Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Síða 42
Þriðjudagur 30. desember 200842 Ættfræði
umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is
Gunnlaugur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann
lauk stúdentsprófi frá VÍ 1978 og
embættisprófi í lögfræði við HÍ
1986. Á námsárunum var Gunn-
laugur blaðamaður við DV. Hann
var framkvæmdastjóri fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
1984-88 framkvæmdastjóri Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunnar, síð-
ar Faxamjöls, frá ársbyrjun 1988
en fyrirtækið var síðan samein-
að Granda, var framkvæmdastjóri
hjá Urði, Verðandi Skuld um skeið,
var stjórnarformaður Trygginga-
miðstöðvarinnar og stjórnarfor-
maður Icelandic Group um skeið
og gegndi þar framkvæmdastjóra-
stöðu.
Gunnlaugur var fulltrúi í stúd-
entaráði HÍ 1982-84, var formað-
ur Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta, 1983-84, sat í stjórn SUS
1985-87, sat í stjórn fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
1988-94, sat í stjórn Samtaka um
vestræna samvinnu, var einn af
stofnendum Frjálshyggjufélags-
ins og sat í stjórn þess um ára-
bil og var formaður Útvarpsráðs
frá 1995-2007 er breytingar voru
gerðar á lögum um ríkisútvarp-
ið. Gunnlaugur sat í stjórn Félags
fiskimjölsframleiðenda og for-
maður þess 1990-95, sat í vara-
stjórn Granda, í aðalstjórn Granda,
sat í stjórn Ísfélags Vestmannaeyja,
var stjórnarformaður Faxamarkað-
arins, í stjórn Íslandsmarkaðar og
var stjórnarformaður Fóðurblönd-
unnar hf.
Gunnlaugur var kjörinn stjórn-
arformaður Íslands árið 2007.
Fjölskylda
Kona Gunnlaugs er Anna, f.
12.3. 1960, húsmóðir og stjórn-
málafræðinemi. Hún er dóttir
Júlíusar Halldórssonar, forstjóra
Búvéla í Reykjavík, sem nú er ný-
látinn, og k.h., Þórunnar Gröndal
húsmóður.
Börn Gunnlaugs og Önnu eru
Þórunn, f. 18.9. 1981; Erla, f. 5.3.
1984; Anna Lára, f. 16.12. 1985;
Edda, f. 15.1. 1991; Pétur Júlíus, f.
8.7. 1993.
Systkini Gunnlaugs eru Garðar,
f. 11.12. 1956, framkvæmdastjóri
í Reykjavík; Hildur, f. 25.6. 1965,
framkvæmdastjóri í Garðabæ; Ás-
laug, f. 23.10. 1973, lögfræðingur.
Foreldrar Gunnlaugs: Gunn-
laugur Guðmundsson, f. 8.2. 1931,
kaupmaður í Reykjavík, og k.h.,
Svanhildur Erla J. Levy, f. 4.9. 1937,
kaupmaður.
Ætt
Gunnlaugur kaupmaður er son-
ur Guðmundar, b. á Vesturhópshól-
um í Þverárhreppi Jónssonar, b. á
Grund og Vesturhópshólum Jóns-
sonar, b. í Laxárdal í Bæjarhreppi
Jónssonar. Móðir Jóns á Grund
var Oddhildur, systir Sæmundar,
langafa Þórðar, símstöðvarstóra á
Hvammstanga, föður Sveins, fyrrv.
skattstjóra Reykjanesumdæmis, en
Þórður var einnig afi Þórs Magn-
ússonar þjóðminjavarðar og Lýðs
Björnssonar sagnfræðings. Odd-
hildur var dóttir Lýðs, hreppstjóra
í Hvítuhlíð í Hrafnadal Jónssonar,
b. í Skálholtsvík, bróður Björns, pr.
í Trölla- tungu, langafa Margrét-
ar, langafa Sighvats Björgvinsson-
ar, forstöðumanns Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands. Jón var
sonur Hjálmars, ættföður Trölla-
tunguættar Þorsteinssonar.
Móðir Gunnlaugs var Lára
Guðmannsdóttir, b. á Krossanesi
á Vatnsnesi Árnasonar, og Agnar
Eyjólfsdóttur.
Svanhildur Erla er dóttir Jó-
hannesar Levy, oddvita í Hrísakoti,
Eggertssonar Levy, hreppstjóra
á Ósum Jónssonar, pr. á Tjörn á
Vatnsnesi, bróður Þorláks í Vestur-
hópshólum, föður Jóns, forsætis-
ráðherra og fyrsta formanns Sjálf-
stæðisflokksins. Annar bróðir Jóns
á Tjörn var Arnór, pr. á Hesti, afi
Sigurðar Pálssonar, skálds og rit-
höfundar. Jón á Tjörn var sonur
Þorláks, pr. á Undirfelli Stefáns-
sonar, og Sigurbjargar Jónsdóttur,
prófasts í Steinnesi Péturssonar.
Móðir Eggerts Levy var Ólöf Egg-
ertsdóttir, hreppstjóra og skálds á
Kolþernumýri í Vesturhópi Jóns-
sonar. Móðir Jóhannesar Levy var
Ögn Guðmannsdóttir, hálfsyst-
ir Láru í Vesturhópshólum. Móðir
Agnar var Ósk Guðmundsdóttir.
Móðir Svanhildar Erlu er Marz-
ibil Sigurrós Jenný, systir dr. Jóns
Jóhannessonar prófessors. Jenný
er dóttir Jóhannesar Péturs, b.
í Hrísakoti Jónssonar, Jónsson-
ar, b. í Syðsta-Hvammi á Vatns-
nesi Arnbjarnarsonar, stúdents frá
Stóra-Ósi Árnasonar, pr. að Bæg-
isá Tómassonar. Móðir Jennýjar
var Guðríður Guðrún Gísladóttir,
b. á Varmá í Mosfellssveit Gunn-
arssonar, b. á Lágafelli Gíslasonar.
Móðir Gunnars var Ástríður Gunn-
arsdóttir, hreppstjóra í Hvammi
Einarssonar. Móðir Ástríðar var
Kristín Jónsdóttir, yngra, hrepp-
stjóra í Neðra-Seli, bróður Ólafs, b.
á Fossi, langafa Odds, hreppstjóra
á Sámsstöðum, langafa Davíðs
Oddssonar seðlabankastjóra. Jón
var sonur Bjarna, hreppstjóra og
ættföður Víkingslækjarættar Hall-
dórssonar. Móðir Guðríðar Guð-
rúnar var Guðrún Bjarnadóttir, b.
á Hraðastöðum í Mosfellssveit Ei-
ríkssonar.
xxx
xxx
95 ára á gamlársdag
Franch Michelsen
Franch fæddist á Sauðárkróki og ólst
þar upp. Hann lauk prófi frá Ungl-
ingaskóla Sauðárkróks 1931, Iðnskól-
anum í Reykjavík 1936, lærði úrsmíði
hjá föður sínum 1929-34, stundaði
nám í danska úrsmiðaskólanum
1938-39 og lauk sveinsprófi í úrsmíði
við Den Danske Urmagerskole Tekn-
ologisk Institut í Kaupmannahöfn
1939, sótti endurmenntunarnám-
skeið í Sviss 1978 í elektronískum
úrum og stóð fyrir slíku námskeiði
hér á landi 1981 og hefur auk þess
tekið þátt í nokkrum endurmennt-
unarnámskeiðum í Reykjavík og
Sviss.
Franch var úrsmíðasveinn hjá
föður sínum 1934-35 og 1936-37, hjá
Guðna A. Jónssyni í Reykjavík 1935-
36, hjá Axel Hansen í Kaupmanna-
höfn 1937-38 og hjá Carl Jonsén,
konunglegum hirðúrsmið, í Kaup-
mannahöfn 1939-40. Hann rak eig-
in úrsmíðavinnustofu á Sauðárkróki
1940-43 og síðan í Reykjavík og var
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
Franch Michelsen ehf. frá 1943-92.
Franch var einn af stofnendum
Tóbaksbindindisfélags Sauðárkróks
1929 og ritari þess 1935, stofnaði Frí-
merkjasafnarafélagið Ísland 1936 og
sat síðar í stjórn Félags frímerkjasafn-
ara í Reykjavík, einn af stofnendum
Iðnaðarmannafélags Sauðárkróks
1942, var einn af stofnendum Vík-
ings, félags ungra sjálfstæðismanna
á Sauðárkróki og einn af stofnend-
um Félags ungra sjálfstæðismanna
í Skagafirði, var í fulltrúaráði sjálf-
stæðismanna í Reykjavík og hefur
verið fulltrúi á landsfundum flokks-
ins, starfaði í fimm ár í stúkunni
Gleym mér eigi, nr. 35 á Sauðárkróki,
sat í mörg ár í stjórn Umf. Tindastóls,
sat í stjórn Almenns stofnlánasjóðs
Kaupmannasamtaka Íslands frá
1974, þar af varaformaður 1980-87
og formaður 1987-89 og sat í fulltrúa-
ráði Kaupmannasamtaka Íslands um
árabil frá 1976.
Franch iðkaði frjálsar íþróttir af
kappi á sínum yngri árum og keppti
þá m.a. í hlaupum og glímu. Franch
var einn af stofnendum skátafélags-
ins Andvarar á Sauðárkróki 1929 og
varð foringi þess 1931, stofnaði skáta-
félögin Fálkar í Staðarhreppi og Fjall-
búar á Hofsósi 1934, var skátafor-
ingi í Reykjavík 1935-36 og frá 1943,
í varastjórn BÍS 1936-38 og 1948-
50 og í aðalstjórn 1950-64, stofnaði
skátafélagið Ísland í Kaupmanna-
höfn 1939 og var foringi þess, var
foringi danskrar skátasveitar 1940,
einn af stofnendum og í foringjaliði
Gilwell-skátaskóla á Íslandi, vann að
stofnun gamalla skáta, St. Georgs-
gildanna og undirbjó stofnun lands-
samtaka þeirra 1963 og sat í stjórn
þeirra til 1975 og var landsgildis-
meistari 1971-75. Hann er heiðursfé-
lagi skátafélagsins Eilífsbúar á Sauð-
árkróki. Þá hefur hann verið ritstjóri
ýmissa skátablaða.
Þess má geta að fyrirtækið, Mi-
chelsen Úrsmiðirnir, verður hundr-
að ára á næsta ári, 2009. Það hefur
alla tíð verið í eigu fjölskyldunnar og
starfrækt af fagmönnum.
Fjölskylda
Eiginkona Franchs er Guðný
Guðrún Jónsdóttir, f. 11.3. 1921, fyrrv.
verslunarstjóri við Franch Michelsen
hf. Hún er dóttir Jóns Sigurðssonar, f.
8.1. 1879, skrifstofustjóra, og Ingi-
bjargar Eyjólfsdóttur, f. 14.11. 1895,
húsmóður.
Börn Franch og Guðnýjar eru
Ingibjörg Ásthildur Michelsen, f.
27.11. 1938, fyrrv. kaupmaður; Guð-
rún Rósa Michelsen, f. 24.12. 1944,
fyrrv. verslunarstjóri; Lilja Dóra Mi-
chelsen, f. 17.1. 1948, stuðningsfull-
trúi; Frank Michelsen, f. 29.2. 1952,
d. 16.5. 1954; Frank Úlfar Michelsen,
f. 26.4. 1956, úrsmíðameistari; Hlyn-
ur Jón Michelsen, f. 9.12. 1961, bíl-
stjóri.; Anna Birna Michelsen, f. 15.6.
1963, leiðsögumaður.
Systkini Franchs: Karen Ed-
ith Michelsen, f. 2.8. 1910, d. 20.2.
1965, prjónakona; Pála Elinborg Mi-
chelsen, f. 24.8. 1911, d. 19.6. 2005,
prjónakona; Hulda Ester Michel-
sen, f. 26.11. 1912, d. 29.8. 1985, ljós-
myndari; Rósa Kristín Michelsen,
f. 5.3. 1915, d. 25.12. 1917; Georg
Bernharð Michelsen, f. 20.5. 1916,
d. 3.11. 2001, bakarameistari; Paul
Valdimar Michelsen, f. 17.7. 1917, d.
27.5. 1995, garðyrkjumaður; Aðal-
steinn G. Michelsen, f. 28.10. 1918,
d. 9.12. 1994, bifvélameistari; Ottó
Alfreð Michelsen, f. 10.6. 1920, d.
11.6. 2000, forstjóri; Elsa María Mi-
chelsen, f. 12.5. 1922, d. 6.2. 1976,
húsmóðir; Kristinn Pálmi Michel-
sen, f. 5.3. 1926, d. 29.5. 2008, versl-
unarstjóri; Aage Valtýr Michelsen, f.
14.10. 1928, bifvélameistari og for-
stjóri.
Foreldrar Franchs voru Jörgen
Frank Michelsen, f. 25.1. 1882, d.
16.7. 1954, úrsmiður og kaupmaður
á Sauðárkróki, og Guðrún Pálsdóttir
Michelsen, f. 9.8. 1886, d. 31.5. 1967,
húsmóðir.
Ingólfur Sigurðs Ingólfsson, for-
maður Vélstjórafélags Íslands og
forseti Farmanna- og fiskimanna-
sambands Íslands, fæddist á Akra-
nesi og ólst þar upp. Hann gekk í
Barna- og gagnfræðaskóla Akra-
ness, stundaði nám við Iðnskóla
Keflavíkur 1948-‘49, lærði vélvirkj-
un í Vélsmiðju Ol. Olsen í Ytri-
Njarðvík 1946-‘50, stundaði nám
við Vélskóla Íslands og lauk þaðan
prófi frá rafmagnsdeild 1953.
Ingólfur starfaði hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur við Elliðaár
1953-‘68, var framkvæmdastjóri
Vélstjórafélags Íslands 1968-‘70,
formaður þess 1970-‘83, var for-
seti Farmanna- og fiskimannasam-
bands Íslands í eitt kjörtímabil og
gegndi ýmsum öðrum trúnaðar-
störfum um árabil. Hann var heið-
ursfélagi Vélstjórafélags Íslands frá
1984.
Ingólfur kvæntist Vilhelmínu
S. Böðvarsdóttur, húsmóður sem
einnig er látin, og eignuðust þau
fimm börn auk þess sem hann átti
dóttur frá því áður.
Foreldrar Ingólfs voru Ingólf-
ur Sigurðsson, f. 2.11. 1891, d. 6.2.
1954, verkstjóri á Akranesi, og Krist-
ín Ingunn Runólfsdóttir, f. 14.11.
1894, d. 12.12. 1975, húsmóðir.
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
ingólfur s. ingólfsson
f. 31. desember 1928, d. 26. febrúar 2005
50 ára í gær
Gunnlaugur sævar
Gunnlaugsson
stjórnarformaður og framKvæmdastjóri
merkir íslendingar