Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Side 12
þriðjudagur 25. nóvember 200812 Fréttir
Lögreglan í stuði
Tíu þúsund lögregluþjónar í Bret-
landi munu á næstunni fá rafbyss-
ur til að takast á við ofbeldisglæpi.
Jacqui Smith, innanríkisráðherra
Bretlands, vill að allt lögreglulið
Englands og Wales hljóti þjálfun í
notkun þeirra en hinar umdeildu
rafbyssur gefa frá sér 50 þúsund
volta straum. Smith segir að kostn-
aður við vígbúnað lögregluliðsins
verði um 8 milljónir punda og er
stolt af þeirri staðreynd að lög-
reglulið Bretlands sem ekki gangi
vopnað skotvopnum dagsdaglega.
Amnesty International í Bretlandi
harmar tilkynninguna enda sam-
tökin mótfallin notkun rafbyssna.
Yfirvöld í hinu fjarlæga héraði Pap-
úa í Indónesíu hafa ákveðið að
styðja tillögur að umdeildum lög-
um sem myndu skylda HIV- og al-
næmissmitaða einstaklinga til að
láta græða í sig örtölvukubb svo
hægt verði að fylgjast með þeim.
Heilbrigðisstarfsmenn og mann-
réttindasamtök í landinu hafa
gagnrýnt áformin harðlega og segja
þau viðbjóðsleg.
Smita vísvitandi
Einn flutningsmanna tillögunnar,
John Manangsang, sagði að með
því að koma fyrir slíkri örflögu í húð
alnæmissjúklinga sem sýnt hefðu
af sér „kynferðislega árásargirni“
gætu yfirvöld með auðveldu móti
borið kennsl á, fylgst með og á end-
anum refsað þeim sem vísvitandi
smita saklausa einstaklinga af veir-
unni. Refsing fyrir þann hræðilega
verknað nemur þó ekki nema sex
mánaða fangelsi, eða fimm þúsund
dollara sekt.
Verður að lögum
Enn á eftir að ákveða nákvæmlega
hvernig tæknilegum og praktískum
þáttum aðgerðanna verður háttað,
en tillagan hefur nú þegar fengið
fullan stuðning landsbyggðarþinga
Indónesíu. Og ef tillagan fær meiri-
hluta atkvæða, eins og fastlega er
gert ráð fyrir, mun hún verða að
aukalögum í næsta mánuði.
Eyðnifaraldur geisar
Indónesía er fjórða þéttbyggðasta
land í heiminum og er það land í
Asíu þar sem fjöldi HIV- og alnæm-
issmitaðra hefur verið í hvað örust-
um vexti undanfarin misseri. Í dag
eru allt að 290 þúsund einstakling-
ar smitaðir af 237 milljón manns
sem sérfræðingar rekja til þess
mikla fjölda sprautufíkla og vænd-
iskvenna sem þar eru.
Papúa er fátækasta hérað lands-
ins og hefur hefur orðið verst úti í
faraldrinum. 61 af hverjum 100.000
íbúum þess er smitaður sem er
fimmtánfalt yfir meðaltali þjóðar-
innar. Þetta kemur í ljós í nýlegri
alþjóðlegri rannsókn sem kennir
fáfræði fólksins, varðandi kynsjúk-
dóma, um slæma stöðu héraðsins.
Merktir eins og nautgripir
„Staða heilbrigðismála er afar
óvenjuleg, svo við verðum að
grípa til óvenjulegra aðgerða,“
segir einn stuðningsmanna til-
lögunnar á þingi Papúa, Weynand
Watari. Hann sér fyrir sér merk-
ingar á borð við þær sem notað-
ar eru við að merkja farangur og
nautgripi. Það er með útvarps-
bylgjum.
Ráðgert er að nefnd verði stofn-
uð í kjölfar lagasamþykktarinn-
ar sem mun ákveða hverjir hinir
hættulegu verða sem fá merking-
arnar græddar í sig.
Japanski ferðamaðurinn, Hiroshi
Nohara, varð svo yfir sig ástfanginn
af flugvelli í Mexíkóborg þegar hann
ferðaðist þangað að hann er þar
ennþá. Þremur mánuðum eftir að
hann mætti á svæðið.
Nohara ákvað að gera flugstöð 1
á alþjóðaflugvellinum Benito Juarez
í Mexíkó að heimili sínu. Í þrjá mán-
uði hefur hann lifað á matarfram-
lögum frá skyndibitastöðum flug-
vallarins og öðrum farþegum. Ekki
ósvipað og Tom Hanks gerði í hlut-
verki sínu í kvikmyndinni The Term-
inal árið 2004.
Nohara hefur hlotið talsverða
frægð fyrir uppátæki sitt, þar sem
fréttastofur sitja um hann daglega
og færa almenningi fréttir af Jap-
ananum í flugstöðinni. Ferðamenn
vilja líka ólmir láta taka af sér mynd-
ir með manninum og sníkja eigin-
handaráritanir.
Nohara, sem kemur frá Tókýó,
flaug til Mexíkó með ferðamanna-
áritun og átti að fljúga aftur til baka.
En hann yfirgaf aldrei flugvöllinn
við komu sína. Hann segist ekki
vita hversu lengi hann muni vera
þarna, né heldur vill hann gefa upp
af hverju hann er þar enn.
„Ég veit ekki af hverju ég er hér.
Líf mitt er hér á flugstöðinni,“ er haft
eftir Nohara í gegnum túlk. Á með-
an á dvöl hans hefur staðið hefur
snyrtilegur hökutoppur sem hann
skartaði við komuna orðið að al-
skeggi. Og föt hans og útgangur er sá
að þarna virðist umrenningur vera á
ferðinni enda hefur hann ekki get-
að leyft sér mikinn munað varðandi
umhirðu og hreinlæti í þrjá mánuði.
„Hann virðist vera róleg og góð
manneskja,“ segir Silvia del Toro,
húsvörður flugstöðvarinnar, og seg-
ir hann bara sitja allan daginn og
borða. Yfirvöld segjast ekkert geta
gert til að þvinga Nohara úr landi fyrr
en ferðamannaáritun hans rennur
út í mars á næsta ári. mikael@dv.is
Hershöfðingi kennir þolfimi
Herskár taílenskur hershöfðingi
sem á dögunum hótaði að sprengja
mótmælendur ríkisstjórnarinnar
í loft upp og varpa snákum á hóp-
ana úr þyrlu hefur verið færður til
í starfi og lækkaður í tign svo um
munar. Hann mun nú starfa sem
þolfimikennari. Kommúnista-
baninn Khattiya Sawasdipol brást
ókvæða við nýju hlutverki sínu.
„Það er fáránlegt að senda mig,
stríðsmanninn, að dansa á götum
úti.“ sagði hershöfðinginn og gagn-
rýndi yfirmenn hersins harðlega.
Hann hefur að eigin sögn þegar
búið til einn dans, að-kasta-hand-
sprengjum-dansinn.
gerði flugstöð að heimili sínu
Japanskur ferðamaður hefur hafst við í flugstöð í þrjá mánuði:
Heima er best Hiroshi nohara hefur
búið á flugstöðinni í mexíkóborg í þrjá
mánuði og lifað á ölmusu. minnir um
margt á kvikmyndina The Terminal sem
Tom Hanks lék í um árið.
Umdeild lög um að græða örtölvukubb í HIV- og alnæmissmitaða einstaklinga verða að öllu óbreyttu að lög-
um í Indónesíu í næsta mánuði. Er þetta tilraun yfirvalda til að hemja útbreiðslu veirunnar en faraldur hef-
ur geisað í landinu undanfarin ár. Stuðningsmenn tillögunnar segja hana nauðsynlega til að verja saklausa
borgara gegn þeim sem vísvitandi smita aðra. Viðbjóðsleg hugsun segja mannréttindasamtök.
EyrnamErktir
EyðnisjúkLingar
Hann sér fyrir sér
merkingar á borð
við þær sem not-
aðar eru við að
merkja farangur
og nautgripi.
Sigurður MikaEl jónSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
Faraldur eyðnifaraldur hefur geisað í
indónesíu undanfarin ár sem má að sögn
rekja til óvarlegrar sprautunotkunar
fíkniefnaneytenda og vændis. vanþekking á
smitsjúkdómum spilar líka stóran þátt þar í.
Mynd gEtty