Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Qupperneq 20
mánudagur 1. desember 200820 Fókus
Eftir að hafa fært okkur American
Gangster í fyrra kemur nú mynd-
in Body of Lies frá leikstjóranum
Ridley Scott. Body of Lies fjallar
um baráttu Bandaríkjanna og ann-
arra Vesturlanda gegn hryðjuverk-
um. Einni helstu ógn 21. aldarinnar
gegn vestrænu risunum.
Myndin segir frá CIA-útsendar-
anum Roger Ferris sem er leikinn
af Leonardo DiCaprio. Hann er
staddur í Írak þar sem hann reynir
að afla upplýsinga um hryðjuverka-
sellur og um leið að nálgast al-Ka-
ída-leiðtogann Al-Saleem. Tengill
Ferris og umboðsmaður hans hjá
bandarísku leyniþjónustunni er Ed
Hoffman sem er leikinn af Russel
Crowe.
Myndin segir frá því hversu erf-
itt er að afla upplýsinga um samtök
sem eiga sér enga talsmenn, engar
höfuðstöðvar, ekkert land eða ann-
að sem getur talist áþreifanlegt.
Þrátt fyrir alla tækni sína má CIA
sín lítils í upplýsingaöflun þar sem
hryðjuverkamennirnir eru horfnir
aftur til steinaldar. Samskipti fara
aldrei fram á rafrænan hátt og þeir
lifa í löndum þar sem fjarskipti eru
ekki alls ráðandi líkt og á Vestur-
löndum. Einn armur samtakanna
veit ekki einu sinni af hinum.
Þrátt fyrir að vera ágætis spennu-
mynd vantaði eitthvað að þessu
sinni hjá hinum annars ágæta leik-
stjóra Ridley Scott. Í myndinni er
að finna ótrúlega flottar og vel útlít-
andi senur eins og alltaf hjá Ridley.
Frábærar bardagasenur og mjög
trúverðug atriði um hvernig hlut-
irnir gerast á þessum slóðum. En
hvað veit maður annars? Bara það
sem maður sér í bíómyndum og
fréttum.
Eins og alltaf er Leonardo Di-
caprio frábær. Hann er framúrskar-
andi leikari. Russel Crowe er einn-
ig ágætur þó að hann hafi átt betri
hlutverk.
Það er mjög erfitt að fara út í það
sem mér fannst í megindráttum
vera að myndinni án þess að eyði-
leggja fléttu hennar. Hún sýnir þó
hvernig þessir heimar skella saman
og hvernig það getur enginn sigrað í
stríði þar sem báðir aðilar eru meira
en vissir í sinni sök. Sá sem hef-
ur orðið fyrir ofbeldi svarar í sömu
mynt. Þannig er það því miður nán-
ast undantekningalaust og það er rót
vandans. Ef enginn hefði skipt sér af
múslímum og þeirra málum væru
þeir ekki að sækja vestur á bóginn
með hryðjuverkum.
Ásgeir Jónsson
á m á n u d e g i
Ólafur í Fríkirkjunni
miðasala er hafin á lokatónleika Ólafs arnalds á sex mánaða tónleika-
ferð hans um heiminn inn á midi.is. Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í
reykjavík átjánda desember næstkomandi. Ólafur semur viðkvæmar
sinfónískar tónsmíðar og er undir miklum rómantískum áhrifum sem
gerir það að verkum að tónleikar hans eru tilvaldir til að skella sér á
svona skömmu fyrir jólin.
KastljÓs
í Kreppu
Þegar núverandi útgáfa af Kastljósi
fór af stað,varð þátturinn fljótlega
það sem Kaninn kallar „Must see
TV“. Ef eitthvað var í gangi fékkstu
bestu umfjöllunina og viðtölin í
Kastljósi, það var klárt. En undanfar-
in misseri virðast yfirburðir Kastljóss
hafa minnkað.
Á föstudaginn settist ég yfir Kastljós-
inu og varð vitni að mjög köflóttum
þætti. Þetta byrjaði illa. Jóhanna Vil-
hjálmsdóttir fékk Margréti Pálu Ól-
afsdóttur talskonu Hjallastefnunnar
og Halldór Einarsson (Henson) til að
ræða fréttir vikunnar. Margrét vildi
ekki að krakkar heyrðu krepputal án
þess að leyna neinu fyrir þeim!? Og
Henson sagði okkur hvað Adidas og
Nike væru mikið drasl. Fréttir vik-
unnar voru víðs fjarri og umræður
þremenninganna úti á túni. Illa farið
með dýrmætan tíma.
Næst var vandræðaleg umfjöllun
um unglingafræðslu Rauða krossins
um HIV. Krakkarnir voru áhugalaus-
ir. Mínútu pláss í fréttum hefði verið
meira en nóg.
Seinni hlutinn var stórfínn. Tón-
listarmaðurinn Árni Egilsson var
heimsóttur til Kaliforníu þar sem
hann býr í bátaþorpi. Lýsingar hans
á lífinu í bænum voru skemmtileg-
ar og útskýringar konu hans á því
af hverju óhætt væri að sigla undir
áhrifum í bænum voru kostulegar.
Uppfyllingarefni sem bjargaði döpr-
um þætti.
Í lokin voru Sigtryggur Baldursson
og Magga Stína með stórskemmti-
legt tónlistaratriði sem sló í gegn hjá
4 ára syni mínum.
Fjögurra stjörnu þáttur fær tvær fyrir
þennan þátt.
Sveinn Waage
KýrsKýr svör
Útsvar hefur fyrir löngu skapað sér
fastan sess meðal fjölda lands-
manna á föstudagskvöldum. Undan-
tekningalítið hef ég horft á þáttinn
og hrifist mjög. Eitt hefur mér þó
þótt gagnrýnivert, nefnilega sú stað-
reynd að spyrlar endurtaka ekki svör
þátttakenda sem oftar en ekki eru
borin fram í flýti. Því fór sú þekk-
ingaröflun sem ég sækist eftir með
áhorfi oft fyrir ofan garð og neðan.
Gjarnan hef ég pirrað mig á þessu
enda eina atriðið sem mér fannst at-
hugavert við þáttinn.
Síðasta föstudag var þó gerð mikil
betrumbót. Spyrlar endurtóku hvert
eitt og einasta svar, hversu kýrskýrt
sem það hafði verið borið fram af
þátttakanda. Enginn þurfti því að
velkjast í vafa um skáklíkingar og
nöfn á sjaldgæfum fuglum. Allar
upplýsingar skiluðu sér heim í stofu,
við mikla gleði mína. Þetta framtak
spyrlanna á mikið lof skilið og treysti
ég því að þessi hátturinn verði hafð-
ur á í næstu þáttum.
Erla Hlynsdóttir
Nick and Norah‘s Infinite Playlist
gerist á einum sólarhring í New
York. Myndin fjallar um Nick,
ungan tónlistaraðdáanda í gríð-
arlegri ástarsorg eftir að litla tík-
arlega kærastan hans, Marci,
sagði honum skyndilega upp á
afmælinu hans. Nick er búinn að
liggja í ástarsorg í mánuð og út-
búa ógrynnin öll af „mix-teipum“
handa Marci án þess að fá nokkur
viðbrögð.
Það sem hann hins vegar veit
ekki er að öll mix-teipin sem Marci
hendir í ruslið í skólanum eru hirt
af Noruh nokkurri sem þykir þessi
Nick sem hún aldrei hefur hitt með
stórkostlegan tónlistarsmekk.
Þegar samkynhneigðir félagar
Nicks sem jafnframt eru með hon-
um í hljómsveitinni The Jerk Offs,
ná loksins að draga hann út úr húsi
til að spila á tónleikum og hafa
uppi á uppáhaldshljómsveit Nick,
Where is Fluffy? sem heldur sjald-
gæfa leynitónleika í New York sama
kvöld leiða örlögin hann saman
við Noruh. Upp frá því hefst svo af-
drífaríkt kvöld sem að mestu leyti
snýst um leitina að fullri bestu vin-
konu Noruh og leitina að leynitón-
leikum Where‘s Fluffy? Inn í sögu-
þráðinn fléttast margir skrýtnir og
skondnir karakterar og má eig-
inlega segja að aukaleikararnir
steli senunni. Ari Graynor í hlut-
verki sauðdrukkinnar Caroline er
stórkostleg og Jonathan B.Wright
sem samkynhneigða vöðvatröll-
ið skilar sínu þögla hlutverki vel.
Nýjasta unglingsstjarnan í Holly-
wood Michael Cera er þrælgóður
að venju en leikur svo sem sama
óörugga karakterinn og í Arrested
Developement og Juno. Nýstirnið
Kat Dennings er líka sjarmerandi
sem Norah. Hér er á ferðinni þræl-
skemmtileg og einföld unglinga-
mynd sem á sína hugljúfu gæsa-
húðarkafla en er oft allt of týpísk
og klisjuleg til að vera fullkomin.
Engu að síður mynd sem skilar
sínu sem fínasta skemmtun en sit-
ur alls ekkert eftir í manni.
Krista Hall
Leitin að fullu stelpunni
kvikmyndir
Nick aNd Norah‘s
iNfiNite Playlist
Leikstjóri: Peter sollett
Aðalhlutverk: michael Cera og Kat
dennings
Fín tónlist og ágætis söguþráður
Hin týpíska unglingamynd, ágætis-
skemmtun en situr ekki eftir.
kvikmyndir
Body of lies
Leikstjóri: ridley scott
Aðalhlutverk: Leonardo diCaprio, russell
Crowe, mark strong, golshifteh Farahani,
Oscar Isaac, simon mcburney
sjónvarp
kastljós
RÚV, föstudagur 28. nóvember kl.19.35 OFbeldi
Fínasta mynd en
það vantar upp á til
að hún sé frábær.
Leonardo DiCaprio
er frábær í myndinni.
OrsaKar OFbeldi
sjónvarp
Útsvar
Sjónvarp, á föstudagskvöldum