Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Side 2
Einn þeirra fjögurra sem grunaðir eru um stórfellt
gjaldeyrisbrask, fjárfestirinn Gísli Reynisson, reisir risastórt
hús í Garðabæ. Það er tæpir 500 fermetrar að stærð þar sem bíl-
skúrinn einn er rúmir 50 fermetrar. Á sama tíma er rannsókn
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í fullum gangi.
HITT MÁLIÐ
ÞETTA HELST
- ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI
BRESTIR Í STOÐUM ÆTTARVELDIS
Eignarhaldsfélag Einars Sveinsson-
ar, Hrómundur, tapaði tæplega sex
milljörðum króna árið 2008. Félag-
ið á meðal annars hlut í fjárfest-
ingafélaginu Mætti sem hélt utan
um eignarhlut í Icelandair, móð-
urfélagi N1, BNT, og eignarhaldsfélaginu
Vafningi. Auk þess á félagið beinan eignar-
hlut í BNT og eignarhaldsfélögunum Nausti
og Skeggja, sem einnig átti hlut í Vafningi.
Hrómundur varð fyrir frekari skakkaföllum
í maí árið 2009 þegar Íslandsbanki leysti
til sín 23 prósenta hlut Máttar í Icelandair.
Ljóst er að staða eignarhaldsfélaganna sem standa að BNT og N1 er
nokkuð slæm. Spurningin er því hvort og þá hvernig þessi staða muni
hafa áhrif á eignarhald og rekstur N1 á næstunni og hvort stokkað
verði upp í eigendahópi olíufélagsins.
SORG VEGNA SJÁLFSVÍGA
Á skömmum tíma hafa tvö ung-
menni, tólf og sextán ára, svipt
sig lífi í Hafnarfirði þar
sem að minnsta kosti
í öðru tilvikinu hafði
viðkomandi orð-
ið fyrir langvarandi
einelti í skóla, án þess
að einelti hafi verið úrskurðað
sem orsök sjálfsvígsins. Kolbrún
Baldursdóttir sálfræðingur segir
einelti orsakaþátt sem verði að taka mjög alvarlega og undir það tek-
ur Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sem biður fólk um að
hlusta á börnin sín. „Þegar áföll eiga sér stað í lífi ungmenna verðum
við að fylgjast sérstaklega vel með þeim og það á líka við í skólanum
þar sem þau verja miklum tíma í hverri viku. Þá er ákveðin hætta á
því að sé einelti ekki tekið alvarlega geti það leitt til sjálfsvígs.“ Ríflega
4.500 börnum líður illa í skóla og þau upplifa einelti tvisvar eða oftar í
mánuði. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar Þorláks H. Helgason-
ar, sérfræðings í eineltismálum á vegum menntamálaráðuneytisins og
umsjónaraðila Olweusar-áætlunar gegn einelti.
DÆLDU PENINGUM Í MILESTONE
Rúmlega 1.500 milljónir króna
voru lagðar inn á reikning
eignarhaldsfélags-
ins Milestone í
Glitni af reikning-
um tryggingafélags-
ins Sjóvár á fyrstu
sex vikum ársins
2008 vegna þess að staðan á
reikningi félagsins var orðin
neikvæð. Milestone, sem var
eigandi tryggingafélagsins,
var þá komið í veruleg rekstrarvandræði og gat ekki staðið við skuld-
bindingar sínar. Karl og Steingrímur Wernerssynir voru eigendur Mile-
stone og Sjóvár. Í skýrslunni er nefnilega greint frá því að Milestone
hafi farið í víxilútgáfu fyrir 6,2 milljarða króna í október 2007, eftir að
félagið komst í veruleg fjárhagsleg vandræði, og að Glitnir hafi verið
umsjónaraðili víxilútgáfunnar. Víxlarnir voru liður í fjármögnun Mile-
stone og var það eignastýringardeild Glitnis sem meðal annars fjárfesti
í víxlunum fyrir hönd margra viðskiptavina sinna. Margir af þessum
fyrrverandi viðskiptavinum Glitnis hafa gert kröfur í þrotabú Milestone
út af fjárfestingunni í víxlunum sem eignastýringardeild Glitnis fór út
í að þeim forspurðum og munu einhverjir þeirra vera að hugsa um að
höfða mál á hendur bankanum.
2
3
1 MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 17. – 18. mars 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 32. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 n LÁNIÐ STÖKKBREYTTIST
n KÖLLUÐ „BARNANÍÐINGAR“
HARPA ER
BYRJUÐ
AÐ RYÐGA
HEIMILI
ELLÝJAR
BJARGAÐ
FÓLK
„ÉG HEF
VERIÐ
STÍFUR“
GUÐJÓN ARNAR HÆTTIR:
FORELDRA-
SAMTÖK
Í STRÍÐI
FRÉTTIR
LÆRÐU Á
GRÆNMETI
BRESTIR Í STOÐUM N1:
ENGEYJAR-
VELDIÐ
FELLUR
n ENGEYINGAR MISSA ÆTTARAUÐINN
n EINAR SVEINSSON TAPAR SEX MILLJÖRÐUM
n HLUTUR HANS Í N1 SKRÁÐUR SEM EINSKIS VIRÐI
„Ég er búin
að tapa húsinu
,
bílunum og
manninum“
4.500
börn þjást
Hvar fer
einelti
fram?
Hverjir eru gerendur?
Hvenær
er hætt-
an mest?
ALLT UM EINELTI
FRÉTTIR
NEYTENDUR
SJÓVÁ
HÉLT LÍFI Í
MILESTONE
FRÉTTIR
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 15. mars 2010 FRÉTTIR
Á skömmum tíma hafa tvö ungmenni, tólf
og sextán ára, svipt sig lífi í Hafnarfirði þar
sem að minnsta kosti í öðru tilvikinu hafði
viðkomandi orðið fyrir langvarandi einelti
í skóla. Kolbrún Baldursdóttir sálfræð-
ingur segir einelti orsakaþátt sem verði
að taka mjög alvarlega og undir það tekur
Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir
sem biður fólk um að hlusta á börnin sín.
„Þegar áföll eiga sér stað í lífi ung-
menna verðum við að fylgjst sérstak-
lega vel með þeim og það á líka við í
skólanum þar sem þau verja miklum
tíma í hverri viku. Þá er ákveðin hætta
á því að sé einelti ekki tekið alvarlega
geti það leitt til sjálfsvígs. Það er engin
spurning og það höfum við séð,“ segir
Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur.
Á skömmum tíma hafa tvö ung-
menni, tólf og sextán ára, svipt sig
lífi í Hafnarfirði þar sem að minnsta
kosti í öðru tilvikinu hafði viðkom-
andi orðið fyrir langvarandi einelti í
skóla, án þess að einelti hafi verið úr-
skurðað sem orsök sjálfsvígsins. Bæj-
arbúum er brugðið og hafa tíðindin
sett sinn svip á umræður bæjarbúa.
Þeir sérfræðingar sem DV leit-
aði til benda á einelti sem orsaka-
þátt sem verði að taka mjög alvarlega.
Þegar verst lætur geti þunglyndi, sem
af einelti getur skapast, leitt til sjálfs-
vígstilrauna ungmenna.
Öll sund lokuð
„Einelti brýtur niður sjálfsmynd
barnanna og langvarandi einelti er
grafalvarlegt mál sem eyðileggur líf
og getur orðið til þess að taka líf við-
komandi. Í mínu starfi hef ég séð erf-
ið tilvik þar sem einelti hefur hrein-
lega skemmt krakka og þau svipt sig
lífi,“ segir Kolbrún.
Skóla- og félagsmálayfirvöld í
Hafnarfirði biðja foreldra í bænum
að fylgjast sérstaklega með líðan og
hegðun barna sinna, til að mynda
samskiptum í gegn netsíður. Það
gerir Matthías Halldórsson aðstoð-
arlandlæknir líka því oft hafi ung-
menni sem svipta sig lífi minnst á
þann möguleika áður. „Gjarnan eru
einelti og þunglyndi að baki slíkra
tilvika. Það kemur öðru hverju fyrir
hjá öllum að öll sund virðast lokuð
og ungmennin fara þessa leið hugs-
anlega í einhverju bráðræði. Einelti
er örugglega einn helsti orsakaþátt-
urinn í þessu þar sem ungmenn-
in sjá enga aðra leið. Það er mjög
oft, þegar krakkar á ungum aldri
svipta sig lífi, sem einelti er nefnt
og það má alls ekki taka það létti-
lega ef ungmennin hafa áður tal-
að um eða reynt sjálfsvíg,“ segir
Matthías.
Verðum að tala saman
Kolbrún segir það því miður koma
reglulega fyrir að ungmenni svipti
sig lífi. „Þetta eru alltaf erfið mál og
ástæðurnar geta verið margar. Að
baki er gríðarleg vanlíðan þar sem
viðkomandi sér enga aðra leið út úr
vandanum og virðist ekki geta
opnað sig um sína líðan
við einhvern. Oftast
koma sjálfsvíg ung-
mennanna því fólki
algjörlega í opna
skjöldu en svo eru
líka dæmi um að
viðkomandi hafi
áður gert tilraun-
ir til sjálfsvígs. Þegar
svo er þá er það ávísun á að tilraun-
in sé endurtekin og fyrir því þurfa að-
standendur að vera betur vakandi,“
segir Kolbrún.
„Einelti veldur vanmáttarkennd
og vanlíðan hjá börnunum. Það
getur verið svo erfitt að laga þetta,
stundum er þetta í formi þess að vera
skilin út undan og stundum í formi
andlegs eða líkamlegs ofbeldis. Sárin
gróa stundum aldrei.“
Vera vakandi
Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Ár-
bæjarskóla, telur skólana flesta vel í
stakk búna til að taka á eineltismál-
um enda sé það afar mikilvægt. Fyr-
ir fjórum árum svipti ungur drengur
sig lífi, á ellefta aldursári, í Árbænum
en Þorsteinn segir það ekki hafa ver-
ið rakið til eineltis. „Því miður fannst
engin skýring á því. Stundum geta
börnin orðið það kvíðin að þau geta
ekki opnað sig um það. Heimilin og
skólinn þurfa að vera gríðarlega vak-
andi fyrir því að grípa inn í. Því miður
eru merki um eineltismál víða í sam-
félaginu. Það verður að taka á ein-
elti með mjög öflugum hætti því slík
mál eru mjög alvarleg. Við þurfum
að vera mjög vakandi og fylgjast með
vísbendingunum,“ segir Þorsteinn.
Kolbrún tekur í sama streng og
segir samvinnu heimila og skóla
mjög mikilvæga. „Flestir skólar eru
með sínar áætlanir en því miður eru
brotalamir í kerfinu því sumir skólar
vinna ekki nægjanlega vel í eineltis-
málum. Ég vil koma á fót lítilli sér-
SVIPLEG SJÁLFSVÍG
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
n Ungmennið hefur mörg einkenni
þunglyndis
n Vaxandi kvíði og félagsfælni
n Ungmennið talar um sjálfsvíg,
vonleysi eða vanmátt
n Ungmennið lendir í tíðum slysum
eða óhöppum
n Ungmennið talar um dauða og
það að deyja
n Ungmennið grætur meira en
áður, en er tilfinningalega lokað
að öðru leyti
n Ungmennið er farið að gefa
öðrum eigur sínar
n Félagsleg einangrun
n Vímuefnanotkun, þar með talin
áfengisnotkun
n Vaxandi hömluleysi í allri hegðun
n Vaxandi áhættuhegðun
Heimild: umhuga.is
Hættumerki tengd
sjálfsvígum:
Það er mjög oft, þegar krakkar á
ungum aldri svipta sig
lífi, sem einelti er nefnt
og það má alls ekki taka
það léttilega ef ung-
mennin hafa áður talað
um eða reynt sjálfsvíg.
Mjög alvarlegt Kolbrún segir
mikilvægt að fylgst sé sérstaklega með
ungmennum sem lent hafa í áföllum
eða einelti í skóla því þunglyndi af þeim
sökum geti leitt til sjálfsvígstilrauna.
Hlustum á börnin
Matthías varar við því
að einelti sé einn helsti
orsakaþáttur sjálfsvíga
hjá ungmennum þar
sem öll sund virðast
þeim lokuð.
FRÉTTIR 15. mars 2010 MÁNU
DAGUR 3
Svipti sig lífi
eftir einelti
Lárus Stefán Þráinsson svipti sig
lífi sumarið 2008, þá 21 árs gam-
all. Móðir hans, Ingibjörg Helga
Baldursdóttir, fullyrðir að ein-
elti í skóla hafi orðið til þess að
sonur hennar framdi sjálfsvíg
þar sem hann hafi ekki náð sér
upp úr þunglyndinu sem af því
hlaust.
Umsjónarkennari Lárusar
Stefáns staðfesti einnig skelfi-
lega afleiðingar langvarandi
eineltis í hans garð sem varði
í þrjú ár án þess að lausn hafi
fundist, önnur en sú að Lárus
Stefán skipti um skóla.
Ingibjörg Helga hefur nú til-
einkað líf sitt baráttunni gegn
einelti. Hún segir frá þeirri
hrikalegu upplifun að missa son
sinn og þeim baráttuanda sem
hún hefur unnið upp úr sorginni
í átakanlegu viðtali við Vikuna.
Börn og ungl-
ingar verða
líka þunglynd
Sjálfsvíg er alvarlegasta afleiðing
þunglyndis og eru dauðahugsan-
ir oft fylgifiskur mikilla umbrota á
unglingsárunum. Kannanir hafa
sýnt að um þriðjungur unglinga
hefur hugsað slíkar hugsanir ein-
hvern tíma. Niðurstöður fjölda
rannsókna á sjálfsvígshegðun
unglinga sýna að tæp 10 prósent
hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Það
getur verið allt frá meinlausum
rispum á úlnlið yfir í lífshættu-
legar sjálfsvígstilraunir.
Verða börn þunglynd?
Fagfólk hélt lengi vel að börn
yrðu ekki þunglynd. Nú er sér-
fræðingum orðið ljóst að slík
einkenni ber að taka alvarlega,
þunglyndi barna er staðreynd og
er mikilvægt að grípa fljótt inn í.
Rannsóknir hafa sýnt að 0,9 pró-
sent barna á forskólaaldri þjást
af þunglyndi; sú tala hækkar upp
í 1,9 prósent fram að unglings-
aldri, en þá verður stökk upp í 4,7
prósent.
Fjölmargar annsóknir sýna
að þunglyndi færist neðar í ald-
ursstigann. Talið er að fleiri börn
verði þunglynd nú en hjá gengn-
um kynslóðum. Ef þunglyndið
greinist ekki leiðir það til óþarfra
þjáninga og viðvarandi röskunar
á lífsgleði. Þegar verst lætur getur
þunglyndið stefnt lífi ungmennis
í óefni, jafnvel sjálfsvígshættu.
Hvað er til ráða?
Mikilvægt er að forráðamenn og
uppalendur þrói með ungmenn-
um trú á sjálf sig og virðingu fyr-
ir öðrum. Þá er mikilvægt að for-
eldrar séu jákvæðar fyrirmyndir
og viðhaldi hlýju sambandi við
börn sín.
Að forða börnum og ungling-
um frá áfengis- og vímuefna-
neyslu er einnig mikilvægur for-
varnarþáttur þar sem áhersla er
lögð á góð tengsl við jafningja og
uppbyggjandi vinasambönd.
Í meðferð barna og unglinga
sem hafa verið í sjálfsvígshættu
skiptir sköpum að fylgja þeim
þétt eftir í fyrstu með samtöl-
um og öðrum stuðningi. Hætta
á tilraun til sjálfsvígs getur verið
lengi til staðar þó að gripið hafi
verið inn í líf viðkomandi með
stuðningi.
sveit sem geti komið inn í skólana
og fylgt eftir eineltismálum til enda.
Þetta gæti líka ýtt þeim skólum, sem
ekki hafa verið að standa sig, af stað,“
segir Kolbrún.
Brotalamir í kerfinu
Þorsteinn bendir á að flestar eineltis-
áætlanir skólanna séu til þess fallnar
að koma í veg fyrir einelti. Hann telur
að skólarnir geri allir sitt besta. „Skól-
arnir eru með forvarnir í þá veru að
forða því að eineltistilvik verði of al-
varleg. Að brugðist sé við áður en
málið sé orðið svo alvarlegt að illa
verði við ráðið. Ef það er vísir að ein-
elti fer ákveðið ferli í gang en ég tel
einelti ekki mjög algengt í skólunum,
stundum er þetta stríðni og áreitni
sem þarf að taka á áður en það verð-
ur að einelti. Auðvitað má alltaf gera
betur og við verðum að vera vakandi
fyrir því að reyna alltaf að gera betur.
Því miður koma upp eineltismál víða
en eftir því sem ég þekki best til er
unnið öflugt starf í skólunum,“ segir
Þorsteinn.
Kolbrún telur að síðustu ár hafi
samfélagið orðið betur meðvitað
um alvarleika eineltis. Henni finnst
þó enn skorta á samskipti foreldra
og skóla. „Okkur vantar eftirfylgni
með fjölskyldum þar sem vanlíð-
an ungmenna er þekkt. Síðustu ár
hefur þetta lagast en í þeim málum
sem ég hef komið að hafa foreldr-
ar kvartað yfir því að hafa ekki feng-
ið nægjanlega aðstoð. Á móti held
ég að það sé of algengt að forráða-
menn láti skólann ekki vita af erfið-
leikum eða áföllum ungmenna, til að
mynda við skilnað foreldra eða and-
lát skyldmennis. Þegar ekki er upp-
lýst um svoleiðis nær skólinn síður
að hlúa að barninu en þögn í svona
sambandi getur verið mjög hættu-
leg,“ segir Kolbrún.
n Depurð og leiði mestallan daginn, nánast á hverjum degi, að eigin mati eða
annarra
n Skapstyggð eða pirringur
n Áhuga- og ánægjuleysi í flestum daglegum athöfnum. Fólk hættir að sinna
áhugamálum sem áður þóttu skemmtileg, dregur sig út úr félagslega
n Breytingar á holdafari eða matarlyst
n Þreyta eða orkuleysi nánast daglega
n Breyting á svefni, of lítill eða of mikill svefn
n Tregða til að hreyfa sig eða óróleiki
n Að finnast maður vera einskis virði
n Óraunhæf sektarkennd og/eða svartsýni, vonleysi
n Minni einbeiting eða erfiðleikar við að taka ákvarðanir, nánast daglega
n Endurteknar sjálfsvígs- eða dauðahugsanir
Heimild: umhuga.is
Einkenni þunglyndis:
Fráföll ungmenna
Á skömmum tíma hafa
tvö ungmenni, tólf og
sextán ára, svipt sig lífi
í Hafnarfirði.
8 MIÐVIKUDAGUR 17. mars 2010 FRÉTTIR
SJÓVÁ HÉLT LÍFINU Í MILESTONE
Rúmlega 1500 milljónir króna voru
lagðar inn á reikning eignarhaldsfé-
lagsins Milestone í Glitni af reikning-
um tryggingafélagsins Sjóvár á fyrstu
sex vikum ársins 2008 vegna þess að
staðan á reikningi félagsins var orðin
neikvæð. Milestone, sem var eigandi
tryggingafélagsins, var þá komið í
veruleg rekstrarvandræði og gat ekki
staðið við skuldbindingar sínar. Karl
og Steingrímur Wernerssynir voru
eigendur Milestone og Sjóvár.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í 200 blaðsíðna skýrslu end-
urskoðendafyrirtækisins Ernst &
Young sem unnin var fyrir skiptastjó-
ra Milestone, Grím Sigurðsson, og
kynnt var á kröfuhafafundi félagsins
á mánudaginn. Tilgangur fundarins
var að kynna þau 22 mál sem þrota-
bú Milestone íhugar að höfða gegn
fyrri eigendum félagsins vegna ýmiss
konar viðskipta og að útdeila skýrsl-
unni þar sem fjallað er á ítarlegan
hátt um starfsemi Milestone. Skýrsla
Ernst & Young er önnur skýrslan sem
endurskoðendafyrirtækið vinnur
um starfsemi Milestone. Sú fyrri var
kynnt fyrir kröfuhöfum á síðasta ári.
Þessi nýja skýrsla er mun ítarlegri
og vandaðri en hin og er fjallað um
þætti í starfsemi Milestone sem ekki
er rætt um í fyrri skýrslunni.
„Til að rétta stöðuna af“
Í skýrslunni eru tilgreindar færsl-
ur af bankareikningum Sjóvár inn á
bankareikning Milestone frá 8. jan-
úar 2008, en reikningurinn hafði fyrst
lent í mínus degi áður. Endurskoð-
endur Ernst & Young segja að Sjóvá,
og önnur dótturfélög Milestone, hafi
eftir þetta „ítrekað“ lagt inn á reikn-
inginn hjá félaginu „til að rétta stöð-
una af“.
Í skýrslunni segir: „8/1/08 leggur
Sjóvá inn 500 milljónir króna vegna
neikvæðrar stöðu; 9/1/08 leggur Sjó-
vá inn 300 milljónir vegna neikvæðr-
ar stöðu; Reikningurinn er neikvæð-
ur frá 10/1/08 til 23/1/08, en á því
tímabili leggur Sjóvá inn alls 550
milljónir króna. Askar leggur inn 550
milljónir króna og Lyf og heilsa legg-
ur inn 50 milljónir króna.“
Af þessu sést því að önnur dótt-
urfélög Milestone, Askar og Lyf og
heilsa, lögðu félaginu einnig til fjár-
muni til að rétta stöðu þess af en af
millifærslunum sem nefndar eru í
skýrslunni sést að Sjóvá lagði móður-
félagi sínu til mestu fjármunina til að
halda lífi í félaginu. Þessar millifærsl-
ur voru skilgreindar sem lán sam-
kvæmt því sem segir í skýrslunni.
Ógjaldfært félag í árslok 2007
Umræðan um þessar færslur í skýrsl-
unni er til að styðja þá niðurstöðu
Ernst & Young að Milestone hafi ver-
ið orðið ógjaldfært félag strax í árs-
lok 2007. Með orðinu ógjaldfært er
átt við að Milestone hafi þá þegar
ekki getað staðið við skuldbindingar
sínar. Sú staðreynd að bankareikn-
ingur félagsins var neikvæður frá því
skömmu eftir áramót 2007 og 2008
rennir stoðum undir þessa fullyrð-
ingu.
Afleiðing þessara lausafjárvand-
ræða varð sú, samkvæmt skýrslunni,
að eftir fyrstu 3 mánuði ársins 2008
vantaði félagið rúmlega 1,1 millj-
arð króna til að standa við greiðsl-
ur sínar. Skoða verður öll viðskipti
Milestone á árinu 2008 í ljósi þess-
ara lausafjárerfiðleika enda má túlka
skýrslu Ernst & Young sem svo að fé-
lagið hafi stöðugt verið að kaupa sér
frekari gálgafrest á árinu 2008, meðal
annars með millifærslunum frá Sjó-
vá og hinum dótturfélögunum.
Millifærslurnar frá Sjóvá inn á
bankareikning Milestone eru enn
eitt dæmið um hvernig Milestone
notaði fjármuni þessa dótturfélags
síns eftir að byrjaði að harðna á daln-
um hjá því fjárhagslega um haustið
2007. Í skýrslunni segir: „Niðurstaða
okkar er að Milestone ehf. hafi verið
komið í verulega fjárhagsleg vand-
ræði á haustmánuðum ársins 2007.“
Sem kunnugt er skildu eigend-
ur Milestone Sjóvá eftir með sárt
ennið: Þegar skilanefnd Glitnis tók
tryggingafélagið yfir um vorið 2009
vantaði meira en 10 milljarða króna
í eignasafn félagsins til að það stæð-
ist lögbundin skilyrði um gjaldþol
tryggingafélaga. Milestone hafði í
eigendatíð sinni gengið svo á bóta-
sjóð tryggingafélagsins að íslenska
ríkið þurfti að lána félaginu 12 millj-
arða króna til að koma í veg fyrir þrot
félagsins.
Leituðu til tuga banka
Milestone leitaði hins vegar til tuga
erlendra banka eftir fyrirgreiðslu
sumarið og haustið 2007 þegar fyrir
lá að félagið þyrfti að verða sér úti um
lausafé til að standa við skuldbind-
ingar félagsins á árinu 2008. Með-
al annars endurfjármögnun á láni
frá Morgan Stanley sem veitt hafði
verið árið 2007 til að kaupa hluta-
bréf í Glitni með Einari og Benedikt
Sveinssonum í eignarhaldsfélaginu
Þætti International.
Í skýrslunni kemur fram að Ask-
ar Capital hafi séð um að leita eft-
ir þessu og að þóknanir til bankans
vegna þessa hafi numið 20 milljón-
um króna á tímabilinu. Allt kom þó
fyrir ekki samkvæmt skýrslu Ernst &
Young og ekki náðist að finna lánsfé
handa félaginu: „Samkvæmt upplýs-
ingum frá fyrrverandi fjármálastjóra
Milestone ehf. [Arnari Guðmunds-
syni, innskot blaðamanns] áttu að-
ilar frá Askar Capital hf. ýmist einir
eða með aðilum frá Milestone ehf.
fundi með tugum banka í Evrópu,
en ekki náðist að loka neinum lána-
samningi.“
Í skýrslunni kemur fram að Mile-
stone hafi ábyrgst lánið frá Morgan
Stanley sem tekið var árið 2007 og
hefði það því fallið á félagið að greiða
það til baka ef ekki hefði náðst að
endurfjármagna það með Vafnings-
snúningnum í febrúar árið 2008 en
DV hefur fjallað ítarlega um þau við-
skipti. Áður en til Vafningsviðskipt-
anna kom reyndi Milestone hins veg-
ar að verða sér úti um fjármagn eftir
öðrum leiðum.
Víxilútgáfa til að greiða skuldir
vegna Glitnis
Í skýrslunni er nefnilega greint frá
því að Milestone hafi farið í víxilút-
gáfu fyrir 6,2 milljarða króna í októ-
Milestone lét Sjóvá og önnur dótturfélög sín leggja sér til rekstrarfé upp á rúma tvo milljarða í upphafi árs 2008. Skýrsla Ernst & Young sýnir að Milestone var komið í rekstrarerfiðleika haustið 2008. Glitnir safnaði 6 milljörðum fyrir Milestone eftir að félagið var komið í vandræði. Skiptastjóri Milestone vill höfða 22 mál.
FYRIRHUGAÐAR MÁLSHÖFÐAN-
IR ÞROTABÚS MILESTONE:
1. Handveðsetning til Glitnis banka
af reikningi Milestone
2. Glitnir veitti veð í hlutabréfum
Milestone ehf. í Askar Capital
3. Kaupsamningur Milestone við SJ2,
dótturfélag Sjóvár
4. Veðsetning dótturfélags
Milestone á hlutabréfum í Moderna
Finance (Vafningsviðskiptin)
5. Lánveiting til Karls Wernerssonar
6. Lánveiting Karls Wernerssonar til
Milestone
7. Lán til Karls Wernerssonar
8. Lán til Steingríms Wernerssonar
9. Lán til Ingunnar Wernersdóttur
10. Greiðsla á skuld til Werners
Rasmusson
11. Gjöf til hrossræktarbúsins Fets
12. Gjöf til HK
13. Sala á bifreiðum til L&H
eignarhaldsfélags
14. Viðskipti með eignarhluti í
Lyfjum og heilsu
15. Framvirkur samningur við
Sjóvá-Almennar hf.
16. Framvirkur samningur við
fjárfestingafélagið Mátt
17. Framvirkur samningur við Faxa
ehf.
18. Framvirkur samningur við
dótturfélag Sjóvár
19. Framvirkur samningur við Lyf
og heilsu
20. Framvirkur samningur við L&H
eignarhaldsfélag
21. Greiðslur til Ingunnar Werners-
dóttur
22. Arðgreiðslur til eigenda
Milestone.
n Í skýrslu Ernst & Young eru
eigendur Milestone vændir um
lögbrot í viðskiptum Aurláka
með hlutabréf í Lyfjum og heilsu.
Þetta eru meðal þeirra viðskipta
sem skiptastjóri þrotabúsins,
Grímur Sigurðsson, vill rifta á þeim
forsendum að reynt hafi verið að
koma eignum undan búi Mile-
stone. Í skýrslunni segir að tæpur
milljarður af greiðslu Aurláka, sem
Karl og Steingrímur eiga enn í dag, fyrir Lyf og heilsu hafi verið greiddur ári eftir að viðskiptin áttu sér stað í lok mars 2008. Um 2,5 milljarðar voru greiddir með yfirtöku skulda af hálfu Aurláka og 900 milljónir við fyrsta hentugleika, eins og segir í fundargerðinni þar sem salan var ákveðin. Aurláki greiddi kröfuna með
skuldajöfnun en samkvæmt skýrslu Ernst & Young átti þetta sér ekki stað fyrr en tæpu ári eftir að viðskiptin áttu sér stað. Í skýrslunni segir: „Það virðist því sem
viðskiptin með kröfuna á Aurláka ehf., hafi í raun átt sér stað í febrúar 2009, en hafi hinsvegar verið dagsett aftur í tímann og færð á dagsetninguna 31. mars
2008. Ef það er raunin, er hér um að ræða brot á lögum um bókhald.“ Viðskiptin með kröfuna sem notuð var til að greiða þann hluta viðskiptanna sem ekki var yfirtaka skulda virðast því hafa átt sér stað löngu eftir að viðskiptin áttu sér stað.
Vændir um lögbrot í Aurlákaviðskiptunum
Sjóvá millifærði 1500 milljónir Skýrsla Ernst & Young
sýnir að tryggingafélagið Sjóvá var látið millifæra rúm-
lega 1500 milljónir inn á bankareikning Milestone í Glitni
í ársbyrjun 2008, eftir að félagið var orðið ógjaldfært. Karl
Wernersson var aðaleigandi Milestone og Guðmundur
Ólason var forstjóri félagsins.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
FRÉTTIR 17. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 9
VERÐ
KR.
9.900
VERÐ
KR.
13.900 Handklæða-ofnar
Hitastýrð sturtusett
með öllu
Sturtusettin
komin aftur
VERÐ
KR.
.
VERÐ
KR.
. l -
f r
it t r t rt tt
ll
OXYTARM
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
DETOX
30days&
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is.
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því að
nota náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman -120 töflu skammtur -
VIKA
VERSLUNAR
SPILUM
SAMAN
E
N
N
E
M
M
/
S
Í A
/
N
M
4
1 2
4
5
Góð Útivist á Páskum
Bækistöðvaferð í Strút
Fimmvörðuháls – Mýrdalsjökull – Strútur
Páskar í Básum
Skálavarsla í Básum alla Páskahelgina
Góð Útivist á Páskum
Bækistöðvaferð í Strút
Fimmvörðuháls – Mýrdalsjökull – Strútur
Páskar í Básum
Skálavarsla í Básum alla Páskahelgina
Góð Útivist á Páskum
Snæbýli - Strútur, gönguskíðaferð
Páskar í Strút, bækistöðvaferð
Skálavarsla í Básum alla páskadagana
ber 2007, eftir að félagið komst í
veruleg fjárhagsleg vandræði, og að
Glitnirhafiveriðumsjónaraðilivíxil-
útgáfunnar.Víxlarnirvoruliðurífjár-
mögnunMilestoneogvarþaðeigna-
stýringardeild Glitnis sem meðal
annarsfjárfestiívíxlunumfyrirhönd
margraviðskiptavinasinna.
Margirafþessumfyrrverandivið-
skiptavinum Glitnis hafa gert kröfur
íþrotabúMilestoneútaffjárfesting-
unni í víxlunum sem eignastýring-
ardeild Glitnis fór út í að þeim for-
spurðum og munu einhverjir þeirra
vera að hugsa um að höfða mál á
hendurbankanum.ÍviðtaliviðDVá
síðastaárisagðieinnviðskiptavinur-
innsemtapaðimilljónumáfjárfest-
ingunni: „Ég er hrikalega reiður út í
þá...Þaðhvarflaðiekkiaðméraðég
ættieitthvaðíMilestone.“
Víxilútboðið fór því fram þeg-
ar Milestone vantaði tilfinnanlega
lausafétilaðstandaískilum.
Í skýrslu Ernst & Young kem-
ur fram að 1,7 milljarðar króna hafi
Milestonenotaðtilaðgreiðauppaðra
víxlaogað3milljarðarhafiveriðnot-
aðirtilaðgreiðainnálániðhjáMorg-
an Stanley vegna fjárfestingarinnar í
Glitni.Súinnborgunáttisérstaðílok
nóvember2007.Heildarinnborgunin
álániðhjáMorganStanleynamrúm-
um6milljörðumkróna.
Glitnir sá því um víxilútboð fyr-
ir hönd stórs hluthafa í Glitni svo
þessi sami hluthafi gæti borgað inn
á lán sem veitt var fyrir hlutabréfum
íGlitni.ViðskiptavinirGlitnisvoruað
hlutatillátnirfjármagnaþessaendur-
fjármögnunáhlutabréfumsemvoruí
eigueigendaMilestone.Efendurfjár-
mögnuninhefðiekkiáttsérstaðhefði
ÞátturInternationalgetaðmisstbréf-
iníveðkallifráMorganStanley.Víxil-
útgáfanþjónaðiþvíhagsmunumeig-
enda Þáttar International og Glitnis
en fór þvert á hagsmuni þeirra við-
skiptavinaGlitnissemvorulátnirfjár-
festaívíxlunum.
Vafningsviðskiptin til skoðunar
Eigendur Milestone og Þáttar Inter-
national þurftu hins vegar að leita
til Glitnis og Sjóvár til að endurfjár-
magna lánið frá Morgan Stanley í
febrúar. Þetta eru Vafningsviðskiptin
svokölluðusemDVhefurgreintítar-
legafráogmikiðerfjallaðumískýrslu
fráendurskoðendafyrirtækinu.
Í þeim viðskiptum voru nærri
300milljónirevrafengnaraðlánifrá
Glitni til að greiða Morgan Stanley
upp lán Þáttar International og Rac-
on Holdings AB, sem hélt utan um
eignMilestoneísænskatrygginga-og
fjármálafyrirtækinuInviksemþáhét
Moderna.Þaðvorueignarhaldsfélög-
in Svartháfur og Vafningur sem tóku
við peningunum frá Glitni og fleyttu
þeimáframtilMorganStanley.
Í skýrslu Ernst & Young kemur
framaðMorganStanleyhafigjaldfellt
lániðtilÞáttarInternationalþann28.
janúar2008.ÞaðermatErnst&Young
aðMilestonehafiveriðógjaldfærtfé-
lagþegarþettavar,einsogáðursegir,
enda segir í skýrslunni: „Samkvæmt
þeimútreikningumgatMilestoneehf.
ekkistaðiðviðskuldbindingarsínarí
kringumáramót2007/2008ogáárinu
2008.“
Það var vegna þessa sem Mile-
stone byrjaði að seilast ótæpilega í
sjóðiSjóvárogeinnigísjóðiGlitnisá
árinu2008ogstaðfestirskýrslaErnst
& Young það sem áður hefur komið
fram:Aðalltárið2008hafiMilestone
í raun verið að kaupa sér frest með
þeim endurfjármögnunum sem þá
varráðistí.
Það hvarflaði ekki að mér að
ég ætti eitthvað í Mile-
stone.
n Í skýrslunni segir um tengsl Glitnis og Milestone að ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós við skoðun á viðskiptum þessara aðila. Telur Ernst & Young að viðskiptakjörin á milli þeirra hafi verið eðlileg. Þó segir þar: „Glitnir banki hf. var aðalviðskipta-
banki og helsti lánveitandi Milestone ehf. á árunum 2007-2009. Frá 22. júní
2007 var Glitnir banki nánast eina fjármálafyrirtækið sem lánaði Milestone ehf., fyrir utan Milestone-samstæðuna. Á þessum tíma fjármagnaði Milestone ehf.
sig aðallega með lántökum hjá Glitni , tengdum aðilum og með útgáfu víxla...
Með vísan til framangreinds má þó ætla að samband Milestone ehf. og Glitnis
banka hf. hafi verið mjög náið. Milestone ehf. virðist hafa verið nokkuð háð Glitni banka hf. með fjármögnun frá 22. júní 2007. Svo virðist sem ekki hafi verið mikill þrýstingur á að Milestone ehf. endurgreiddi eða gerði upp skuldir sínar við Glitni banka hf. á tímabilinu.“
Tengsl Glitnis og Milestone
n Önnur viðskipti sem skiptastjóri Milestone vill
höfða mál út af eru greiðslur til Ingunnar Werners-
dóttur sem nema rúmum 5 milljörðum króna. Telur
skiptastjórinn að skoða verði greiðslurnar sem lán
til Ingunnar þar sem ekkert hefði komið á móti
milljörðunum inn í þrotabú Milestone. Hann telur
að greiðslurnar til Ingunnar geti verið brot á lögum
um einkahlutafélög.
Um þessi viðskipti segir meðal annars í skýrsl-
unni: „Við viljum benda á að 600.000.000, sem
Milestone ehf. greiddi til Ingunnar Wernersdóttur
í byrjun desember 2006, voru teknar að láni frá
Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og færðar á
viðskiptareikninginn til skuldar við Sjóvá-Almenn-
ar tryggingar hf. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. tóku umræddar 600.000.000 að láni hjá Ingunni Wernersdóttur, sbr. fjóra 150 milljóna lánasamninga um víkjandi lán þar um, dagsetta 1. desember 2006. Þannig fara 600.000.000 frá Ingunni
Wernersdóttur til Sjóvá-Almennra trygginga hf. og þaðan til Milestone ehf. og að lokum þaðan, aftur til Ingunnar Wernersdóttur.“
Ingunnar-hringekjan
2 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 FRÉTTIR
Gísli Reynisson, einn fjögurra grun-
aðra um stórfellt gjaldeyrisbrask, er
að reisa sér risahöll í Garðabæ. Hús-
ið er hátt í 500 fermetrar að stærð og
þar af er ríflega 50 fermetra bílskúr.
Gísli og eiginkona hans fjárfestu
í lóðinni í aprílmánuði 2008 og síð-
an þá hafa þau verið skráð fyrir íbúð-
arhúsnæði við Votakur 5 í Garða-
bæ. Samkvæmt heimildum DV lágu
framkvæmdir við húsið niðri um
tíma eftir bankahrunið hérlendis en
á síðasta ári fór allt á fullt aftur. Í dag
er þar fjöldi iðnaðarmanna við störf
við að standsetja hús þeirra hjóna.
Húsið er engin smá smíði, tæpir
412 fermetrar að stærð og ríflega 50
fermetra bílskúr, og er það metið í
kringum 150 milljónir króna eftir því
sem DV kemst næst.
Skráður á Bretlandi
Gísli er skráður með lögheimili á
Bretlandi, líkt og aðrir grunaðir í
braskinu, en samkvæmt símaskránni
er hann aftur á móti búsettur á
Rúgakri 3 í Garðabæ. Gísli var, ásamt
þeim Karli Löve Jóhannssyni, Mark-
úsi Mána Michaelssyni og Ólafi Sig-
mundssyni, handtekinn vegna gruns
um stórfelld brot gegn gjaldeyris-
haftalögum. Þá fóru fram húsleit-
ir á heimilum og í bílum fjórmenn-
inganna ásamt skrifstofuhúsnæði
fyrirtækisins. Þeir eru grunaðir um
að hafa stundað ólöglegt gjaldeyris-
brask, án heimilda frá Seðlabankan-
um, og mögulega hagnast um millj-
arða króna af viðskiptunum, eða því
sem nemur gengismuni þess tíma-
bils sem þau fór fram.
Efnahagsbrotadeild Ríkislög-
reglustjóra hefur kyrrsett eignir fjór-
menninganna upp á tugi milljóna
en rannsókn málsins teygir sig víða
erlendis og nær yfir tímabilið frá
bankahruni og til síðari hluta síðasta
árs.
Eftir því sem DV kemst næst var
velta fyrirtækis á vegum hinna grun-
uðu, sænska fyrirtækisins Aserta, 13
milljaðar á tímabilinu.
Milljarða hagnaður?
Efnahagsbrotadeildin rannsakar nú
hin meintu gjaldeyrissvik og á með-
an hefur kyrrsetningu verið þing-
lýst á höllina í Garðabæ, sem þýð-
ir að eigendur geta hvorki veðstt né
selt eignina. Helgi Magnús Gunnars-
son, saksóknari deildarinnar, segir
útlit fyrir að viðskipti fjórmenning-
anna hafi verið ábótasöm og ein-
hvers staðar liggi peningarnir, því
hafi eignir þeirra verið kyrrsettar.
Aðspurður segir hann handtökurn-
ar, húsleitirnar og yfirheyrslurnar á
dögunum aðeins fyrstu aðgerðir í
víðtækri rannsókn. „Fjórmenning-
arnir eru grunaðir um stórfellda
miðlun gjaldeyris og að hafa haft
töluverðan ávinning af þeim ólög-
legu viðskiptum. Þeir hafa haldið því
fram að þetta hafi verið innan laga en
ég væri ekki að rannsaka þetta ef ég
væri sammála þeim. Við rannsökum
ekki mál nema við teljum að refsi-
verð brot hafi verið framin, það er al-
veg á hreinu að það megum við ekki,“
segir Helgi Magnús.
Við vinnslu fréttarinnar var leit-
að viðbragða hjá Gísla en hann vildi
ekki tjá sig.
GRUNAÐUR
BRASKARI
BYGGIR HÖLL
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Þeir hafa haldið því fram að þetta
hafi verið innan laga en
ég væri ekki að rann-
saka þetta ef ég væri
sammála þeim.
Fínasta hús Risahús þeirra hjóna er ekkert slor,
hátt í 500 fermetrar með stórum bílskúr. Eftir því
sem DV kemst næst eru þau nýlega flutt inn en
iðnaðarmenn vinna að lokafrágangi.
Til rannsóknar Efnahagsbrotadeild
Ríkislögreglustjóra rannsakar hvort Gísli
hafi tekið þátt í ólögmætu gjaldeyrisbraski
og hagnast nokkuð af viðskiptunum.