Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Side 23
HELGARBLAÐ 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR 23
LÍFIÐ MEÐ DOWNS-HEILKENNI
„Mér finnst ofsalega skemmtilegt í skólanum og langskemmtilegast í stærð-
fræði,“ segir Jóhanna María, 18 ára nemandi á þriðja ári í Flensborgarskóla, og
bætir við að hún sé mjög góð í stærðfræði. Jóhanna María fer þrisvar í viku í Hitt
húsið, sem er menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks, eftir skóla. „Þar
leik ég mér í tölvunni og horfi á sjónvarpið og svo tala ég alltaf við vinkonu mína
í síma á hverjum degi,“ segir hún og bætir við að uppáhaldssjónvarpsþátturinn
hennar sé Næturvaktin. „Ólafur Ragnar er svo skemmtilegur og Georg er líka
ágætur,“ segir hún hlæjandi.
Lék í auglýsingu
Jóhanna, sem er með Downs-heilkennið, hefur ekki ákveðið hvað hún ætlar
að verða þegar hún verður stór. Hún hefur þó prófað að leika í auglýsingum og
vinna í verslun. „Ég lék í Lottó-auglýsingunni sem var mjög fín og í skólanum
fór ég í starfskynningu í Fjarðarkaup og ég væri alveg til í að vinna þar. Það var
mjög gaman,“ segir hún.
Á leið í ferðalag
Jóhanna er á næstu dögum á leiðinni til Svíþjóðar. „Ég er að fara með skólanum
en við munum vera í Stokkhólmi. Ég er mjög spennt og ætla að fara í tívolíið,“
segir hún og bætir við að hún sé ekki hrædd við tækin í tívolínu. „Ég ætla að fara
í rússíbana og hlakka mikið til en ég hef áður farið í tívolí í Danmörku þegar ég
fór í útskriftarferð með 10. bekk Öskjuhlíðarskóla.“
Mamma besti kokkurinn
Spurð um fleiri áhugamál nefnir hún kvikmyndir og tónlist. „Mér finnst gaman
að tala við fólk og sérstaklega pabba minn. Hann er mjög skemmtilegur. Mér
finnst líka gaman að borða og finnst hakk og spagettí og líka pitsa best. Ég er
samt ekki dugleg að elda en mamma mín er besti kokkurinn. Svo er ég dugleg
að fara í bíó en uppáhaldsmyndin mín er Mamma Mia og mér finnst tónlistin
í myndinni líka mjög góð,“ segir hún og bætir við að Páll Óskar sé einnig í sér-
stöku uppáhaldi en hann átti einmitt afmæli í vikunni. „Ég held mikið upp á
Pál Óskar og vil endilega nota tækifærið og fá að óska honum til hamingju með
afmælið.“
indiana@dv.is
Jóhanna María er 18 ára nemandi í Flensborg-
arskóla. Jóhanna hefur leikið í auglýsingu og
farið í starfskynningu í Fjarðarkaup. Hún er
á leiðinni til Svíþjóðar og ætlar í tívolí.
Páll Óskar í uppáhaldi
„Ég á mér stóra drauma. Ég
ætla að taka bílpróf og væri
til í að verða skipstjóri og
jafnvel vinna í búð,“ seg-
ir Daníel, 16 ára strákur á
fyrsta ári í Borgarholtsskóla.
Daníel, sem er með Downs-
heilkenni, finnst gaman í
skólanum og á sér mörg
áhugamál. Hann hefur ferð-
ast mikið, siglir skútum, fer
í tjaldútilegur og hefur gam-
an af að skrifa sögur og væri
til í að skrifa grein í blöðin.
„Mér finnst skemmtilegast
að leika mér í tölvunni þar
sem ég spila tölvuleiki og
skoða internetið. Svo er ég
líka duglegur í íþróttum og
er að lyfta í World Class og
æfa í Egilsshöll og leik mér í
fótbolta við vini mína,“ segir
Daníel og bætir við að hann
hafi í nógu að snúast. „Það
er nóg að gera hjá mér en
mér finnst líka gott að hvíla
mig og slaka á,“ segir hann
og bætir við að uppáhalds-
sjónvarpsþættirnir sínir séu Simpson,
Two and a half man og How I met
your Mother.
Gaman í skólanum
Daníel, sem á tvö eldri systkini, bíð-
ur spenntur komu sumarsins. „Ég
hlakka mikið til sumarsins því þá
kemur systir mín heim frá Írlandi. Það
verður gaman að sjá hana. Mér finnst
sumarið skemmtilegri tími en vetur-
inn því þá get ég verið úti að leika mér
í góða veðrinu og hjálpað mömmu
og pabba í garðinum,“ segir Daní-
el sem þó hefur gaman af skólanum.
„Mér finnst gaman að læra og krakk-
arnir í skólanum eru skemmtilegir og
stundum höldum við böll,“ segir Dan-
íel sem er duglegur við að bjarga sér
sjálfur og notar farsímann sinn sem
öryggistæki. Hann ferðast með strætó
og heimsækir til dæmis alltaf ömmu
sína á þriðjudögum og fer í Hitt hús-
ið á föstudögum. Auk alls þessa hefur
hann líka gaman af tónlist. „Ég hlusta
á Mamma Mia, Pál Óskar og svo er
Birgitta Haukdal líka í uppáhaldi. Eins
fylgist ég með fótbolta og held með
Liverpool og Man. United. Það væri
gaman að komast einhvern tímann á
leik og sjá þessi tvö lið spila.“
indiana@dv.is
Hlakkar til sumarsins
Daníel er 16 ára duglegur strákur sem geng-
ur í Borgarholtsskóla og ferðast einn með
strætó. Daníel hefur gaman af því að skrifa
og væri til í að skrifa greinar í blöðin.
„Ég bý enn hjá mömmu og pabba en býst við að flytja
í eigin íbúð þegar ég verð svona 26 ára,“ segir Stefán
Erlendsson, 23 ára gamall maður með Downs-heil-
kenni. Stefán lauk námi á starfsbraut Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti og úrskrifaðist 2009 frá menntasviði
HÍ eftir tveggja ára diplómanám fyrir nemendur með
þroskahömlun. Hann starfar sem frístundaleiðbein-
andi í Vinafelli, frístundaheimili Fellaskóla, og sem
aðstoðarmaður á Borgarbókasafninu í Gerðubergi.
Auk þess er hann góður íþróttamaður og keppti á
Special Olympics árið 2005 í Japan þar sem hann kom
heim með bronspening fyrir árangur sinn í listdansi
á skautum. Hér er því duglegur ungur maður á ferð.
Ánægður með sig
Stefán viðurkennir að velgengni hans hafi líklega
komið mörgum á óvart. „Mér hefur gengið vel í skól-
anum og mér líkar vel í vinnunni. Ég er ánægður með
mig og ég veit að mamma og pabbi eru það líka,“
segir hann og bætir við að hann eigi mörg áhuga-
mál. „Áhugamál mín eru fótbolti, handbolti, formúl-
an, ræktin og kvikmyndir. Í ensku deildinni held ég
með Man. United og Rooney er minn maður, ég væri
til í að vera jafngóður og hann í fótbolta. Uppáhalds-
handboltamaðurinn minn er Ólafur Stefánsson og í
liðið mitt í formúlunni er Ferrari.“
Á góða vini
Stefán hefur einnig gaman af að vera með vinum
sínum. „Ég á mjög góða vini. Við Sigmundur, vinur
minn, horfum mikið saman á fótbolta um helgar. Svo
förum við Hlynur, vinur minn, og Sigurður Bragi oft
saman í bíó eða út að borða. Uppáhaldssjónvarpsefn-
ið mitt er spennuþátturinn 24 sem er sýndur á Stöð 2,“
segir Stefán og bætir við að uppáhaldsmaturinn sinn
sé hamborgari.
Stefán hefur einnig gaman af ferðalögum. „Ég
hef farið til Japan, Ítalíu, Danmerkur, Króatíu, Hol-
lands, Spánar, Kanada og Bretlands og mig langar að
heimsækja Bandaríkin og Frakkland,“ segir hann og
bætir við að hann hlakki til sumarsins. „Ég hef líka
gaman af því að ferðast um Ísland og bíð spenntur
eftir sumrinu. Við ætlum að halda afmælispartí fyrir
pabba í sumar og horfa á HM í fótbolta og þar ætla ég
að halda með Englendingum. Ég held að þeir vinni.“
indiana@dv.is
Stefán Erlendsson útskrifaðist með diplómanám frá Háskóla
Íslands í fyrra. Stefán er með Downs-heilkennið en lætur fötl-
un sína ekki aftra sér frá því að taka virkan þátt í samfélaginu.
Velgengnin kemur
fólki á óvart
ALÞJÓÐLEGUR DAGUR
DOWNS-HEILKENNIS:
n Sunnudaginn 21. mars verður alþjóð-
legur dagur Downs-heilkennis haldinn
hátíðlegur á Íslandi í annað sinn.
n Tilgangur hátíðahaldanna er að vekja
almenning til vitundar um Downs-heil-
kenni og standa vörð um margbreyti-
leika mannlífsins.
n Einkunnarorð hátíðahaldanna
hérlendis eru „Hvað er einn litningur á
milli vina?“
n Dagskrá verður við Café Flóru í
Grasagarðinum kl. 12.00.
DOWNS-HEILKENNIÐ:
n Downs-heilkenni er litningafrávik
sem veldur þroskahömlun.
n Um 50 ár eru liðin frá því að skýring
fannst á tilvist Downs-heilkennis, sem
er þrístæða á litningi 21.
n Flestir hafa 46 litninga í frumum sín-
um, en einstaklingar með Downs-heil-
kenni hafa 3 eintök af litningi númer 21
eða alls 47 litninga í frumum sínum.
n Almennt er talið að eitt af hverjum
þúsund börnum fæðist með Downs-
heilkenni sem eru um 4–5 börn í
hverjum árgangi hér á landi.
n Lífslíkur og ævilengd einstaklinga
með Downs-heilkenni aukast stöðugt.
n Heilsufarslegt eftirlit, snemmtæk
íhlutun og margþætt þjónusta miða að
því að auka lífsgæði einstaklinga með
Downs-heilkenni og gera þeim í ríkari
mæli kleift að vera virkir þátttakendur í
samfélaginu.
Heimild: www.downs.is
Á leið í ferðalag Jóhanna
María er á leið til Svíþjóðar
með skólanum sínum. Þar
ætlar hún að fara í tívolí.
MYND RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Hlakkar til sumarsins Daníel bíður spenntur
komu sumarsins því þá kemur systir hans heim
frá Írlandi. MYND RÓBERT REYNISSON
Háskólamenntaður Stefán kemur foreldrum sínum og
öðrum stöðugt á óvart. Hann er háskólamenntaður og er í
tveimur störfum. MYND RÓBERT REYNISSON