Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 34
föstudagur 14. nóvember 200834 Helgarblað Magnús Scheving er nýjasta viðbótin við Íslendinga sem hafa gert það gott í Holly- wood. Þeir eru ekki margir hingað til en alltaf bætist við listann. Sérstaklega und- anfarið með góðu gengi Magnúsar, Anítu Briem, Gísla Arnar og Baltasars Kor- máks. DV tók saman lista yfir helstu Hollywood-stjörnur okkar Íslendinga. Framleiðir myndir með stórstjörnum sigurjón sighvatsson, popparinn frá Keflavík, flutti til Los angeles á háskólastyrk til þ ess að læra kvikmyndafræði. fyrsta myndin sem hann framleiddi hét P.I. Private Investig ator og hlaut gríðarlega athygli hér heima þá sérstaklega þar sem Íslendingur kom að myndinni. síðar startaði sigurjón framleiðslufyrirtækinu Propaganda films og sló fyrirtækið rækilega í strax í gegn með david Lynch-myndinni Wild at Heart sem ska rtaði nicholas Cage og Lauru dern í aðalhlutverkum. Í kjölfar Wild at Heart framleiddi Propaganda þættina twin Peaks sem fóru sigurför um heim allan. sigurjón hefur síð an þá komið að mörgum af helstu kvikmyndum vestanhafs og verður að teljast mjög virtu r í bransanum. Hann stjórnar nú framleiðslufyrirtækinu Palomar Pictures og framleiðir myndina brothers með Jake gyllenhaal og natalie Portman og tobey maguire í aðalhlutverkum. Illi galdrakarlinn takist vel til gæti gísli örn orðið ein frægasta Hollywood-stjarna Íslands fyrr og síðar. Hann leikur vonda karlinn í stórmyndinni Prince of Persia sem er byggð á samnefndum tölvuleik. Það er enginn annar en Jake gyllenhaal sem leikur aðalhutverk myndarinnar og sjálfur Jerry bruckheimer sér um framleiðsluna. Þekktustu verk bruckheimers eru Pirates of the Caribbean- myndirnar og þættir eins og CsI. gísli verður þó vel sminkaður og því óvíst að hann muni þekkjast í útliti. engu að síður má búast við miklum vinsældum myndarinnar um allan heim. Leikstýrir vinsælasta sjónvarpsþætti heims egill örn egilsson, eða eagle eins og hann kallar sig, er þekktastur fyrir aðild sína að sjónvarpsþáttunum CsI: miami. Heimsmetabók guinness útnefndi þá á sínum tíma vinsælustu sjónvarpsþætti heims. eagle hefur bæði leikstýrt og framleitt þættina en næsti þáttur af CsI: miami, sem sýndur er á skjá einum, er einmitt undir hans leikstjórn. eagle hefur einnig unnið sem myndatökustjóri fyrir hina geysivinsælu þætti the Wire. Of course my Horse eyþór gunnarsson var kærasti Lindu Péturs- dóttur á þeim tíma er hún sigraði í ungfrú alheims keppninni. en það slitnaði upp úr því sambandi stuttu eftir krýninguna. eyþór var athafnaskáld mikið og er enn í dag, en líf hans breyttist mikið er hann kynntist eli roth, ungum leikstjóra frá Hollywood sem var staddur hér á landi til þess að kynna hryllings- mynd sína Cabin fever. Á milli þeirra skapaðist mikil vinátta, svo mikil að eli skrifaði Íslending inn í handritið að Hostel, mynd sem var í bígerð. nokkrir þjóðþekktir reyndu fyrir sér í áheyrnarprufunni en engin nógu góður. Á endanum var það eyþór sjálfur sem fór með hlutverkið og stóð sig með mikilli prýði þangað til hann var afhausaður. Maðurinn á bak við grímuna Hinn íslensk-ameríski gunnar Hansen er án efa frægasta Hollywood- stjarna Íslands fyrr og síðar. Í það minnsta persónan hans þó að maðurinn á bak við grímuna sé ekki jafnfrægur. gunnar lék ófétið Leatherface í hinni heimsfrægu hrollvekju texas Chainsaw massacre árið 1974. gunnar, sem hefur leikið í þó nokkrum myndum síðan og nú síðast íslensku myndinni reykjavík Whale Watching massacre, lifir enn góðu lífi af hlutverki sínu sem Leatherface. Hann fer á nokkrar ráðstefnur á ári og gefur eiginhandar- áritanir og talar við aðdáendur. Fór fyrir illum Íslendingum maría ellingsen hóf Hollywood-ferilinn í amerísku sápuóperunni santa barbara á níunda áratugnum. Þar má segja að maría hafi verið uppgvötv- uð og fékk hún í kjölfarið hlutverk í disney-myndinni d2: the mighty ducks. Þar fór hún með hlutverk aðstoðarþjálfara íslenska íshokkílands- liðsins sem var „vondu karlarnir“ í myndinni. eftir það hefur hún aðallega einbeitt sér að ferlinum hér heima á Íslandi þar til hún nældi sér í hlutverk í dönsku spennuþáttaröðinni erninum. í Hollywood
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.