Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Síða 37
„Ég er Reykjavíkurmær. Fædd í borginni og uppalin,“ segir Svan- hildur Jakobsdóttir, útvarpskona og söngkona, spurð um uppruna sinn. Svanhildi þekkja margir enda söng hún sig inn í hjarta þjóðarinnar svo um munaði við undirleik eig- inmanns síns Ólafs Gauks tón- listarsnillings með hljómsveitinni Sextett Ólafs Gauks sem náði gífur- legum vinsældum hér á árum áður. Dreymdi alltaf um tónlist „Þetta byrjaði allt eftir að ég kynnt- ist Gauki, þá á ég við Óla, ég kalla hann alltaf Gauk. Hann hafði spil- að í mörg ár áður en við kynnt- umst og tókst honum á skömmum tíma að koma mér inn í tónlistina.“ Svanhildur viðurkennir þó að hafa alltaf dreymt um að vinna við tón- list. „Ég kunni öll vinsæl dægurlög aftur á bak og áfram.“ Aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri gekk Svanhildur að eiga Ólaf Gauk og áður en hún vissi af var hún svo farin að syngja og skemmta úti um allt land ásamt sínum eiginmanni. Hljómsveitin Sextett Ólafs Gauks, sem þau hjón- in skipuðu sem og aðrir íslenskir tónlistarsnillingar eins og Rúnar Gunnarsson heitinn, varð ein vin- sælasta hljómsveit landsins um tíma og gerði lög eins Segðu ekki nei, Undarlegt með unga menn, Því ertu svona uppstökk, Vest- mannaeyjalög Oddgeirs Kristjáns- sonar og fleiri góð lög vinsæl. „Við ferðuðumst hring eftir hring eftir hring í kringum þetta land í mörg ár og komum fram og má eiginlega segja að við höfum varla ferðast hér innanlands síðan,“ segir Svan- hildur og hlær. Skemmtilegur tími en stundum erfiður Svanhildur segir þennan tíma hafa verið einstaklega skemmti- legan en sömuleiðis mjög oft erf- iðan. „Það er mikil vinna á bak við það að ferðast með hljómsveit ef maður tekur það alvarlega eins og við vissulega gerðum. Það að pakka upp hljóðfærum og ganga frá þeim á hverju kvöldi sem og öllu öðru sem hljómsveit fylg- ir er talsvert mál. Margir halda að hljómsveitarlífið sé stanslaus glaumur og gleði en það er fjarri lagi.“ Hljómsveitin kom einn- ig fram í sjónvarpi og urðu andlit meðlimanna því vel þekkt. Svan- hildur, sem átti gífurlegum vin- sældum að fagna, vill þó ekki meina að hún hafi verið stjarna þó að margir vildu eflaust meina annað. „Vissulega vissu margir hver við vorum enda þótti merki- legt að koma fram í sjónvarpinu á þessum tíma.“ Framhald á næstu síðu föstudagur 14. nóvember 2008 37Helgarblað Svanhildur Jakobsdóttir var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar hér á árum áður. Hún skemmti þjóðinni ásamt hljómsveitinni Sex- tett Ólafs Gauks við góðar undirtektir í mörg ár. Nú 67 ára gömul á Svanhildur rúm tuttugu farsæl ár að baki í útvarpi. Hún rek- ur Gítarskóla Ólafs Gauks ásamt eiginmanni sínum og er hvergi nálægt því að setjast í helgan stein. Hún rifjaði upp gömlu góðu tímana með Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur. Hálf öld með Ólafi Gauki Mamma á daginn, söngkona á kvöldin „Í raun hentaði starfið mjög vel því ég gat verið heima með börnin á daginn og sungið á kvöldin þegar þau voru farin að sofa. Þess á milli fengu þau bara að skottast með okkur í vinnunni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.