna. Á þeim tíma hafði Kaupþing ósk- að formlega eftir því við stjórnvöld að fá heimild til þess að gera upp og færa bókhald bankans í evrum en ekki íslenskum krónum. Gegn slíkum áformum lagðist Davíð af þunga þótt málið heyrði ekki beint undir Seðlabankann og ágrein- ingsmál kæmu á endanum til kasta Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Eins og Sigurður greindi frá í umræddu viðtali við Björn Inga kastaðist í kekki milli hans og Dav- íðs undir borðum í veislunni. „Ég hef nú ekki mikla löngun í að vitna í svona samtöl en hann lét mjög óþægileg orð falla.“ Davíð hefði hótað því að „taka þá niður“ eins og hann orðaði það. „Mér var auðvitað mjög brugð- ið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn,“ sagði Sigurður. Voru á staðnum en tjá sig ekki Undir þessum hótunum seðla- bankastjórans lagði Kaupþing til hliðar beiðni um að fá að færa bókhald sitt í evrum. Raunar hafði Árni Mathiesen fjármálaráðherra, flokksbróðir Davíðs, beðist undan því að þurfa að úrskurða í málinu. Í samtali við DV heldur Sigurð- ur framburði sínum óbreyttum en kveðst ógjarnan vilja blanda sér í deilumál líðandi stundar. „Við liggj- um undir ámæli fyrir að hafa fengið miklar fjárhæðir í okkar hlut. Það er fullkomið aukaatriði í stóru mynd- inni sem við blasir eftir hrun bank- anna.“ DV hefur leitað eftir því að fá orð Sigurðar staðfest og meðal annars fengið ábendingar um að Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri al- þjóða- og markaðssviðs Seðlabank- ans, hafi verið nærstaddur og hlýtt á orðaskak Sigurðar og Davíðs. Sturla kannast við að hafa ver- ið í boðinu en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um það sem þar gerðist. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, stað- gengill framkvæmdastjóra í Seðla- bankanum, er einnig sögð hafa ver- ið í nágrenni við Davíð og Sigurð þegar í brýnu sló milli þeirra. Hún kannast einnig við að hafa verið í umræddu boði í Washington seint í október í fyrra en vill að öðru leyti ekki tjá sig um það sem þar fór fram. „Ég er starfsmaður Seðla- bankans og bankastjórnin annast undantekningarlaust öll samskipti við fjölmiðla,“ segir Lilja. Brot í opinberu starfi? DV hefur borið efni orðahnipp- inganna á milli Sigurðar og Dav- íðs undir löglærða menn. Þeir vísa til 14. kafla almennra hegningar- laga sem fjallar um brot í opinberu starfi og telja að ummæli og hót- anir Davíðs Oddssonar kunni að falla undir 134. grein laganna. Hún hljóðar svo: Misnoti opinber starfs- maður stöðu sína til þess að neyða mann til að gera eitthvað, þola eitt- hvað eða láta eitthvað ógert, þá skal hann sæta fangelsi allt að 3 árum. JóHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Mér var auðvitað mjög brugðið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn.“ UNDIRMENN DAVÍÐS ÞÖGLIR SEM GRÖFIN Starfsmenn Seðlabankans, sem sátu veislu í Washington fyrir ári ásamt Davíð oddssyni seðlabankastjóra og sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórn- arformanni Kaupþings, vilja ekki tjá sig um það sem fram fór í veislunni. Sigurður segir að Davíð hafi hótað að knésetja Kaupþing ef þeir létu ekki af kröfum um að fá að færa rekstur bankans í evrum. Davíð oddsson starfsmenn seðlabankans voru nærri sigurði og davíð í veislunni en vilja ekki tjá sig um málið. sigurður Einarsson davíð lét mjög óþægileg orð falla og hótaði að „taka niður“ Kaupþing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.