Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 FRÉTTIR Sigurður Guðmundsson ósáttur eftir að hafa verið færður niður á lista: Rotið batterí og hagsmunapot „Fólk með skoðanir virðist ekki þrífast innan flokksins og því á ég ekki sam- leið með þessum flokki,“ segir Sigurð- ur Guðmundsson sem hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og myndað sér- framboð vegna bæjarstjórnarkosninga sem fram fara á Akureyri í vor. Sigurður endaði í sjötta sæti í prófkjörinu en var í vikunni færður niður í níunda sætið og er afar ósáttur. Sigurður segir samskipti sín við Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, oddvita flokksins, ekki hafa verið upp á marga fiska. „Nú er rúmur mánuður liðinn frá prófkjöri og ég hef ekkert heyrt í Sigrúnu. Samskipti innan flokksfor- ystunnar eru engin svo innra starf flokksins er einfaldlega rjúkandi rúst.“ Sigurður segist líklega hafa verið færður niður því hann hafi verið öt- ull talsmaður þess að fá ráðinn bæjar- stjóra. „Ég hef einnig unnið gegn um- deildum skipulagstillögum sem að mínu mati eru í engum takti við þarfir og vonir íbúanna,“ segir hann og bæt- ir við að hann myndi ekki taka bæjar- stjórastólinn þótt hann byðist. „Ég hef hvorki getuna né viljann til að vera bæjarstjóri. Við þurfum rekstrarmann með þekkingu, reynslu og getu til að glíma við skuldastöðu bæjarins og til að vinna að lausnum í atvinnumálum en ekki embættismann sem er að leita sér að þægilegri innivinnu.“ Sigurður, sem hefur verið sjálf- stæðismaður frá blautu barnsbeini, er kominn á fullt með sitt framboð. „Ég fór inn í starf Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa ekki mætt á fund í 20 ár. Ég var sjálfstæðismaður af gamla skólanum og vanur því að heildin fengi að ráða en svo tekur þetta batterí á móti manni svo gjörsamlega rotið og samtvinn- að af eiginhagsmunapoti og í engum tengslum við fólkið í bænum. Ég get ekki annað séð en að þetta séu svik við kjósendur. Fólk kaus sitt fólk á listann en fram hjá því er litið og já-fólk sett framar þeim sem hafa skoðanir.“ indiana@dv.is Ósáttur Sigurður segir hugmyndir sínar um að ráða bæjarstjóra hafa verið óvinsælar hjá flokksforystunni. HANNES HERJAR Á FÉLAGSFRÆÐING n Stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem á dögunum sendi frá sér bók um áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör gerir nú harða hríð að Stefáni Ólafssyni, prófessor í félags- fræði, á bloggi sínu á Pressunni. Þrír af síðustu fimm pistlum Hannesar hafa verið undirlagðir gagnrýni á Stefán Ólafsson og þá sérstak- lega hvernig félagsfræðiprófessorinn hefur metið skattlagningu og fátækt á síðustu árum. Fer ekki á milli mála að Hannes er ekki hrifinn af Stefáni og er það svo sem ekki nýtt af nálinni. Einu pistlarnir að undanförnu þar sem Hannes hefur rætt annað eru fréttir af ráðstefnu sem hann fór á erlendis og að viðtal var við hann í erlendu blaði. EIÐUR SKÝTUR Á FORSETANN n Eiði Guðnasyni, fyrrverandi sendiherra, kemur spánskt fyrir sjónir að nú kynni þingmenn frum- vörp sín áður en þau eru lögð fram á þingi. Þetta segir hann að hafi ekki tíðkast í þingmannstíð sinni en þó hafi verið ein undantekning á því. Eitt sinn hafi Alþýðuflokksmenn skilað inn þingsályktunartillögu til skjalavarðar Alþingis. Áður en hún var birt hafi þingflokksformaður Alþýðubandalagsins hins vegar hringt í fréttamann Ríkisútvarpsins og fengið sem fyrstu frétt um kvöldið að Alþýðubandalagið hygðist flytja tillögu um þetta mál. Þingflokksformaðurinn var enginn annar en núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. FRAMKVÆMDA­ STJÓRINN SVARAR n Þórður Guðjónsson, sem áður var markaskorari af guðs náð en er nú framkvæmdastjóri Knattspyrnufé- lags ÍA, kom leikmönnum liðsins til varnar á spjall- þráðum félagsins á dögunum. Þá hafði frammi- staða leikmanna liðsins framan af leik gegn Stjörnunni verið gagnrýnd harka- lega en liðið lenti 4–0 undir áður en það náði að jafna með undraverðum hætti. Þórður vísaði líka í fyrri gagnrýni á liðið á spjallþráðunum en benti á að liðið væri taplaust í vetur, búið að spila gegn sumum bestu liðum landsins og markahæsta lið deildabikarsins þrátt fyrir að hafa leikið færri leiki en mörg önnur lið. Kannski gagn- rýnin sýni að þrátt fyrir erfið síðustu ár slái stuðningsmenn ÍA ekkert af kröfunum til síns liðs. ÁTJÁNDU ALDAR EMBÆTTISMENN n Landsmenn eru margir hverjir orðnir þreyttir á biðinni eftir að rannsóknarskýrslan um hrunið komi út. Meðal þeirra sem ofbýður biðin er Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. Honum þykir lítið til þess koma hvernig skýrslan er prentuð. „Enda vita höfundarnir ekki, að komin er til sögunnar 21. öldin. Svona plögg upp á mörg bindi eru ekki lengur gefin út á prenti. Þau eru bara sett á vefinn. Útgáfa á vefnum gerir langt prentferli óþarft. Enga varð- menn þarf til að standa vörð dag og nótt um gám í Odda. Útgáfuferli skýrslunnar er bara rugl af hálfu höfundanna. Enda eru þeir átjándu aldar embættismenn einveldistím- ans, samanber Upplýsingalög Páls Hreinssonar.“ SANDKORN Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. í eigu 11 sveitarfélaga, Íslandsbanka, Há- skólans í Reykjavík og fleiri er nú til fjárhagslegrar endurskipulagning- ar. Reynt er að koma skuldabyrði af 11 milljarða króna erlendum lánum vegna nýbygginga HR í sérstakt fé- lag. Einnig er til athugunar að eign- ir Íslandsbanka, sem mynda eignar- hluta bankans í Fasteign (EFF), verði fluttar úr félaginu og komið fyrir með líku sniði í sérstöku félagi. Upphaflega áttu Reykjanesbær og Íslandsbanki 70 prósenta hlut samanlagt í Fasteign hf. Samanlögð eign þeirra hefur lækkað hlutfalls- lega og nú eiga 11 sveitarfélög um 70 prósent í félaginu. Reykjanesbær á fjórðungshlut og Íslandsbanki ann- að eins. Félagið þjóni sveitar- félögum eingöngu Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ og stjórnarformaður Fast- eignar, neitar því ekki að greiðsluerf- iðleikar Álftaneshrepps, sem á hlut í Fasteign, geti haft neikvæð áhrif á stöðu annarra eigenda félagsins. Hann segir að rætt sé nú við Íslands- banka um fjárhagslega endurskipu- lagningu sem felist í þrennu. „Í fyrsta lagi vilja sveitarfélögin 11, sem aðild eiga að EFF, breyta fé- laginu og sníða það að þörfum sín- um. Viðræðurnar við Íslandsbanka snúa annars vegar að Háskólanum í Reykjavík. Af um 16 milljarða króna lánum sem á félaginu hvíla eru um 11 milljarðar tengdir nýbyggingum HR við Öskjuhlíð í Reykjavík. Rætt er um að hlutur HR og skuldbindingar skól- ans fari inn í sérstakt félag.“ Árni segir að í öðru lagi sé rætt um að lóð á Kirkjusandi, þar sem Glitn- ir ætlaði að reisa nýjar höfuðstöðv- ar, verði einnig leyst út úr Fasteign hf. og sett í sérstakt félag. „Í þriðja lagi er verið að ræða um að taka aðr- ar fasteignir Íslandsbanka út úr EFF og leggja þær inn í sérstakt félag á snærum bankans. Þetta er allt ver- ið að ræða við Íslandsbanka. Fram komu þegar árið 2008 ýmis álita- mál um það hvort fjármálafyrirtæki á borð við Glitni gæti átt hluti í félagi eins og Fasteign hf. Ef sveitarfélögin ættu þetta félag ein gæti það átt við- skipti við Lánasjóð sveitarfélaga sem er kostur. Viðræður standa yfir og vonandi finnst lausn á næstu vikum,“ segir Árni. Gengur rekstrarformið ekki upp? Rekstrarform Fasteignar hefur sætt nokkurri gagnrýni eftir fall krón- unnar og bankahrunið. Þannig hef- ur Fljótsdalshérað rift samningum sínum við EFF vegna vanefnda við fjármögnun nýbygginga grunnskól- ans á Egilsstöðum. Bæjarráð Fljóts- dalshéraðs lagði til við bæjarstjórn í lok síðasta mánaðar að samstarfinu yrði slitið og bæjarstjóra, fjármála- stjóra og lögfræðingi sveitarfélags- ins yrði falið að semja við EFF um verklok. Þegar í ljós kom fyrir tveim- ur árum að EFF gat ekki fjármagn- að verkið varð úr að sveitarfélagið fjármagnaði verkið sjálft að því er fram kom í Austurglugganum fyr- ir nokkru. Nú, tveimur árum síðar, er allt við það sama og því var sam- þykkt að ljúka samstarfinu við EFF. Annar vandi kann að felast í því að blanda saman hagsmunum einkafyrirtækja og opinberra aðila. Einnig hefur verið horft til þess að áföll eins og greiðsluþrot Álftanes- hrepps, sem á hlut í EFF, geti haft áhrif á hag annarra sveitarfé- laga innan félagsins. Íþyngjandi fall krónunnar Að baki öllum eignum innan félagsins eru veð, segir Árni. Þá hafi félagið forgang að greiðslum rík- isins til HR. „Það er því langsótt að hættan sé svo mikil. Það er ekki rétt af mér að segja að áhrif- in, til dæmis af greiðsluvandræð- um Álftaneshrepps, geti ekki bitnað á öðrum sveitarfélögum. En við telj- um að við höfum svigrúm til þess að hjálpast að og við erum að skoða hvernig við getum liðsinnt Álftaneshreppi í þessari stöðu. En það er ekki útlokað að EFF biði skaða ef allt færi á versta veg.“ EFF gerir upp í evr- um og stærsti hluti lána félagsins er í erlendri mynt sem tvöfaldað- ist í verði gagnvart krón- unni við bankahrunið. „Það þýðir að erlendi þátt- ur leigunnar, sem rennur til Fasteignar hf. frá sveitarfé- lögunum, hefur hækkað mikið. Ef horft er aftur til árs- ins 2003, þegar EFF var stofnað, kemur samt sem áður á daginn að leigan er á þessu tímabili enn ögn hagstæðari þrátt fyrir hrunið,“ segir Árni. Forsvarsmenn eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. vilja skilja um 11 milljarða króna skuldir vegna nýbygginga Háskólans í Reykjavík frá félaginu. Árni Sigfússon, stjórn- arformaður Fasteignar, neitar því ekki að fjárhagsleg áföll eins sveitarfélags geti bitn- að á öðrum innan félagsins. En það er ekki útlokað að EFF biði skaða ef allt færi á versta veg. FASTEIGN Í GJÖRGÆSLU Ræðir við Íslandsbanka Árni Sigfús- son, stjórnarformaður Fasteignar hf., segir ekki útilokað að fjárhagserfiðleikar eins sveitarfélags innan Fasteignar bitni á öðrum sveitarfélögum innan félagsins. 11 milljarða skuld Í viðræðum við Íslandsbanka er rætt um að setja 11 milljarða króna skuldbindingar vegna nýbygginga Háskólans í Reykjavík inn í sérstakt félag. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.