Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Side 16
mánudagur 1. desember 200816 Sport
landsbankadeildin
Njarðvík - Keflavík 77–75
Tindastóll - KR 70–96
Skallagrímur - Þór A. 71–74
Staðan
Lið L U J t M St
1. Kr 9 9 0 0 877:672 18
2. grindavík 8 7 0 1 792:654 14
3. Tindastóll 9 6 0 3 720:723 12
4. Keflavík 9 5 0 4 758:707 10
5. njarðvík 9 5 0 4 703:751 10
6. snæfell 8 4 0 4 630:574 8
7. Þór a. 9 4 0 5 751:781 6
8. Fsu 8 3 0 5 698:696 6
9. breiðabl. 8 3 0 5 608:677 6
10. Ír 8 3 0 5 643:632 6
11. stjarnan 8 2 0 6 657:689 4
12. skallag. 9 0 0 9 547:829 0
ÆFingaleikir
Þýskaland - Ísland 33–33
Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8,
Rúnar Kárason 4, Aron Pálmarsson 4, Róbert
Gunnarsson 4, Logi Geirsson 3, Þórir Ólafsson 3,
Sigurbergur Sveinsson 3, Einar Hólmgeirsson 2,
Vignir Svavarsson 1.
Þýskaland - Ísland 29–30
Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 7/3, Einar
Hólmgeirsson 6, Logi Geirsson 6, Róbert Gun-
narsson 5, Aron Pálmarsson 3, Þórir Ólafsson 1,
Björgvin Páll Gústavsson 1, Vignir Svavarsson 1.
1. deild karla
Aston Villa - Fulham 0–0
Middlesbrough - Newcastle 0–0
Stoke - Hull 1–1
0-1 Marlon King (44.),1-1 Ricardo Fuller (73, víti.).
Sunderland - Bolton 1–4
1-0 Djibril Cissé (11.), 1-1 Matthew Taylor (18.), 1-2
Gary Cahill (21.), 1-3 Johan Elmander (39.), 1-4
Johan Elmander (55.).
Wigan - WBA 2–1
0-1 Ishmael Miller (47.), 1-1 Henri Camara (61.),
2-1 Emerson Boyce (87.).
Man. City - Man. United 0–1
0-1 Wayne Rooney (42.)
Portsmouth - Blackburn 3–2
1-0 Peter Crouch (49.), 2-0 Jermaine Defoe (53.),
2-1 Matt Derbyshire (62.), 2-2 Tugay (67.), 3-2
Sean Davis (80.).
Tottenham - Everton 0–1
0-1 Steven Pienaar (51.)
Chelsea - Arsenal 1–2
0-1 Johan Djourou (30, sjálfsmark.), 0-2 Robin
van Persie (59.), 0-3 Robin van Persie (62.).
Staðan
Lið L U J t M St
1. Chelsea 15 10 3 2 33:6 33
2. Liverpool 14 10 3 1 21:8 33
3. man. utd 14 8 4 2 26:10 28
4. arsenal 15 8 2 5 27:19 26
5. aston V. 15 7 4 4 22:16 25
6. Hull 15 6 5 4 22:24 23
7. everton 15 6 4 5 20:22 22
8. Portsmth. 15 6 4 5 18:22 22
9. bolton 15 6 2 7 18:17 20
10. Fulham 14 5 4 5 12:11 19
11. Wigan 15 5 4 6 18:19 19
12. m.boro. 15 5 4 6 15:21 19
13. stoke 15 5 3 7 15:25 18
14. man. C. 15 5 2 8 29:23 17
15. West H. 14 5 2 7 17:22 17
16. Tottenh. 15 4 3 8 17:21 15
17. newcas. 15 3 6 6 17:22 15
18. sunderl. 15 4 3 8 13:24 15
19. blackb. 15 3 4 8 16:28 13
20. Wba 15 3 2 10 11:27 11
Ísland Fer ekki á HM Íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik mistókst að
komast á heimsmeistaramótið eftir að það tapaði fyrir slóvakíu í undanriðli sem það lék í
Póllandi. Ísland vann fyrstu tvo leikina gegn Lettlandi og sviss örugglega en tapaði með
fjögurra marka mun, 27-23, fyrir slóvakíu. slóvakar unnu alla sína leiki í riðlinum og skipti
því leikur Íslands og Póllands engu máli í gærkvöldi. Hanna g. stefánsdóttir fór á kostum
í fyrstu tveimur leikjunum en markvörðurinn berglind Íris Hansdóttir átti stórleik og varði
25 skot gegn slóvökum sem dugði því miður ekki til. Holland og svartfjallaland unnu hina
undanriðlana tvo og hafa tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer á næsta ári.
umsjón: Tómas Þór Þórðarson, tomas@dv.is / sVeinn Waage, swaage@dv.is
Stórleikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni lyktaði með glæstum útisigrum.
Englandsmeistararnir náðu hefndum gegn Manchester City og Arsenal stimplaði sig
aftur inn í titilbáráttuna með því að leggja topplið Chelsea á Stanford Bridge.
ARSENAL
SIGRAÐI
Á BRÚNNI
Spennan var áþreifanleg þegar leik-
menn Chelsea og Arsenal gengu inn
á Stanford Bridge. Mikilvægi leiks-
ins gríðarlegt fyrir bæði lið. Chelsea í
toppbáráttunni við Liverpool og lyk-
illeikur fyrir Arsenal ef liðið ætlaði að
vera með toppliðunum í baráttunni.
Tölfræðin var ekki með gestunum;
Arsenal hafði aðeins unnið einn af
tólf leikjum liðanna í öllum keppn-
um.
Gjöf gestanna
Jafnræði var með liðunum fram-
an af fyrri hálfleik. Bæði lið sóttu en
meiri hætta skapaðist við mark Chel-
sea. Robin van Persie átti gott skot
sem Peter Cech varði vel. Eftir hálf-
tímaleik sótti Chelsea, Arsenal varð-
ist en náði ekki að hreinsa nógu vel,
Jose Bosingwa fékk boltann og sendi
góða sendingu fyrir mark Arsenal og
Johan Djuorou, varnarmaður Arsen-
al, renndi sér fyrir boltann og skoraði
öruggt sjálfsmark fram hjá Almun-
ia. Chelsea komið yfir 1-0 og staðan
vænleg hjá toppliðinu.
Van Persie vann
Í seinni hálfleik byrjuðu heimamenn
betur og virtust hafa leikinn í hendi
sér. En á 59. mínútu fær van Persie,
sem var greinilega rangstæður, send-
ingu inn fyrir vörn Chelsea, stillir sér
upp og neglir boltanum upp í mark-
vinkilinn. Glæsilegt mark sem þó
hefði ekki átt að standa. Staðan 1-1
og Arsenal komið inn í leikinn. Chel-
sea var vankað eftir markið og annað
högg á leiðinni. Aðeins þremur mín-
útum eftir jöfnunarmarkið tók fyrir-
liðinn Cesc Fabregas aukaspyrnu á
kollinn á Addebayor sem skallaði
hann fyrir fætur van Persie sem skor-
aði með laglegu skoti út við stöng.
Óvænt staða komin upp og heima-
menn heillum horfnir. Þeir reyndu að
klóra í bakkann en vörn Arsenal var
með á nótunum. Lokastaðan 1-2 og
glæstur útisigur Arsenal staðreynd.
Gestirnir fögnuðu gríðarlega. Fyrr-
verandi Chelsea-maðurinn William
Gallas splæsti í bros en John Terry
kaus að rjúka út af vellinum áður en
tárin birtust.
Scolari ósáttur
Í fyrsta sinn frá komu sinni til
Chelsea, gagnrýndi Felipe Scolari
dómara leiksins og sagði dómgæsl-
una hafa skipt sköpum í leiknum.
Arsene Wenger var aftur á móti sátt-
ur með sína menn: „Við sýnum mik-
inn karakter og barráttu. Við erum
með mjög ungt lið en við vöxum fljótt
úr grasi. Það reyndi mikið á þetta lið
í dag þegar við lentum undir, skoruð-
um sjálfsmark og sigruðum á sann-
fæarandi hátt. Ég sá ekki nógu vel frá
bekknum hvort fyrra markið var lög-
legt en við viljum skora lögleg mörk.
Við vorum hættulegir í seinni hálf-
leik og áttum skilið að skora.“ Weng-
er viðurkenndi að í restina hefði lið-
ið lagt spilamennskuna á hilluna og
hugsað um að klára leikinn enda
hefði reynslan kennt þeim það í vet-
ur. Hann sagðist ekki útiloka titilvon-
ir algerlega en ljóst væri að liðið þyrfti
að nálgast toppliðin betur fyrir jól.
Hefndarför United
Ekki vantaði knattspyrnusnillingana
á City of Manchester Stadium þeg-
ar heimaliðið Manchester City tók á
móti Manchester United. Gestirnir
áttu harma að hefna eftir viðureignir
liðanna á síðasta tímabili þegar Unit-
ed tapaði báðum leikjunum.
Gestirnir byrjuðu betur og tóku
fljótt völdin á vellinum. Berbatov,
Rooney og Ronaldo reyndu sig allir
við markið en inn vildi boltinn ekki
og Joe Heart, markvörður City, var
mættur til leiks. Það voru því heima-
menn í City sem fengu fyrsta dauða-
færið þegar Stephen Ireland skaut
framhjá opnu marki United og Micah
Richards hefði þar að auki getað stýrt
boltanum í netið en hætti við það.
100. mark Rooney
United hélt áfram að sækja og eitt-
hvað þurfti undan að láta. Michael
Carrick átti gott skot sem Joe Hert
varði fyrir fætur Wayne Rooney sem
gat ekki annað en skorað sitt 100.
mark á ferlinum fyrir United. Rooney
fagnaði gríðarlega og hljóp framhjá
aðdáendum gestanna, þeim til lítillar
gleði. Í seinni hálfleik slökuðu Eng-
landsmeistararnir á og heimamenn
komust betur inn í leikinn. Þeir náðu
þó ekki að ógna markinu fyrr en í blá-
lokin þegar mikið kraðak myndaðist
á markteig United en Van der Sar var
vel á verði.
Ronaldo í blaki
Á 68. mínútu gerðist einkenni-
legt atvik. Boltinn kom fyrir mark-
ið. Cristiano Ronaldo stökk hátt í
loft í teignum og í stað þess að skalla
boltann í úrvalsfæri þá brá hann
sér í blak og sló boltann niður með
höndunum. Hvorki leikmaður né
flautan truflaði Ronaldo þótt hann
héldi öðru fram og fékk hann því sitt
annað gula spjald og rautt þar með.
Heimamenn náðu ekki að nýta sér
liðpsmuninn og United vann góðan
0-1 útisigur. Alex Ferguson vildi ekki
ræða rauða spjald Ronaldos út í eitt
en sagðist ánægður með sína menn:
„Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálf-
leik og þrátt fyrir að hafa verið einum
færri í 20 mínútur vorum við ekki í
neinum verulegum vandræðum.“
SVeinn waaGe
blaðamaður skrifar: sveinn@dv.is
Hollenska hetjan ballack reynir
að stöðva robin van Persie sem
skoraði bæði mörk arsenal.