Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Síða 32
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 200832 Völvuspá Í fréttum er þetta helst n Næsta ár verður ár upp- ljóstrana um spillingu og hagsmunatengsl sem hafa sett mark sitt á íslenskt þjóðlíf áratugum saman. Í fyrsta sinn verður tal- að opinberlega um mútu- greiðslur í almennri umfjöll- un. n Sumt af því sem kemur upp þykir almenningi ekki tiltökumál en annað veldur mikilli reiði og æsingi í samfé- laginu. Völvan sér nokkra þjóðþekkta menn í fylgd lögreglu vegna mála af þessu tagi. Má nefna Gunnar Birgis- son, bæjarstjóra í Kópavogi, Tryggva Jónsson, fyrrum endurskoðanda Baugs, Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóra, Frosta Bergsson at- hafnamann, Þorstein Má Baldvins- son og Óskar Magnússon, fyrrum forstjóra TM, svo aðeins fáeinir séu nefndir. Eins og stundum áður mun almenningi þykja sem smáfiskarnir náist en hákarlarnir sleppi. n Fátt verður til lykta leitt af þess- um málum á árinu heldur hefj- ast langvinnar rannsóknir sem seint sér fyrir endann á. n Völvan sér eitthvert hneyksli tengjast margboðaðri rann- sóknarnefnd ríkisstjórnarinn- ar sem skoða á aðdraganda banka- hrunsins. Einhver þar innanborðs segir af sér vegna þess og rannsókn málsins tefst svo að engra niður- staðna er að vænta á nýju ári. n Völvan sér afsagnir nokk- urra manna í tengslum við eftirmála bankahruns og kemur þar sumt á óvart en meðal þeirra sem hverfa af vettvangi eru Jónas Fr., yf- irmaður Fjármálaeftirlitsins, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar. Völvan sér Árna Mathie- sen fjármálaráðherra tengjast afsögn Þórðar og þar kemur óhreinn þvottur fram í dagsljósið sem vekur furðu. n Mjög sérstætt morðmál kemur upp á árinu og þótt það virðist í fyrstu vera fremur einfalt liggja þræðir frá því langt inn í íslenskt stjórnkerfi og tengjast hruni bankanna. Málið kem- ur upp seint á árinu og völvan sér ekki endalok þess en óhætt er að spá því að þjóðin standi á öndinni þegar líð- ur á haustið. n Mótmæli gegn ríkisstjórninni og kreppunni blossa upp á ný eft- ir áramótin en eftir að ljóst verður að kosningar verða í vor lognast þau út af. En áður en það gerist mun sverfa til stáls milli harð- skeyttra mótmælenda og lögreglu og völvan sér afar hörð átök sem geta end- að með því að einhver týnir lífi. Einnig sér völvan mótmælatengdar aðgerðir sem beinast gegn tilteknum banka eða stofnun. Miklar skemmd- ir verða af eldi eða sprengiefni en til- ræðismennirnir finnast aldrei. fjölmiðlar n Fjölmiðlar verða harðlega gagn- rýndir á árinu fyr- ir slaka umfjöll- un í tengslum við bankahrun- ið. Upplýsingar um það hvernig fjölmiðl- um var misbeitt í þágu eigenda sinna í góðærinu koma upp á yfirborðið og valda reiði og hneykslun. Völvan sér núverandi ritstjóra ónefnds tímarits stíga fram í sviðsljósið og tala hjarta sitt hreint um þessa hluti og hljóta lof fyrir. n Morgunblaðinu verður bjargað frá gjaldþroti. Hluti af þeirri björgun- araðgerð felst í því að leyfa samruna Fréttablaðsins og Morgunblaðsins þótt úrskurður Samkeppniseftirlitsins gangi í raun gegn því. n Skuldir verða afskrifaðar og nýir hluthafar koma inn í rekst- ur Morgunblaðs- ins. Í framhaldinu verða nokkrar breyt- ingar á opinberri afstöðu blaðsins í viðkvæmum deilumálum en nýir eig- endur eru með sterkt bakland í sjáv- arútvegi. n Stöð 2 heldur áfram að berjast í bökkum og í upphafi ársins verð- ur gripið til niðurskurðar þar á bæ og verða ýmsar þekktar fjölmiðla- stjörnur atvinnulausar eftir það. Ríkisútvarpið verður áfram í mið- punkti deilna starfsmanna við Pál Magnússon og er hart deilt um starfs- aðferðir hans og tök á rekstrinum. Páll heldur sínu striki og deilurnar hljóðna þegar RÚV tekur forystu í umfjöllun um viðkvæmt hneykslismál sem Stöð 2 á erfitt með að sinna vegna tengsla við þá sem fjallað er um. n DV heldur áfram að koma út og al- mennt séð styrkir það stöðu sína á nýju ári, enda fer eftirspurnin eftir hlífðarlausum fjölmiðlum vaxandi. Á því sviði mætir það þó óvæntri sam- keppni þegar nýtt málgagn fer að koma út vikulega. Völvan sér Mika- el Torfason og læriföður hans, Gunnar Smára Egilsson, þar í for- svari en óljóst þó. n Útvarp Saga hættir starfsemi snemma á árinu og útförin fer fram í kyrrþey. Í framhaldinu sér völvan Arnþrúði Karlsdóttur í afhjúpandi viðtali eða sýna framkomu í fjölmiðl- um sem verður henni ekki til mikils sóma. fræga fólkið n Mikil umfjöllun verður á nýju ári um þá sem verða kallaðir vel klæddir öreigar en það eru þeir sem áður voru efnaðir en töpuðu aleigunni á bankahrun- inu og eiga nú ekkert nema Range Roverinn og húsið og hafa engar tekj- ur. Þótt mörgum þyki það ómak- legt verður ít- rekað skopast að neyð þessa fólks sem að lokum rís til varnar. n Björk Guðmundsdóttir heldur áfram að taka þátt í umræðunni um nýtt Ísland og uppbyggingu þess. Völvan sér hana í ræðustól á al- þjóðavettvangi að tala um Ís- land og allir hlusta. n Margir sem áður voru óþekkt- ir eða lítt þekktir verða fræg- ir á árinu einkum með þátttöku í stjórnmálum, enda verður mikil end- urnýjun í öllum stjórnmálaflokkum. Meðal þeirra sem vekja athygli með þátttöku sinni í framboði flokka eru: Kolfinna Baldvinsdóttir, Bryndís Schram, Sverrir Stormsker, Andri Snær Magnason, Gylfi Magnússon, Þorvaldur Gylfason, Hallgrímur Helgason, Sturla Jónsson og Helga Vala Helgadóttir. Völvan sér sumt þetta fólk inni á þingi eftir kosningar. n Ásdís Rán, fyrirsæta og fjöllista- maður, verður áfram reglulega í sviðs- ljósinu af margvíslegum ástæðum og þykir sýna mikið hugmyndaflug til að komast hjá því að falla í gleymsku. n Árni Magnússon, fyrrverandi ráð- herra og vonarstjarna Framsóknar- flokksins, verður í sviðsljósi nýs árs með afar neikvæðum hætti og tengist það fjármálum hans og einkalífi. n Völvan sér Geir Ólafsson söngv- ara í sviðsljósinu snemma ársins fyrir eitthvað annað en söng og verður það honum til sóma. n Björgvin Halldórsson verður einn- ig í fréttum á árinu fyrir eitthvað annað Sigurjón Árnason Einn þeirra sem tengjast munu leiðindamálum sem koma upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.