Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 200840 Áramót A llir þurfa hetju til að horfa til. Ég man þegar ég var yngri, þá fann maður sér hetju sem setti manni einhvers konar markmið. Þannig verða hetjurnar til,“ segir Þráinn Bjarnason Farestveit fram- kvæmdastjóri sem valinn hefur ver- ið hetja ársins hjá DV. Þráinn vann mikla hetjudáð í lok september þeg- ar hann bjargaði manni úr bifreið sem stóð í björtu báli við Reykjaveg í Reykjavík eftir að gas hafði lekið úr kút sem var í aftursæti bílsins. Daginn örlagaríka var Þráinn að koma úr World Class í Laugum. Þeg- ar hann ók af bílastæði líkamsrækt- arstöðvarinnar tók hann eftir að aksturslag bílsins fyrir framan hann var frekar undarlegt. „Í beygjunni út á Reykjaveg hikaði hann óeðlilega lengi, þrátt fyrir að engin tiltakan- leg umferð væri til að hindra hann í að komast inn á götuna,“ lýsir Þrá- inn. Þegar bíllinn svo loks beygir til vinstri, suður Reykjaveg, ákveður Þráinn að halda í humátt á eftir hon- um í stað þess að taka hægri beygju eins og Þráinn hugðist gera. Bíllinn springur Þegar bílarnir eru komnir að hringtorginu rétt fyrir neðan gatna- mót Reykjavegar og Suðurlands- brautar ákveður Þráinn að renna upp að hlið hins bílsins til að athuga hvort ekki sé allt í góðu hjá öku- manninum. „En um leið og ég beygi inn á akreinina við hliðina springur bíll- inn bara í loft upp með þvílíkum látum. Þetta var eins og maður sér í bíómyndunum þegar skotið er á bíl með skriðdreka eða sprengikúlu eða einhverju álíka. Það myndast eld- hnöttur, bíllinn lyftist og allar rúð- ur þeytast úr,“ segir Þráinn. Bíllinn hans fór ekki varhluta af hamagang- inum því glerbrotunum rigndi yfir hann. „Ég snarnegli niður og hleyp út. Bíllinn er fullur af eldi þegar ég kem að honum og ég get því ekki athafn- að mig neitt í fyrstu. En svo dregur mikið úr eldinum sem seinna kom í ljós að var vegna þess að gasið í bílnum var að megninu til uppur- ið. Þá sé ég manninn sitja þarna illa brunninn og enn logar í hári hans og kraga. Ég næ að slökkva þá loga með hendinni og reyni svo að tala við manninn en hann er ekki í ástandi til að svara mér.“ Eldurinn magnast á ný Þegar Þráni verður ljóst að ekki er hægt að ná sambandi við öku- manninn reynir hann að opna bíl- dyrnar. „Það gengur ekki heldur því þær skemmdust svo mikið við þetta mikla högg. Þá er ekkert annað að gera en að reyna að losa beltið af manninum í gegnum gluggaopið, en hann hindrar mig sífellt í því,“ segir Þráinn. Hann telur að það hljóti að hafa orsakast af áfallinu eða ástand- inu sem ökumaðurinn var í eftir sprenginguna. Meðan á þessu stendur er eld- urinn sífellt að magnast á ný inni í bílnum. Þráni tekst loks eftir nokkr- ar tilraunir að losa beltið af öku- manninum með því að teygja sig inn í bílinn. „Þegar beltið er loks laust næ ég að fara inn undir manninn og draga hann þannig út um gluggann. Á nokkurn veginn sama augnabliki kemur kona þarna að og við styðj- um manninn út á umferðareyjuna sem þarna er. Þá sé ég að bíllinn er orðinn alelda á ný. Við þurfum svo að bíða í smá stund á eyjunni, áður en við komumst yfir akreinina þar sem umferðin liggur niður Reykja- veg, því bílarnir stoppuðu ekki til að hleypa okkur yfir,“ segir Þráinn. Fannst óratími líða Þegar Þráinn og konan eru kom- in með manninn yfir götuna, og í ör- ugga fjarlægð ef ske kynni að önnur sprenging muni eiga sér stað, horfa þau bjargarlaus á bílinn brenna. Bíll Þráins varð einnig eldinum að bráð. Hann segir þetta allt saman hafa gerst mjög hratt, án þess þó að átta sig á hversu margar sekúnd- ur eða mínútur líða frá því að bíll- „Um leið og ég beygi inn á akreinina við hliðina spring- ur bíllinn bara í loft upp með þvílíkum látum. Þetta var eins og maður sér í bíómyndun- um þegar skotið er á bíl með skriðdreka eða sprengikúlu eða einhverju álíka.“ Þráinn Bjarnason Hetja ársins 2008 að mati DV með verðlaunagripinn sem nafnbótinni fylgir. MYND Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.