Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Page 52
Afburðasöngvari
sem syngur frá hjartanu
52 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 HELGARBLAÐ
Helgarblað DV leitaði til 18 málsmetandi álitsgjafa í leitinni
að besta söngvara landsins. Fjölmargir komust á blað en það
var Páll Óskar Hjálmtýsson sem bar sigur úr býtum. Páll
Óskar þykir heillandi söngvari sem syngur frá hjartanu
en aðrir söngvarar sem skora hátt eru Stefán Hilmarsson,
Friðrik Ómar og Diktadrengurinn Haukur Heiðar.
2. SÆTI
HAUKUR HEIÐAR
„Kemur skemmtilega á óvart.“
„Er að verða einhver jafnbesti söngvari
þjóðarinnar. Má samt ekki gleyma
rokkaranum í sjálfum sér, því þótt hann
sé flottur í þessu rólyndisrokki þeirra
Diktumanna er hann langbestur þegar
hann þenur sig almennilega.“
„Okkar besti ungi söngvari.“
FRIÐRIK ÓMAR
„Með yndislega flauels-
rödd.“
„Óaðfinnanlegt tóneyra!“
„Vex og vex sem söngvari.“
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON
„Afburðasöngvari.“
„Ballöðurnar hans Palla eru flauelsmjúkar og hitta
mann í hjartastað – í hvert skipti! Svo er hann líka svo
mikil manneskja og það skilar sér í söngnum.“
„Á alltaf sinn stað í hjartanu, einlægur og sannur,
skilur alltaf eftir bros í sálinni.“
„Með heillandi rödd og syngur beint frá hjartanu.“
„Alltaf jafnyndislegur. Heillandi manneskja með
fallega rödd.“
1. SÆTI
3.– 5. SÆTI
3.– 5. SÆTI
STEFÁN HILMARSSON
„Hefur mjög fallega og sérstaka rödd. Sígildur
söngvari sem flestir elska.“
„Hefur vaxið alveg svakalega með árunum, breyttist
úr vælandi ketti í þroskaðan og flottan söngvara.“
„Frábær söngvari sem vex með hverju ári.“
„Augljóst í alla staði.“