Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 26
föstudagur 14. nóvember 200826 Fókus u m h e l g i n a „Þetta eru tólf lög sem ég hef gert við ljóð ýmissa skálda auk þess að gera þrjá texta sjálfur,“ segir Tómas R. Einarsson um nýjustu plötu sína, Trúnó, en þar má heyra lög hans við kvæði Ingibjarg- ar Haraldsdóttur, Kristínar Svövu Tóm- asardóttur, Halldórs Kiljan Laxness, Vilborgar Dagbjartsdóttur, Sveinbjarn- ar I. Baldvinssonar og Steins Steinarr, auk áðurnefndra texta eftir Tómas. Lögin eru svo flutt af þeim Ragn- heiði Gröndal og Mugison við undir- leik Tómasar, Ómars og Óskars Guð- jónssona, Davíðs Þórs Jónssonar og Matthíasar Hemstock. „Ég hef spilað með þessum drengj- um í mörg ár og núna í haust spiluðum við til dæmis á djasshátíðum í Rúmen- íu og Þýskalandi. Við höfum spilað lat- íntónlistina mína úti um allt hér heima og víða erlendis síðustu fimm árin,“ segir Tómas. Hefur afhent mörg trúnaðarbréf um ævina „Flest kvæðanna á disknum fjalla um efni sem þú gætir rætt við nána vini, síðla nætur á spjalli. Þess vegna heit- ir platan Trúnó. Kvæðin fjalla flest um það sem stundum er kallað innstu hjartans mál. Ástina og samviskubit- ið og breyskleika af ýmsu tagi, sem og tilvist guðs sem Ingibjörg Haraldsdótt- ir veltir fyrir sér í ljóðinu Sumarkvöld við Hvalfjörð. Þetta er efni sem maður ræðir stundum við sína nánustu vini á hreinskilinn hátt,“ útskýrir Tómas. Aðspurður hvort hann sjálfur sé það sem kalla má trúnókóngur svarar hann hlæjandi: „Já, ég hef afhent mörg trún- aðarbréf um ævina og sennilega fleiri en flestir sendiherrar afhenda á sínum ferli. Það er þó ekki beinlínis þannig að allt í kvæðunum sé sprottið út úr mínu eigin lífi. En öll þessi kvæði hafa í sér einhvern trúnaðarhljóm sem höfðaði til mín.“ Þægilegra að gera hlutina sjálfur Þessi söngdiskur er undantekning hjá Tómasi sem hefur fyrst og fremst sam- ið ósungna tónlist. „Ég hef nú svo sem komið nálægt því áður að gera plötur með sungnum lögum. En það er dálít- ið langt síðan ég hef gert heila sungna plötu og það er töluvert öðruvísi. Þetta er alveg súperfólk sem ég vann með Tónlistarmaðurinn Tómas R. Einarsson hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn af fremstu djasstónlistarmönnum þjóðarinnar. Á dögunum sendi hann frá sér plötuna Trúnó þar sem hann bregður örlítið út af vananum og fær Mugison og Ragnheiði Gröndal til að syngja vel valin kvæði við lög Tómasar.Pönkari með prestsdrauma rúnaðarbréf Ást við fyrstu sýn Á sunnudaginn, 16. nóvember, degi íslenskrar tungu, mun Haraldur Jónsson myndlistarmaður þreifa á nokkrum verkum sem vekja áhuga hans á sýningunni Ást við fyrstu sýn - ný aðföng úr Würt-safninu sem nú stendur yfir í listasafni Íslands. Í tilefni dagsins mun Haraldur sérstak- lega nálgast forvitnileg tengsl orðs og myndar, núning sjónar og tungu sem og síbreytileg valdahlutföll þessara heima. Líta listaverk eins út þegar þau hanga innan um föt og samlokur? Hvað með skilti sem er komið inn á safn, er það orðið að listaverki? Alma Dís Kristinsdóttir býður fjölskyldum í forvitnilegan leiðangur um miðbæ- inn á sunnudaginn klukkan 14. Leið- angurinn hefst í A-sal Hafnarhússins og færist síðan út fyrir veggi safns- ins. Tilgangurinn er annars vegar að skoða listaverk úr eigu Listasafns Reykjavíkur sem eru uppi hjá versl- unum og þjónustuaðilum í mið- borginni, og hins vegar ólíka hluti sem sömu fyrirtæki lánuðu safninu til að hafa til sýnis í Hafnarhúsinu. Hönnuðurinn Katrín Ólína Pét- ursdóttir mun svo sitja fyrir svör- um í listamannsspjalli í Hafnarhúsi klukkan 15 á sunnudaginn. Katr- ín er einn listamannanna sem eiga verk á sýningunni ID LAB sem þar stendur nú yfir en fjallað hefur ver- ið um verk hennar í fjölmörgum al- þjóðlegum tímaritum og bókum. ID LAB er sýning á verkum listamanna sem nota kraftmikil auðkenni tísku og hönnunar til að skoða tíðaranda samtímans. Listamennirnir eru allir þekktir fyrir vinnu sína sem mynd- listarmenn en hafa einnig flestir unnið að verkefnum á sviði hönn- unar og þannig haft áhrif á tísku og tíðaranda. Aðrir sem eiga verk á sýn- ingunni eru Gjörningaklúbburinn, Hrafnhildur Arnardóttir, Huginn Þór Arason og Jón Sæmundur Auð- arson. Fjölskylduleiðangur og listamannsspjall til boða í Hafnarhúsi um helgina: föt, samlokur og tíðarandi sýningarlok í 101 Projects Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Tamy Ben-Tor í 101 Projects að Hverfgisgötu 18a en henni lýkur á sunnudaginn. Ben-Tor er fædd í Ísrael og býr í New York. Flest verka hennar eru myndbandsverk en hún er jafnframt þekkt fyrir gjörninga sína sem hún hefur flutt við mikil fagnað- arlæti í leikhúsum, á gjörningahátíð- um og næturklúbbum, að því er segir í tilkynningu. Ben-Tor kemur sjálf fram í verkum sínum, bregður sér í ýmis gervi og leikur karaktera sem hún byggir á þekktum erkitýpum. rætur sólkrossins Í tilefni af útgáfu skáldsögunnar Sólkross eftir Óttar M. Norðfjörð verður efnt til málþings um Einar Pálsson og kenningar hans um íslenska forn- menningu á morgun, laug- ardag. Efnivið- ur skáldsög- unnar byggist að miklu leyti á ritsafni Ein- ars, Rætur íslenzkrar menningar, og þá fyrst og fremst kenningum hans um Rangárhjól- ið svokallaða. Málþingið verður haldið í húsakynnum Ásatrúar- félagsins, Síðumúla 15, og hefst klukkan 14. Erindi halda Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði, Þórarinn Þórarinsson arkitekt og Goddur myndlistarmaður sem mun ræða um heilaga geómetríu sem er sjálfur kjarninn í fræðum Einars. fjölskyldu- tónar í salnum Í tilefni af útkomu hinnar geysi- vinsælu barnaplötu Gilligill verða haldnir sérstakir Gilligill-tónleikar í Salnum í Kópavogi alla sunnudaga fram að jólum. Tónleikarnir fara fram klukkan 13.00 og 15.00. Fyrstu tónleikarnir eru núna á sunnudag- inn, 15. nóvember. Leikin verða lög af Gilligill, sem er barnaplata með lögum og textum eftir Braga Valdimar Skúlason, oft kenndan við Baggalút. Platan hefur fengið frá- bæra dóma og gríðargóðar viðtökur þar sem hún hefur ómað. Þá hefur lagið Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn hlotið verðskuldaða athygli. Miðasala fer fram á midi.is og á sal- urinn.is. Hefur afhent mörg „Mér fannst þetta hljóðfæri líta svo vel út á sviði að maður hlyti bara að vera dálítið flottur með þetta“ tómas hefur spilað á kontrabassann í þrjátíu ár en auk þess sem hljóðfærið lítur svo vel út hreifst hann aðallega af hlutverki kontrabassans í djassmúsíkinni. MYND kaRl pETTERsEN Ugluspegill Hluti af verki Katrínar ólínu Pétursdóttur sem til sýnis er í Hafnarhúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.