Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 28
LISTAMANNA- SPJALL Á LJÓSLITLÍFUN Það verður listamannaspjall næsta sunnudag í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þrír af listamönnunum á sýningunni Ljóslitlífun bjóða gest- um að ganga með sér um sýninguna og ræða það sem fyrir augu ber. Það eru listamennirnir Davíð Örn Hall- dórsson, Helgi Þórsson og Sara Riel. Með þeim í för verður listfræðingur- inn Kristín Dagmar Jóhannesdóttir. Spjallið hefst klukkan 15 og er að- gangur ókeypis. UM HELGINA EGILL ÓLAFS Í GERÐUBERGI Egill Ólafsson kemur fram ásamt Caput-hópnum og flytur Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur í Gerðubergi á sunnudaginn klukkan 14. Guðni Franzson tónlistarmaður hefur samið sönglög við texta Péturs Eggerz sem tengjast þessari fallegu sögu. Tónleikarnir eru í tónleikaröð Gerðubergs, Tóney í Gerðubergi. Aðgangur er ókeypis. ORSON WELLES Í BÆJARBÍÓI Kvikmyndasafnið sýnir The Lady from Shanghai eftir Orson Welles á morgun, laugardag. Myndin er frá árinu 1947 og segir af manni sem fær konu félaga síns á heil- ann og flækist síðan inn í dular- fullt samsæri um morð. The Lady from Shanghai er harðsoðinn og draumkenndur þriller með Welles sjálfum og þáverandi konu hans, kvikmyndagyðjunni Ritu Hay- worth, í aðalhlutverkum. Myndin er almennt viðurkennd sem ein- hver besta meðhöndlun Welles á möguleikum kvikmyndamið- ilsins. Sýningin hefst klukkan 16, miðaverð er 500 krónur. 28 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 FÓKUS Yfirlitssýning á verkum Tryggva Ólafssonar opnuð á Akureyri: 40 ÁR AF FERLI TRYGGVA HÖNNUNAR- MARS 2010 Nú stendur yfir HönnunarMars 2010 en en þar er vakin athygli á þeim ungu og efnilegu hönnuðum sem þjóðin hefur að geyma. Þetta er í annað skiptir sem Hönnunar- miðstöð Íslands heldur hátíðina. Dagskráin er afar fjölbreytt og hafa margir erlendir fjölmiðlar komið hingað til að fylgjast með. Hápunkt- ur hátíðarinnar er án efa tískusýning sem haldin verður í Hafnarhúsinu á sunnudag. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána á honnunarmidstod.- is. Vegleg yfirlitssýning á verkum Tryggva Ólafssonar listmálara verð- ur opnuð í Listasafni Akureyrar á laugardaginn. Sýningin ber nafnið Varið land og spannar 40 ár af ferli Tryggva, tímabilið frá 1969 til 2009, en ferill hans er í raun áratug lengri. Tryggvi hefur fyrir löngu skip- að sér í framvarðasveit íslenskr- ar myndlistar með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl sínum og er í hópi þekktustu núlifandi mynd- listarmanna Íslands. Hann hóf ung- ur að mála og nam myndlist bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn þar sem hann hefur búið í yfir fjöru- tíu ár. Tryggvi hefur haldið fjölda einkasýninga á löngum ferli sín- um og tekið þátt í samsýningum í fjölmörgum löndum. Verk hans prýða bækur og blöð og hann hefur skreytt byggingar bæði hér á landi og erlendis. Í myndum Tryggva endurspegl- ast lífsreynsla hans og skoðanir, veruleiki Íslendings sem hefur orð- ið fyrir þroskandi áhrifum af langri dvöl erlendis, segir í fréttatilkynn- ingu. Hann eigi sinn eigin mynd- heim, goðsagnir sem hann hef- ur ofið úr hugsun sinni, heimþrá, minningum og hugleiðingum um heiminn. Á þessu ári eru fimmtíu ár lið- in frá fyrstu sýningu Tryggva hér á landi en listamaðurinn fagnar einn- ig 70 ára afmæli sínu síðar á árinu. Það má því segja að Tryggvi standi á miklum tímamótum nú. Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Sören Haslund, sendiherra Dan- merkur á Íslandi, opna sýninguna. Í tilefni sýningarinnar er gefin út sýn- ingarskrá með umfjöllun um líf og list Tryggva eftir Aðalstein Ingólfs- son. Tryggvi Í ár eru 50 ár síðan Tryggvi hélt sína fyrstu sýningu. „Það er búið að vera ótrúlega gaman að kynnast þessum mikla snill- ingi. Mér finnst það bara vera mikill heiður að mér sé treyst til að leika Orm,“ segir Guðjón, eða Gói eins og hann er ávallt kallaður, þegar hann er spurður hvernig það sé að leika hinn breyska Orm Óð- insson sem flest snýst um í Gaura- gangi. Verkið er fyrst og fremst þroska- saga Orms. Og þetta er „stórsaga“, segir Gói. „Það er margt sem ger- ist. Ormur er inni á sviðinu allan tímann og það er farið mjög hratt á milli þannig að það hefur svona verið glíman að ná að demba sér í þessa rússíbanaferð. Hlæja, gráta og allt þar á milli. Þetta er stór leikhóp- ur, það er hljómsveit og mikil dans- númer þannig að það er nóg að gera á sviðinu,“ útskýrir Gói þegar blaða- maður nær tali af honum í stund á milli stríða fyrir generalprufuna á miðvikudaginn. „Takk fyrir að minna mig á það!“ Þessi uppfærsla í Borgarleikhúsinu er að sjálfsögðu byggð á samnefndri bók Ólafs Hauks Símonarsonar. Hún kom út árið 1988 og sló algjör- lega í gegn, sérstaklega hjá ungling- um landsins enda aðalpersónurn- ar á þeirra aldri. Fyrra skiptið sem leiksýning byggð á bókinni var sett upp var í Þjóðleikhúsinu veturinn 1993-´94 þar sem má segja að Ingv- ar E. Sigurðsson í hlutverki Orms hafi fyrst vakið verulega athygli sem leikari. „Takk fyrir að minna mig á það! Ég er búinn að vera að reyna að gleyma því!“ segir Gói háum rómi. Brosið brýst svo fram í framhaldinu. „Ingvar er náttúrlega stórkostleg- ur leikari og það er ekkert hægt að toppa hann. En maður verður bara að vinna þetta út frá sjálfum sér. Þetta er ný sýning með nýjum leik- stjóra og nýju fólki í öllum hlutverk- um. Og það eru nýir tímar og þetta er annað leikhús og önnur tækni á boðstólum nú en þá þannig að mað- ur bara verður að bera sig vel. Ég hitti reyndar Ingvar um dag- inn og hann sagðist vera spenntur að sjá sýninguna, og ég verð að segja að ég er mjög spenntur að fá hann. Ég sá sýninguna sjálfur fjórum eða fimm sinnum á sínum tíma – varð alveg háður þessu. Og ég hugsaði alltaf: „Vá, hvað væri gaman að vera Ormur. Mig langar að leika í svona sýningu.“ Svo bara rættist það!“ Bókina las Gói líka í Austurbæj- arskólanum á sínum tíma og heill- aðist. „Gauragangur var alveg gróin við mig á tímabili. Ég vildi bara ekki láta hana frá mér. Svo var maður að vitna í þetta endalaust. Þetta er svo skemmtileg saga og þessi drengur er svo skemmtilegur. Og eftir að ég sá sýninguna sönglaði maður stans- laust lög þeirra Ný danskra sem eru alveg frábær.“ Má ekki segja að þetta sé stærsta hlutverkið þitt til þessa? „Jú, ætli það ekki. Þetta er náttúrlega stór- saga og mikill karakter. Þetta er nett- ur Hamlet,“ segir Gói og hlær. Uppreisn gegn íþróttafasisma Gauragangur segir í grunninn frá til- Guðjón Davíð Karlsson leikur aðalper- sónuna Orm Óðinsson í söngleiknum Gauragangi sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu í kvöld, föstudag. Hann segir Orm vera nettan Hamlet – sagan sé stór og karakterinn mikill. Guðjón hefur reynt að gleyma því á æfingaferlinu að Ingvar E. Sigurðsson lék Orm fyrst þegar söngleikurinn var settur upp sökum þess hve stórkostlegur Ingvar var í rullunni. ORMARleynast víða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.