Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Page 13
þriðjudagur 25. nóvember 2008 13Fréttir Í smábænum Valentine í Nebraska-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gripið klúran skemmdarvarg sem hef- ur verið eftirlýstur í meira en ár. Hinn 35 ára gamli maður var gripinn glóð- volgur, grunaður um að skilja eftir sig klúr ummerki á rúðum kirkna, skóla og fyrirtækja í smábænum síðasta árið eða svo. Hann hefur fengið viðurnefn- ið bossabófinn. Um vorið 2007 fóru fyrirtækjaeig- endur í Valentine að taka eftir gróf- um og fitugum kámförum á glugg- um sínum þegar þeir mættu til vinnu á morgnana. Bossabófinn gerir sér það að leik að halda út í skjóli nætur og þrýsta afturenda sínum, og stund- um kynfærum, upp að rúðum stofn- ana og fyrirtækja en athæfið hefur sært blygðunarkennd smábæjarbúanna. Til að tryggja að ummerki hans sæjust glögglega smurði hann líkamspartana með ýmiss konar áburði eða vaselíni. Yfirvöld stóðu ráðalaus er maður- inn fullnægði blætisþörfum sínum á rúðum bæjarins út vorið og sumarið í fyrra. En hann tók sér frí yfir haust- mánuðina og veturinn. „Þetta þykir ekki viðeigandi hegðun í Valentine,“ er haft eftir lögmanni sýslunnar, Eric Scott. „Þetta er móðgandi fyrir dug- legt fólk bæjarins.“ Í Valentine búa um 2.650 manns. Á miðvikudaginn var sá lögregl- an í Valentine manninn búa sig und- ir að fremja enn einn gjörninginn um hálf fjögurleytið að nóttu til en tókst að handtaka hann. Þar virtist vera á ferð sami maður og náðist á öryggismynda- vél grunnskóla í bænum á síðasta ári. Yfirvöld í bænum rekja nú ummerki sóðans en hafa ekki kært hann enn sem komið er. Grunur hafði vaknað hjá lögreglu um að hugsanlega hefðu eftirhermur tekið upp á iðju mannsins vegna þeirra mörgu atvika sem komið höfðu upp, en telja nú að hann hafi starfað einn í afbrigðilegheitunum. mikael@dv.is Óprúttinn öfuguggi skildi eftir klúr ummerki á opinberum stöðum: bossabófi gripinn Bossabófinn maðurinn skildi eftir klúr ummerki í kirkjum, skólum og fyrirtækjum með því að löðra afturenda sinn eða kynfæri í áburði og þrykkja á rúður. Mynd photos.coM dv.is aldrei vinsælli! Fjöldi notenda á dv.is hefur vaxið gríðarlega undanfarnar vikur og í dag eru stærstu veffréttamiðlar landsins dv.is, visir.is og mbl.is 100.000 90.000 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 1 vika 10 vika 20 vika 30 vika 47 vika40 vika *Ritið sýnir fjölda notenda á dv.is skv vefmælingum Modernus. Notendur * Töffari á Akureyri * Skítafýlubombur í Borgarbíói * Mætti með saltfiskinn á ballið * Rakvélablöðin borðuð með bestu lyst * Lás opnaður með augnaráðinu * Náði úrum, veskjum og brjósthaldara * Uppskurður með berum höndum * Morðhótun * Löggubíl ekið undir áhrifum * Hjartastopp í sjónvarpsviðtali holar@simnet.is – www.holabok.is Einlæg, áhugaverð, fyndin, átakanleg! ÍS L E N S K A S IA .I S K V I 44 05 9 11 /0 8 www.kvikmyndaskoli.is LEIKS TJÓR N / FR AMLE IÐSLA SKAP ANDI TÆK NIVIN NA HAND RIT / LEIKS TJÓR N LEIKL IST / FRAM KOMU FRÆÐ I Kvikm ynda skóli Íslan ds er skem mtile gur og kr efjan di sk óli se m me nntar fólk til skap andi starfa . SKRÁ NING STEN DUR Y FIR!Vi ðurk ennt tveg gja á ra ná m. 100% láns hæft hjá L ÍN.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.