Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Page 17
„Hvor tveggja úrslitin eru alveg frá- bær og við erum mjög ánægðir með leikina,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, við DV í gær. Ísland lék um helgina tvo æfingaleiki gegn heimsmeisturum Þjóðverja. Á laug- ardaginn skildu liðin jöfn, 33-33, en í gær fór Ísland með sigur af hólmi, 30-29. Þjóðverjar eru á fullu að und- irbúa lið sitt til að verja heimsmeist- aratign sína í Króatíu í janúar og aug- lýstu Íslendinga sem „Silfurliðið“ frá Ólympíuleikunum. Sex menn vant- aði þó frá þeirri ævintýraför en leik- ur Íslands, þá sérstaklega í gær, var mjög góður. Ungviðið í lykilhlutverki Ekki má gleyma þætti lykilmanna eins og Guðjóns Vals Sigurðssonar og Róberts Gunnarssonar sem áttu tvo mjög góða leiki. Það voru þó ungu mennirnir sem stálu senunni í fyrri leiknum. Á mjög mikilvægum tímapunkti í seinni hálfleik, þremur mörkum undir þegar um tíu mínútur voru eftir, var útilína Íslands skipuð þeim Sigurbergi Sveinssyni og Rún- ari Kárasyni í skyttustöðunum og Ar- oni Pálmarssyni á miðjunni. Sá síð- astnefndi stýrði leik íslenska liðsins eins og hann hefði aldrei gert neitt annað yfir þessa tvo leiki. Allir léku eins og margreyndir landsliðsmenn og voru hvergi bangnir við að skjóta og skoruðu þeir ellefu mörk á milli sín. Brand hrósaði ungu mönnunum Þjálfari Þýskalands, Heine Brand, sagði eftir leik hversu sterkir ungu mennirnir komu inn í leik íslenska liðsins. „Brand hafði á orði við mig eftir leik hversu vel ungu strákarnir stóðu sig. Hann sagði þá hafa oft far- ið illa með marga reynda leikmenn þýska liðsins,“ sagði Guðmundur þjálfari sem var sjálfur mjög sáttur við strákana. „Þeir áttu góða innkomu og spiluðu eins og þeir hefðu aldrei gert neitt annað,“ sagði Guðmundur. Sveiflukennt í síðari Þýskaland var með frumkvæðið lengst af í fyrri leiknum og barðist íslenska liðið grimmilega fyrir jafn- tefli. Þórir Ólafsson skoraði jöfnun- armarkið í blálokin í fyrri leiknum en í gær var það Róbert Gunnars- son sem skoraði sigurmarkið hálfri mínútu fyrir leikslok. Íslenska vörn- in varði svo lokaskot Þjóðverja og 30-29 sigur því staðreynd. Leikur- inn í gær var mjög sveiflukenndur og skiptust liðin á að hafa forskotið. Einar Hólmgeirsson kom sterkur inn í seinni leikinn og lék mjög vel bæði í vörn og sókn. Þá átti Björgvin Páll Gústavsson mjög góðan leik í gær en mikið vantaði upp á í markvörslu í fyrri leiknum sem gerir jafnteflið þar enn sterkara. Frábær úrslit „Leikurinn í gær í heild sinni var mjög góður þrátt fyrir að við vær- um stundum svolítið fljótir á okkur sóknarlega sem kostaði okkur bolt- ann nokkrum sinnum,“ sagði Guð- mundur um sigurleikinn í gær. „Ég meina Þjóðverjar eru heimsmeistar- ar og við erum að leggja þá á heima- velli þar sem þeir eru ekkert vanir að tapa og allt í beinni í þýska sjónvarp- inu. Ég átti ekkert endilega von á því að við myndum ná jafntefli og sigri út úr þessum tveimur leikjum með svona marga menn frá en við erum mjög ánægðir með ferðina og leik- ina báða,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson. mánudagur 1. desember 2008 17Sport Mikið sjálfs- traust í Bolton „Það er ekkert leyndarmál á bak við gengið hjá okkur nema það að við erum farnir að skora mörk,“ sagði kampakátur knattspyrnustjóri bolton, gary megson, eftir 4-1 sigur liðsins á sunderland um helgina. sigurinn var sá fjórði í fimm leikjum hjá bolton en grétar rafn steinsson lagði upp eitt markanna eftir að sunderland hafði komst yfir í leiknum. „Frammistaða okkar undanfarið er ekkert mikið öðruvísi en hefur verið. sjálfstraustið er hins vegar mun meira og við skorum mörk. nú geta lið séð hvers við erum virkilega megnugir,“ sagði megson. sigur bolton fleytti því upp í efri helming ensku úrvals- deildinnar en aðeins fyrir tæpum tveimur mánuðum var það í bullandi fallbaráttu. sigur og áfall hjá EvErton everton vann góðan sigur, 1-0, á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og færði Tottenham með því fyrsta tapið á heimavelli undir stjórn Harrys redknapp. steven Pienaar skoraði eina mark leiksins fyrir everton sem varð fyrir miklu áfalli í leiknum. nígeríski framherjinn Yakubu sleit hásin og verður frá út tímabilið. Þá er erfitt fyrir nokkurt lið að treysta á heilsu Louis saha og gæti everton lent í miklum framherjavandræðum. á sama tíma og everton vann sigur gerði Portsmouth slíkt hið sama. Það lagði blackburn, 3-2, á Fratton Park. Peter Crouch og Jermaine defoe komu Portsmouth í 2-0 áður en blackburn jafnaði metin en sean davis innsiglaði sigurinn ellefu mínútum fyrir leikslok. everton og Portsmouth hafa bæði 22 stig í 7.-8. sæti deildarinnar. Tottenham er í fimmtánda sæti en blackburn næstneðst. rEal Ekki hringt spánarmeistara real madrid sárvantar framherja í janúar og ætla að fjárfesta í einum slíkum til þess að leysa af ruud van nistelrooy sem verður frá út tímabilið vegna meiðsla. efstur á listanum sem stendur er argentínumaðurinn mauro Zarate sem er á láni hjá Lazio frá al-sadd í Katar. Zarate, sem var í láni hjá birmingham á síðustu leiktíð, hefur raðað inn mörkunum með Lazio og segir umboðsmaður hans vistaskipti ekki á döfinni í janúar. „mauro vill vera áfram hjá Lazio. Honum líður vel þar og hefur ekkert spáð í það að fara þaðan. real madrid hefur ekki hringt í okkur. Zarate verður vonandi lengi hjá Lazio því það er með forkaupsrétt á honum í sumar,“ segir umboðsmaðurinn. sænskir hEiMsMEistarar svíarnir robert Karlson og Henrik stenson urðu í gær heimsmeistarar í tvímenningi í golfi á móti sem fór fram í shenzhen í Kína. Félagarnir léku lokahringinn á níu höggum undir pari og samanlagt enduðu þeir á 27 höggum undir pari. spánverjarnir miguel angel Jimenez og Pablo Larraza- bal urðu aðrir á 24 höggum undir pari. ástralarnir richard green og brendan Jones og Japanarnir ryuji Imada og Toru Taniguchi urðu í þriðja til fjórða sæti á átján höggum undir pari. Eistar gErðu íslandi grEiða eistneska handknattleiks- landsliðið hefur ekki verið þekkt fyrir miklar rósir undanfarin ár en það gerði Íslandi mikinn greiða í 3. riðli undankeppni evrópumótsins um helgina. eistar gerðu þá jafntefli við makedóna en þessi lið eru bæði með Íslandi í riðli og fyrirfram talið að makedónar, norðmenn og Íslendingar berjist um lausu sætin tvö á em. makedónar hafa því þrjú stig eftir þrjá leiki en Ísland hefur þrjú stig eftir tvo leiki. norð- menn unnu belga um helgina og eru efstir með 7 stig eftir fjóra leiki. Njarðvík lagði granna sína í Keflavík, 77-75, eftir dramatískar lokamínútur í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Á sama tíma gerði Tindastóll heið- arlega tilrraun til þess að færa KR sitt fyrsta tap í deildinni en meistarakand- ítatar KR keyrðu yfir Stólana í fjórða leikhluta, unnu leikinn 96-70 og eru enn ósigraðir. Skallagrímur er enn án sigurs í deildinni en Borgnesingar töp- uðu níunda leiknum í röð fyrir Þór frá Akureyri, 74-71. Njarðvíkingar leiddu allan leikinn í Ljónagryfjunni í gærkvöldi og voru með þægilegt forskot fyrir lokafjórð- unginn þar sem þeir leiddu mest með átján stigum. Hetjuleg barátta Keflvík- inga sá þá minnka muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu Gunnars Ein- arssonar þegar örfáar sekúndur voru eftir en Logi Gunnarsson innsiglaði sigurinn fyrir Njarðvík af vítalínunni. Logi var stigahæstur Njarðvíkur með nítján stig og er liðið komið upp að hlið Keflavíkur sem situr í fjórða sæti með tíu stig. Tindastóll hafði yfir gegn KR á Sauðárkróki í gær allt fram undir lok þriðja leikhluta þegar KR náði tveggja stiga forskoti. Í fjórða leikhluta valt- aði KR svo yfir Stólana með 34 stigum gegn 10 og hafði betur, 96-70. Jón Arn- ór Stefánsson fór á kostum fyrir KR og skoraði 30 stig en Allan Fall skoraði 17 fyrir Tindastól. Skallagrímsmenn virðast á réttri leið undir stjórn Igors Beljanski en þurftu samt að sæta tapi, 74-71, gegn Þór frá Akureyri í gærkvöldi. Þór hafði yfir allan leikinn en Skallagrímur var ekki langt frá því að jafna metin undir lok leiksins. Igor var sjálfur stigahæst- ur hjá Skallagrími með 24 stig og sama gerði Cedric Isom hjá Þór. Skallagrím- ur er áfram á botni deildarinnar en Þór er í sjöunda sæti. tomas@dv.is KR átti ótrúlegan fjórða leikhluta og er enn ósigrað: njarðvík vann grannaslaginn Íslenska landsliðið í handknattleik gerði góða för til Þýskalands um helgina. Það gerði jafntefli og lagði heimsmeistara Þjóðverja í tveimur leikjum. Marga lykilmenn vantaði í íslenska liðið og fóru ungu drengirnir á kostum. Þjálfari Þýskalands sagði ungu leikmennina frá Íslandi fara illa með reynslubolta Þjóðverja. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Guðjón Valur Sigurðsson Var mjög öflugur í báðum leikjunum. Ungviðið fór á kostUm Aron Pálmarsson átti tvo frábæra leiki gegn heimsmeisturum Þjóðverja. Valur Ingimundarson stýrði njarðvík til sigurs á fjendunum í Keflavík í gærkvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.