Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 15
föstudagur 14. nóvember 2008 15Helgarblað „Kannski er maður pínulítið að sýna umheiminum fram á það að við Íslendingar getum gert eitt- hvað.“ Þetta sagði Hannes Smára- son í viðtali við Örnu Schram í hinu skammlífa tímariti Krónik- unni í febrúar 2007, spurður hvað drifi hann og hans líka áfram í fjár- festingum sínum. Nú, ríflega einu og hálfu ári seinna, er svo sannar- lega hægt að segja að Íslendingar hafi sýnt mátt sinn, en þó aðallega til efnahagslegrar eyðileggingar. Hannes er fyrsti útrásarvík- ingurinn sem sigldi í strand eftir góðæri og útrás íslenskra athafna- manna á síðustu árum. Það gerði hann seint á síðasta ári þegar FL Group hafði hrunið í verði og steig Hannes í framhaldinu upp úr for- stjórastól FL Group. Tap FL árið 2007 var 67 milljarðar króna og á fyrstu þremur mánuðum 2008 tap- aði félagið 48 milljörðum króna. Það jafngildir 730 milljónum króna á dag, hvern einasta dag sem skrif- stofan var opin þessa þrjá mánuði. FL Group var afskráð úr Kauphöll Íslands í maí síðastliðnum. Tugmilljóna samningur Hermt er að Hannes hafi fengið sextíu til níutíu milljónir króna í starfslokasamning, þrátt fyrir að hafa keyrt félagið nánast í þrot. Miðað við aðra starfslokasamn- inga íslenskra auðmanna undan- farin ár er samningur Hannesar þó ekki ýkja dýr, ef hægt er að komast svo að orði. Bjarni Ármannsson trónir á toppnum og fékk um sex milljarða króna í kaupréttar- og starfslokasamninga að skilnaði frá Glitni og Þórður Már Jóhann- esson fékk 1,4 milljarða króna þegar leiðir skildu hjá honum og Straumi-Burðarás. Þess má geta að Ragnhildur Geirsdóttir, sem var forstjóri FL Group í fimm mánuði árið 2005, fékk 130 milljóna króna starfslokasamning og Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair, fékk greiddar 170 millj- ónir króna eftir tuttugu ára setu á stóli forstjóra Icelandair sem áður var Flugleiðir. Síðan Hannes yfirgaf flak hins brotlenta FL Group hefur lítið til hans spurst. Hann flutti til London í upphafi þessa árs þar sem hann býr nú ásamt sambýliskonu sinni og tveimur börnum, nánar tiltekið í Knightsbridge-hverfinu þar sem margir frægir og efnaðir einstakl- ingar hafa búið sér heimili. Orð- ið á götunni hefur ýmist sagt að Hannes reki þar matsölufyrirtæki, fatahreinsun eða sýsli við annan rekstur. Aðrar verri tungur hafa sagt Hannes vera illa á sig kominn andlega og sé að reyna að púsla sér saman eftir fallið af toppi íslensks fjármálalífs. Og það aðeins einu og hálfu ári eftir að einn ævintýraleg- asti uppgangur íslensks athafna- manns náði hámarki og hann var kallaður „Spútnik Íslands“ í for- síðuviðtali tímarits. Boltafimur námshestur Hannes er fæddur 25. nóvem- ber 1967 og verður því fjörutíu og eins árs í lok mánaðarins. For- eldrar hans eru Smári S. Sigurðs- son rekstrartæknifræðingur og Nanna Sigurðardóttir sálfræð- ingur. Hannes ólst upp í Sporða- grunninu í Reykjavík en bjó einn- ig í nokkur ár í Danmörku þar sem foreldrar hans voru við nám. Að loknu grunnskólanámi við Laug- arnesskóla fór hann í Menntaskól- ann í Reykjavík þar sem Hannes stóð sig vægast sagt með sóma; út- skrifaðist með ágætiseinkunn, eða yfir 9, á stúdentsprófi árið 1987. Í framhaldinu fékk hann inngöngu í MIT-háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum sem ávallt er í efstu sætum lista yfir bestu há- skóla heims. Hannes lærði fyrst verkfræði og viðskiptafræði og lauk svo MBA-prófi árið 1992. Hannes er ekki eingöngu góð- ur á bókina heldur fékk hann líka knattspyrnuhæfileika í vöggu- gjöf frá almættinu. Hann lék með Fram í yngri flokkunum og alveg upp í meistaraflokk og átti þann draum framan af að gera fótbolta- iðkun að lifibrauði sínu. Þegar horft er til þess að Hannes spilaði nokkra leiki með unglingalands- liði Íslands og fékk fótboltastyrk fyrir námi sínu við MIT er ljóst að hann var enginn meðalleikmað- ur. Hannes spilaði svo við góðan orðstír með knattspyrnuliði MIT á námsárunum. Hannes hefur einn- ig lagt stund á langhlaup og tekið þátt í fjölmörgum hlaupum, bæði á Íslandi og erlendis. Eftir útskriftina frá MIT starf- aði Hannes hjá ráðgjafafyrirtæk- inu McKinsey og Co. þar vestra. Í Bandaríkjunum kynntist Hannes Kára Stefánssyni sem varð til þess að Hannes hóf störf hjá Íslenskri erfðagreiningu skömmu eftir stofnun fyrirtækisins árið 1997. Hann var fyrst fjármálastjóri ÍE, svo framkvæmdastjóri viðskipta- þróunarsviðs og loks aðstoðarfor- stjóri. Árin hjá ÍE urðu sjö. Viðskipti og skilnaður Í viðtalinu í Krónikunni í febrú- ar á síðasta ári sagðist Hannes hafa fengið ákveðinn kauprétt í Íslenskri erfðagreiningu sem hafi orðið sérstaklega verðmætur í kringum 2000. Um það leyti seldi hann hluti sína í félaginu. Stuttu síðar byrjaði að draga úr verð- mæti bréfanna. Að sögn Hannes- ar högnuðust hann og Kári ágæt- jón Bjarki magnússon og krisTján hrafn guðmundsson blaðamenn skrifa: jonbjarki@dv.is og kristjanh@dv.is HANNESAR bRotlENdiNg hannes smárason Hannes hefur verið kallaður tákngerv- ingur efnhagshrunsins á Íslandi. mYnd sTefán karlsson hannes smárason sigldi fyrstur í strand í góðæri og útrás ís- lenskra athafnamanna. Hann setti nýtt Íslandsmet í tap- rekstri þegar FL Group skil- aði tapi upp á 67 milljarða. Hannes liggur nú undir ásök- unum um ólöglega milli- færslu úr sjóðum FL. Hann gat sér fyrst orð í íslenskum viðskiptaheimi sem lykil- starfsmaður hjá Íslenskri erfðagreiningu og seldi hlut sinn þar áður en verðmæti bréfanna hrapaði. Sumir segja að hann sé eldklár viðskipta- maður, aðrir segja hann eyði- leggja fyrirtæki og vera hættu- legan íslensku viðskiptalífi. glatt á hjalla Hannes (lengst til hægri) og unnur sigurðardóttir, sambýliskona hans (lengst til vinstri), á góðri stundu ásamt vinafólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.