Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 200832 Völvuspá Í fréttum er þetta helst n Næsta ár verður ár upp- ljóstrana um spillingu og hagsmunatengsl sem hafa sett mark sitt á íslenskt þjóðlíf áratugum saman. Í fyrsta sinn verður tal- að opinberlega um mútu- greiðslur í almennri umfjöll- un. n Sumt af því sem kemur upp þykir almenningi ekki tiltökumál en annað veldur mikilli reiði og æsingi í samfé- laginu. Völvan sér nokkra þjóðþekkta menn í fylgd lögreglu vegna mála af þessu tagi. Má nefna Gunnar Birgis- son, bæjarstjóra í Kópavogi, Tryggva Jónsson, fyrrum endurskoðanda Baugs, Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóra, Frosta Bergsson at- hafnamann, Þorstein Má Baldvins- son og Óskar Magnússon, fyrrum forstjóra TM, svo aðeins fáeinir séu nefndir. Eins og stundum áður mun almenningi þykja sem smáfiskarnir náist en hákarlarnir sleppi. n Fátt verður til lykta leitt af þess- um málum á árinu heldur hefj- ast langvinnar rannsóknir sem seint sér fyrir endann á. n Völvan sér eitthvert hneyksli tengjast margboðaðri rann- sóknarnefnd ríkisstjórnarinn- ar sem skoða á aðdraganda banka- hrunsins. Einhver þar innanborðs segir af sér vegna þess og rannsókn málsins tefst svo að engra niður- staðna er að vænta á nýju ári. n Völvan sér afsagnir nokk- urra manna í tengslum við eftirmála bankahruns og kemur þar sumt á óvart en meðal þeirra sem hverfa af vettvangi eru Jónas Fr., yf- irmaður Fjármálaeftirlitsins, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar. Völvan sér Árna Mathie- sen fjármálaráðherra tengjast afsögn Þórðar og þar kemur óhreinn þvottur fram í dagsljósið sem vekur furðu. n Mjög sérstætt morðmál kemur upp á árinu og þótt það virðist í fyrstu vera fremur einfalt liggja þræðir frá því langt inn í íslenskt stjórnkerfi og tengjast hruni bankanna. Málið kem- ur upp seint á árinu og völvan sér ekki endalok þess en óhætt er að spá því að þjóðin standi á öndinni þegar líð- ur á haustið. n Mótmæli gegn ríkisstjórninni og kreppunni blossa upp á ný eft- ir áramótin en eftir að ljóst verður að kosningar verða í vor lognast þau út af. En áður en það gerist mun sverfa til stáls milli harð- skeyttra mótmælenda og lögreglu og völvan sér afar hörð átök sem geta end- að með því að einhver týnir lífi. Einnig sér völvan mótmælatengdar aðgerðir sem beinast gegn tilteknum banka eða stofnun. Miklar skemmd- ir verða af eldi eða sprengiefni en til- ræðismennirnir finnast aldrei. fjölmiðlar n Fjölmiðlar verða harðlega gagn- rýndir á árinu fyr- ir slaka umfjöll- un í tengslum við bankahrun- ið. Upplýsingar um það hvernig fjölmiðl- um var misbeitt í þágu eigenda sinna í góðærinu koma upp á yfirborðið og valda reiði og hneykslun. Völvan sér núverandi ritstjóra ónefnds tímarits stíga fram í sviðsljósið og tala hjarta sitt hreint um þessa hluti og hljóta lof fyrir. n Morgunblaðinu verður bjargað frá gjaldþroti. Hluti af þeirri björgun- araðgerð felst í því að leyfa samruna Fréttablaðsins og Morgunblaðsins þótt úrskurður Samkeppniseftirlitsins gangi í raun gegn því. n Skuldir verða afskrifaðar og nýir hluthafar koma inn í rekst- ur Morgunblaðs- ins. Í framhaldinu verða nokkrar breyt- ingar á opinberri afstöðu blaðsins í viðkvæmum deilumálum en nýir eig- endur eru með sterkt bakland í sjáv- arútvegi. n Stöð 2 heldur áfram að berjast í bökkum og í upphafi ársins verð- ur gripið til niðurskurðar þar á bæ og verða ýmsar þekktar fjölmiðla- stjörnur atvinnulausar eftir það. Ríkisútvarpið verður áfram í mið- punkti deilna starfsmanna við Pál Magnússon og er hart deilt um starfs- aðferðir hans og tök á rekstrinum. Páll heldur sínu striki og deilurnar hljóðna þegar RÚV tekur forystu í umfjöllun um viðkvæmt hneykslismál sem Stöð 2 á erfitt með að sinna vegna tengsla við þá sem fjallað er um. n DV heldur áfram að koma út og al- mennt séð styrkir það stöðu sína á nýju ári, enda fer eftirspurnin eftir hlífðarlausum fjölmiðlum vaxandi. Á því sviði mætir það þó óvæntri sam- keppni þegar nýtt málgagn fer að koma út vikulega. Völvan sér Mika- el Torfason og læriföður hans, Gunnar Smára Egilsson, þar í for- svari en óljóst þó. n Útvarp Saga hættir starfsemi snemma á árinu og útförin fer fram í kyrrþey. Í framhaldinu sér völvan Arnþrúði Karlsdóttur í afhjúpandi viðtali eða sýna framkomu í fjölmiðl- um sem verður henni ekki til mikils sóma. fræga fólkið n Mikil umfjöllun verður á nýju ári um þá sem verða kallaðir vel klæddir öreigar en það eru þeir sem áður voru efnaðir en töpuðu aleigunni á bankahrun- inu og eiga nú ekkert nema Range Roverinn og húsið og hafa engar tekj- ur. Þótt mörgum þyki það ómak- legt verður ít- rekað skopast að neyð þessa fólks sem að lokum rís til varnar. n Björk Guðmundsdóttir heldur áfram að taka þátt í umræðunni um nýtt Ísland og uppbyggingu þess. Völvan sér hana í ræðustól á al- þjóðavettvangi að tala um Ís- land og allir hlusta. n Margir sem áður voru óþekkt- ir eða lítt þekktir verða fræg- ir á árinu einkum með þátttöku í stjórnmálum, enda verður mikil end- urnýjun í öllum stjórnmálaflokkum. Meðal þeirra sem vekja athygli með þátttöku sinni í framboði flokka eru: Kolfinna Baldvinsdóttir, Bryndís Schram, Sverrir Stormsker, Andri Snær Magnason, Gylfi Magnússon, Þorvaldur Gylfason, Hallgrímur Helgason, Sturla Jónsson og Helga Vala Helgadóttir. Völvan sér sumt þetta fólk inni á þingi eftir kosningar. n Ásdís Rán, fyrirsæta og fjöllista- maður, verður áfram reglulega í sviðs- ljósinu af margvíslegum ástæðum og þykir sýna mikið hugmyndaflug til að komast hjá því að falla í gleymsku. n Árni Magnússon, fyrrverandi ráð- herra og vonarstjarna Framsóknar- flokksins, verður í sviðsljósi nýs árs með afar neikvæðum hætti og tengist það fjármálum hans og einkalífi. n Völvan sér Geir Ólafsson söngv- ara í sviðsljósinu snemma ársins fyrir eitthvað annað en söng og verður það honum til sóma. n Björgvin Halldórsson verður einn- ig í fréttum á árinu fyrir eitthvað annað Sigurjón Árnason Einn þeirra sem tengjast munu leiðindamálum sem koma upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.