Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Síða 3
verði bætt þetta upp með nefskatt-
inum. Þetta á allt eftir að fara í
formi frumvarps gegnum þingið og
menntamálanefnd og ég veit ekki
hver niðurstaðan verður.“
Þess má geta að árlegar auglýs-
ingatekjur RÚV ohf. eru á annan
milljarð króna.
Skrifuðu nafnið vitlaust
á uppsögnina
Aukinnar óánægju gætir meðal
starfsmanna RÚV ohf. vegna vax-
andi launaójafnaðar innan stofn-
unarinnar eftir að henni var breytt
í hlutafélag.
Þá láta margir starfsmanna RÚV
í ljós verulega óánægju og undr-
un vegna uppsagna þrautreyndra
tæknimanna með langan starfsald-
ur. Það á sérstaklega við um upp-
sögn Báru Halldórsdóttur og Jans
Murtomaa. Bára á 23 ára starfsferil
innan RÚV. Hún er trúnaðarmað-
ur tæknimanna og hefur verið
tengd réttindabaráttu þeirra, en
tæknimenn eiga nú í kjaradeilu
við RÚV ohf. Jan hefur starfað hjá
RÚV í 11 ár og hefur einnig tengst
kjarabaráttu tæknimanna.
Nokkur fjöldi
starfsmanna RÚV
hefur tjáð sig
um niðurskurð-
inn á blogginu og
ganga jafnvel svo
langt að segja að
niðurbrot á stofn-
uninni sé hafið.
Jan Murt-
omaa,
tæknimaður á hljóðvarpi RÚV,
segir að stjórnendur RÚV taki
illa gagnrýni. „Maður set-
ur fram gagnrýni í þeirri von
að hægt sé að bæta starfsem-
ina fyrir RÚV í heild og starfs-
mennina. Þegar hlutir fara af
leið reynir maður að leiðrétta
kúrsinn. Mér var harðneitað um
ástæðu fyrir uppsögninni.
Það hlýtur að vera
vegna þess að
stjórnend-
ur
hafa eitthvað að
fela. Eftir ellefu
ára þjónustu fær
maður uppsagn-
arbréf þar sem
meira að segja
nafnið er vitlaust
skrifað,“
segir
Jan.
mánudagur 1. desember 2008 3Fréttir
Niðurskurður og kraumaNdi óáNægja
Boðberi slæmra tíðinda Páll magnússon útvarpsstjóri
var í því hlutverki síðasta föstudag að tilkynna starfsfólki
um verulegan niðurskurð, launalækkanir og uppsagnir.
mynd Sigtryggur Ari
Þóra tómasdóttir Þóra í Kastljósi
segir niðurstöðuna sorglega en þetta
sé nokkuð sem öll stórfyrirtæki þurfa
að gera þessa dagana.
Helgi Seljan, dagskrárgerðarmaður í
Kastljósi „eins og niðurskurðurinn er
kynntur hangir áfram yfir okkur að
uppsagnarbréf kunni að vera í vændum.“
Jan murtomaa tæknimaður „mér var
harðneitað um ástæðu fyrir uppsögn-
inni. Það hlýtur að vera vegna þess að
stjórnendur hafa eitthvað að fela.“