Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Blaðsíða 4
mánudagur 1. desember 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Myllusetur kaupir útgáfurétt að Viðskiptablaðinu rétt fyrir gjaldþrot: Óvissa um laun og skuldir Með kaupum Mylluseturs á útgáfu- rétti Viðskiptablaðsins er allt útlit fyrir að þeir starfsmenn, sem misstu vinn- una þegar Framtíðarsýn fór í greiðslu- stöðvun, fái ekki laun sín á uppsagn- arfrestinum greidd. Ábyrgðarsjóður launa greiðir að hámarki 345 þúsund krónur á mán- uði í þrjá mánuði af vangreiddum launum starfsmanna og launum í uppsagnarfresti hafi fyrirtæki orðið gjaldþrota. Fyrir Myllusetri fer Haraldur Jo- hannesen ritstjóri og fullyrt er að Ró- bert Wessmann sé einn hinna nýju eigenda. Aðeins um fjórðungur starfs- manna heldur vinnu sinni. „Framtíðin lítur vel út, við erum komin á lygnan sjó eftir þessar breyt- ingar og eftir þau óveður sem öll fyrir- tæki á landinu eru í. Við erum allavega komin í gegnum mesta brimskafl- inn ef við getum sagt sem svo,“ segir Haraldur Johannessen, ritstjóri Við- skiptablaðsins. Haraldur vill ekki tjá sig um uppsagnir hjá Framtíðarsýn eftir að fyrirtækið fór í greiðslustöðv- un. Hann segir þau mál ekki vera á sínum vegum. Aðspurður hvað verði um skuldir Framtíðarsýnar, vill hann heldur ekki svara því. Arna Schram, fréttastjóri á Við- skiptablaðinu og formaður Blaða- mannafélags Íslands, segir það öm- urlegt ef starfsmenn, sem sagt var upp störfum eftir að Framtíðarsýn fór í greiðslustöðvun, fái ekki laun sín greidd. Flest bendir nú til þess að starfsmenn fái ekki laun sín um næstu mánaðamót. „Ég veit ekki hvort félag- ið er gjaldþrota og það er ekki hægt að senda starfsmenn yfir á Ábyrgðarsjóð launa ef félagið er ekki gjaldþrota,“ segir hún. Arna segir að Blaðamannafélagið muni að sjálfsögðu standa með sínu fólki og gera kröfur um laun starfs- mannanna. Engu skiptir að formað- ur félagsins sé jafnframt einn þeirra starfsmanna sem fengu vinnu hjá nýjum útgefendum blaðsins. Pétur Gunnarsson, fyrrver- andi fréttastjóri á Viðskiptablað- inu, segir mörgum lögfræðilegum spurninum ósvarað. „Ef Fram- tíðarsýn fer í gjaldþrot mun skiptastjóri þess þrotabús þurfa að samþykkja söluna á blaðinu út úr búinu. Hann getur látið rifta söl- unni. Ég dreg alls ekkert í efa að verið sé að reyna að gera verðmæti úr eign- um félagsins. En eignirnar voru ekki auglýstar opinberlega og það liggur ekki fyr- ir á hvaða verði þær voru seldar,“ segir hann. jonbjarki@dv.is valgeir@dv.is Þrátt fyrir væringar á fjölmiðlamarkaði og lausafjárvandræði Árvakurs tóku starfs- menn sig til og dönsuðu konga á laugardaginn. Útgáfan hefur fengið viku til þess að auka hlutafé sitt, en það sem fyrir var, verður fært niður í núll. Einar Sigurðsson, for- stjóri Árvakurs, er bjartsýnn á framtíðina og finnst góður andi starfsmanna hreint út sagt magnaður. DÖNSUÐU KONGA Í SKUGGA KREPPU „Það er rosalega góður andi hjá starfsmönnunum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, en starfsmenn skemmtu sér á jóla- hlaðborði í Iðusölum á laugardag- inn, í skugga fjárhagsvandræða fyrirtæksins. Árvakur sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem kom fram að fyrirtækið, í samvinnu við Glitni, ætli að vinna að framtíðarlausn út vikuna, en það mun meðal ann- ars fela í sér að núverandi hluta- fé verði fært niður í núll. Bankinn mun ekki afskrifa skuldir Árvakurs gagnvart Glitni, en þær eru um þrír milljarðir króna. Að sögn Einars er markmið bankans og Árvakurs að breikka félagið, það er, að fá fleiri hluthafa inn í Árvakur. Dönsuðu konga Það var á laugardaginn sem starfs- menn Árvakurs gerðu sér glaðan dag í skugga lausafjárvandræða Árvakurs. Þá mættu 140 manns í Iðusali og gerðu sér dagamun. Í staðinn fyr- ir dýr skemmitatriði spilaði starfsmað- ur Ávakurs á gítar og uppskar mikinn fögnuð. Þá dönsuðu all- ir starfsmenn konga þrátt fyrir að það væri raunveruleg hætta á því að starfsfólk fengi ekki greidd laun um mánaðamótin. Að sögn Einars var þetta magnað allt sam- an, eins og hann orðar það, og góður andi hópsins nær einstak- ur að hans mati miðað við mikl- ar sviptingar í fjölmiðlaheiminum sem Árvakur fer svo sannarlega ekki varhluta af. Fara ekki í greiðslustöðvun „Við komumst hjá greiðslustöðv- un,“ segir Einar um sameig- inlegt markmið Ár- vakurs og Glitnis aðspurð- ur hvort félag- ið fari í greiðslustöðvun í vikunni. Hann segir að til standi að breikka hluthafahópi Árvakurs en nú er Björgólfur Guðmundsson stærstur eigenda Árvakurs. Á laugardaginn síðasta kom fram í Morgunblað- inu sjálfu að hópur starfsmanna innan Árvakurs auk eigenda út- gáfufélagsins Valtýs hafi hug á að kaupa ráðandi hlut í útgáfu Morg- unblaðsins. Sjálfur segir Einar að ferlið eigi að vera gegnsætt og opið. Vonir standa til að hluthöf- um verði fjölgað verulega. Skuldir ekki afskrifaðar „Það er búið að vinna að þessu öllu saman undanfarið,“ segir Ein- ar aðspurður hvenær ákvörðun um vikufrest til þess að fá hluta- fé inn í Árvakur var tekin. Hluti af tilraunum þeirra til þess að fá nýtt fé inn í Árvakur mun ekki fela í sér afskriftir skulda félagsins gagnvart bankanum sem eru um þrír millj- arðar. Eins og staðan er nú kappkost- ar Árvakur að greiða starfsmönn- um laun fyrir síðasta mánuð. Eins og staðan var á föstudaginn var ekki hægt að greiða öllum laun, þeir launalægstu fengju fyrstir sín laun, og svo þeir sem eru með hærri laun. Útgáfa í 95 ár „Útgáfa blaðsins helst óbreytt,“ segir Einar þegar hann er spurður hvort það sé mögulegt að rof verði á útgáfu blaðsins sem hefur kom- ið sleitulaust út í níutíu og fimm ár. Ástæðan fyrir mikilli skuldaaukn- ingu útgáfunnar er verulegt geng- isfall krónunnar. „Útgáfa blaðsins helst óbreytt.“ valur grEttiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Árvakur Útgáfa morgun- blaðsins verður óbreytt, en blaðið hefur komið sleitulaust út í níutíu og fimm ár. Ólafur Þ. Stephensen Dansaði konga á jólahlaðborði Árvakurs síðasta laugardag. viðskiptablaðið selt „Þetta er svipuð staða og var uppi þegar Fréttablaðið varð gjaldþrota árið 2002. Þá voru eignir seldar út úr félaginu en stór hluti af laununum fór bara yfir á ríkið,“ segir Pétur gunnarsson. LÍÚ vill nýjan gjaldmiðil Stjórn LÍÚ vill að íslensk stjórn- völd kanni nú þegar kosti þess að taka einhliða upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar. Í greinargerð með áskorun LÍÚ til stjórnvalda segir að koma þurfi í veg fyrir að fyrirtæki og heimili komist í þrot vegna hárra vaxta og verðbólgu auk þess sem afstýra verði stórfelldu atvinnuleysi. Þar segir jafnframt að háir vextir hafi leitt til þess að krónan hafi verið allt of hátt skráð um margra ára skeið og það leitt til skipbrots pen- ingamálastefnunnar. Forsvarsmenn LÍÚ hafa hafn- að öllum hugmyndum um aðild að Evrópusambandinu. Tuttugu þúsund króna hækkun Starfsmenn sveitarfélaga, inn- an aðildarfélaga Starfsgreina- sambandsins, fá 20.300 króna launahækkun. Samkomulag náðist um nýjan kjarasamn- ing milli Launanefndar sveit- arfélaga og Starfsgreinasam- bandsins fyrir hönd fjórtán stéttarfélaga. Samningurinn er til skamms tíma. Hann tek- ur gildi í dag og rennur út 31. ágúst á næsta ári. Lokað á erlenda fjárfestingu Stjórnvöld hafa lokað á er- lenda fjárfestingu á Íslandi með lögum um höft á gjald- eyrisviðskiptum. Ann- að getur Vilhjálmur Þor- steinsson, stjórnarformaður Verne Holdings, ekki lesið úr lögunum. Verne Holdings hefur stefnt að því að opna netþjónabú á Íslandi. „Ef Seðlabankanum er alvara sé ég ekki betur en að menn geti pakkað saman og gleymt því verkefni, og nýja sæstrengn- um Danice í leiðinni. Er þetta það sem íslenskt efnahags- líf þarf á að halda um þessar mundir? Eða er þetta enn eitt dæmið um mistök Seðla- banka? Hvernig útskýrir maður svona rugl fyrir út- lendingum? spyr Vilhjálmur. 1 Komdu þér í jólaskapið dV bendir á kvikmyndir sem eru til þess fallnar að koma fólki í jólaskap. 2 Hundruð borga fyrir að sjá grasker sundrast Hundruð bandaríkjamanna borga fyrir að heyra hvernig hljóð myndast þegar grasker fellur á steypu. 3 Segir dómstóla hafa spillta ímynd birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknar, segir að efla þurfi traust almennings á dómstólum. 4 „Pollrólegt eins og alltaf“ aðfaranótt sunnudags var tiltölulega róleg hjá lögreglu. 5 Beyoncé háð háhæluðum skóm söngkonan beyoncé stenst ekki freistinguna að kaupa rándýra skó. 6 veldur skyndibitafæði alzheimers? nýlegar rannsóknir benda til þess að skyndibitafæði geti valdið alzheimer. 7 Heimsfrægur píanóleikari í Hafnarborg Heimsfrægi píanóleikarinn, Philip Jenkins, lék í Hafnarborg. mest lesið á dV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.