Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Síða 17
þriðjudagur 25. nóvember 2008 17Sport Fabregas Fyrirliði eftir ítrekaðan dómgreindarbrest og hálfvitahátt hlaut að koma að því að William gallas þyrfti að skila fyrirliðabandinu. Frakkinn fríkaði gagnrýndi nú síðast liðsfélaga sína opin- berlega í síðustu viku. arsene Wenger sá þörfina á breytingum og ákvað að launa Spánverjanum unga, Cesc Fabregas, þær öru framfarir sem hann hefur sýnt á leið sinni að því að verða heimsklassaleikmaður. Hann mun leiða lið sitt í fyrsta sinn í kvöld þegar arsenal tekur á móti dynamo Kiev á emir- ates. Fjölmiðlar gera því skóna að framtíð gallas hjá arsenal sé nú í uppnámi en Wenger neitar því enn sem komið er. Ótrúlegur enda- sprettur Kr-inga Áttunda umferð iceland express- deildar kvenna hófst í gærkvöldi með leik Kr og grindavíkur í dHL- höllinni í vesturbænum. Liðin voru á svipuðu róli í deildinni og búist við hörkuleik. jafnræði var með liðunum í 1. leikhluta en gestirnir sigu fram úr í þeim seinni og staðan í hálfleik 34-26 fyrir grindavík. Kr- stúlkur komu sterkar inn eftir hlé og söxuðu á forskotið niður í tvö stig í 3. leikhluta. Síðasti leikhlutinn var æsispennandi. grindavík byrjaði betur en Kr saxaði á forskotið jafnóðum og komst yfir 52-50 og hreinlega valtaði yfir gestina með því að skora 19 körfur gegn engri. ótrúlegur endasprettur Kr eftir að hafa verið undir mestallan leikinn. Lokatölurnar 68-56. Sigrún Ámundadóttir var markahæst í Kr með 22 stig og markahæst í grindavíkurliðinu var ingibjörg jakobsdóttir með 15 stig. Wigan aF botnsvæðinu Leikur Wigan og everton fer ekki í sögubækurnar fyrir fallegan fótbolta. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og markalaus en hart var barist enda bæði lið þekkt fyrir fullorðins fótbolta í þeirri deild. Wigan þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að lyfta sér af botnsvæðinu á meðan sigur fyrir gestina hefði þýtt 6. sætið í deildinni. everton byrjaði betur án þess að ógna markinu en markvörður þess, Tim Howard, kom í veg fyrir mörk í tvígang undir lok hálfleiksins með frábærri markvörslu. Heimamenn mættu sterkari í seinni hálfleik og komust yfir á 50. mínútu með marki Henris Camara eftir góða sókn Wigan. Heimamenn réðu ferðinnni eftir það og sóttu stíft að marki gestanna og þurfti Tim Howard að vera vel vakandi á milli stanganna. Síðasta stundarfjórðung leiksins reyndi everton að sækja af veikum mætti en heimamenn vörðust af krafti og beittu skyndisóknum. everton fékk gott færi í uppbótar- tíma en Tim Cahill brenndi af. Lokatölur 1-0, góður og verðskuld- aður sigur hjá Wigan. niðurstaðan, sigur sem fleytir liðinu upp í 15. sæti. umSjón: TómaS þór þórðarSon, tomas@dv.is / Sveinn Waage, swaage@dv.is Ætla má að getspakir muni tippa á jafntefli í leik toppliðanna í E-riðli, Villarreal og Manchester United. Liðin hafa mæst þrisvar áður og í öll skiptin skildu liðin jöfn. Þau úrslit myndu að auki tryggja báðum liðum sæti í útsláttarkeppninni. Bæði lið- in eru í harðri baráttu heima fyrir og þrátt fyrir að bæði lið muni halda því fram að leikið verði til sigurs má gera ráð fyrir að liðin fari varlega í þenn- an leik enda bæði með sex stiga for- skot á Celtic og Aalborg. Berbatov er sem fyrr meiddur en reiknað er með því að Cristiano Ronaldo verði með United, en hann fór með liðsfélögum sínum til Spánar þrátt fyrir að hafa meiðst í leiknum gegn Aston Villa. Darren Fletcher verður líklega klár einnig en markvörðurinn Edwin Van der Sar varð eftir heima og munu því annaðhvort Kuszczak eða Foster verða í markinu. Þótt hvorki skoska né danska liðið eigi möguleika á að komast upp úr riðlinum eiga þau jafnmikla möguleika á þriðja sætinu sem gefur þátttökurétt í UEFA Cup. Liðin munu því leggja allt undir í leiknum í Danmörku. Arsenal fær erfiða gesti Topplið G-riðils, Arsenal, tek- ur á móti Dinamo Kiev sem nart- ar í hælana á Porto í öðru sæti. Hjá Lundúnaliðinu hefur ekkert geng- ið sem skyldi undanfarið. Liðið tap- aði illa um helgina fyrir Man.City, meiðsli lykilmanna hafa hrjáð liðið, nú síðast Theo Walcott, og mórallinn verið í molum með hinn stórskrítna fyrrverandi fyrirliða William Gallas í fararbroddi. Liðið er þó í kjörstöðu í riðlinum en má ekki við því að mis- stíga sig í tveimur síðustu leikjunum þar sem stutt er í Porto og aðeins 3 stig í Dinamo Kiev sem hefur staðið sig fantavel á útivelli og aðeins tapað einum leik. Þeir unnu Porto úti, voru óheppnir að klára ekki Arsenal í Kiev og fengu ekki á sig mark í Tyrklandi. Þeir eru því sýnd veiði fyrir Arsenal en ekki gefin þótt leikurinn sé á Em- irates. Porto heldur til Tyrklands á einn efiðasta útivöll í Evrópu. Fen- erbahce er neðst en aðeins þrem- ur stigum frá Dinamo og getur því blandað sér í bárattuna um 3. sætið og áframhaldandi Evrópubolta. Real þarf sigur Miðað við gengi Juventus í Meistara- deildinni í ár er Zenit ekki öfunds- vert af að fá þá í heimsókn til Péturs- borgar. Juventus varð fyrst liða til að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni og getur því mætt afslappað í leik- inn. Heimamenn í Zenit eru Evrópu- meistarar félagsliða og engin lömb að leika sér við. Þeir byrjuðu Evr- ópuboltann á því að leggja Man.Utd í leik Evrópumeistaranna en hafa síðan ekki nýtt heimavöllinn sem skyldi í Meistaradeildinni. Liðið er sem stendur í hinu dýrmæta 3. sæti en á aðeins 2 stig í Real Madrid sem hefur þegar tapað tveimur leikjum og ekki verið sannfærandi hingað til í riðlinum. Real heldur einnig í aust- urveg og mætir Bate Borisov í Hvíta- Rússlandi. Brokkgengi Madrídinga í deildinni í ár hefur vakið athygli. Í síðasta leik tapaði liðið 0-2 á heima- velli gegn Juventus og nú verður liðið að klára Bate og tryggja sig í útslátt- arkeppnina í 12. sinn í röð. Meist- aradeildin virðist vera númeri of stór fyrir Bate. Liðið á samt sem áður möguleika á 3. sætinu ennþá og hlýt- ur að stefna á það. Úrslit ráðin í F-riðli Úrslit virðast að mestu ráðin í F- riðli. Toppliðin Lyon og Bayern þurfa aðeins stig úr sínum leikj- um til þess að gulltryggja sig áfram upp úr riðlinum. Fiorentina er mun líklegra en Steaua Bucarest til að hreppa þriðja sætið. Steaua fær tröllvaxið verkefni þegar liðið sæk- ir Bayern München heim á með- an Fiorentina fær frönsku meistar- ana í Lyon í heimsókn. Ítalska liðið fer langt með að tryggja sér sæti í UEFA Cup með því að ná stigi gegn Lyon. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.45 nema leikur Zenit og Juventus sem hefst klukkan 17.30. Meistaradeildin: Fimmta og næstsíðasta umferð riðlakeppninnar hefst í kvöld með átta leikjum. Toppliðin eru í vænlegri stöðu en stórliðin Real Madrid og Porto þurfa að girða sig í brók. Línur að skýrast sveinn wAAge blaðamaður skrifar: sveinn@dv.is © GRAPHIC NEWS Umferð Heimild: UEFA, Infostrada Sports Fyrri viðureignir LEIKIR 25. NÓVEMBER 5 LEIKIR 26. NÓVEMBER S-J-TMörk Stig S-J-T MörkStig Villareal - Manchester Utd S0-J3-T0 AaB Aalborg - Celtic S0-J1-T0 Man Utd Villareal Celtic AaB 2-2-0 2-2-0 0-2-2 0-2-2 7-1 9-5 1-5 5-11 8 8 2 2 Fenerbahce - Porto S0-J0-T1 Arsenal - Dinamo Kyiv S1-J2-T2 Zenit - Juventus S0-J0-T1 BATE Borisov - Real Madrid S1-J0-T0 Arsenal Porto Dinamo Fenerbahce 2-2-0 2-0-2 1-2-1 0-2-2 10-3 5-7 3-3 3-8 8 6 5 2 Bayern - Steaua S1-J2-T0 Fiorentina - Lyon S0-J1-T0 Lyon Bayern Fiorentina Steaua 2-2-0 2-2-0 0-3-1 0-1-3 10-6 6-2 3-6 3-8 8 8 3 1 Juventus Real Zenit BATE 3-1-0 2-0-2 1-1-2 0-2-2 7-3 5-5 4-4 3-7 10 6 4 2 Bordeaux - Chelsea S0-J0-T1 CFR Cluj - AS Roma S1-J0-T0 Chelsea Roma Bordeaux CFR 2-1-1 2-0-2 2-0-2 1-1-2 6-3 7-5 4-8 3-4 7 6 6 4 Shakhtar - Basel S1-J0-T0 Sporting - Barcelona S1-J0-T2 Barcelona Sporting Shakhtar Basel 3-1-0 3-0-1 1-0-3 0-1-3 11-3 5-3 3-5 2-10 10 9 3 1 Internazionale - Panathinaikos S1-J0-T0 Anorthosis - Werder Bremen S0-DJ-T0 Inter Anorth. Panathin. Bremen 2-2-0 1-2-1 1-1-2 0-3-1 7-4 6-5 6-7 3-6 8 5 4 3 Atletico Madrid - PSV S1-J0-T0 Liverpool - Marseille S2-J1-T2 Atletico Liverpool Marseille PSV 2-2-0 2-2-0 1-0-3 1-0-3 7-3 7-4 5-6 3-9 8 8 3 3 OFTAST ÁFRAM Leiktíðir í röð sem lið hafa komist í útsláttarkeppnina. (tímabilið 2007-08 þar á meðal) GRÓFUSTU LIÐIN Brot framin ÁRANGUR STJÓRANNA Flestir sigrar þjálfara í Meistaradeildinni. Real Madrid Arsenal Chelsea Lyon Barcelona Internazionale Liverpool 11 Alex Ferguson Wenger Hitzfeld Ancelotti van Gaal Capello Lippi Benitez del Bosque Mourinho Cuper 76 49 47 43 42 38 38 34 34 26 26 5 5 5 5 4 4 MÖRKIN DÝRMÆTU Markahæstir Mörk Manchester Utd Juventus Liverpool FC Barcelona Berbatov Del Piero Gerrard Messi Shakhtar Juventus Steaua Dinamo Kiev Panathinaikos Sporting Lyon Chelsea 85 83 78 77 77 75 74 73 4 4 4 4 MEISTARADEILDIN suðrænir djöflar nani og anderson fylgjast með ungstirninu rafael da Silva á æfingu man.utd fyrir leikinn gegn villarreal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.